Slagurinn harðnar Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 15. apríl 2005 00:01 Formannsslagurinn í samfylkingunni er greinilega að harna og skipting flokksins er að verða ljósari. Það er ekki skipting í vinstri verkalýðsarminn og hægri frjálslynda arminn. Það eru ekki málefnin sem skipta mönnum í tvennt innan flokksins, heldur virðist það einungis vera álit flokksmanna á því hver sé hæfari til að leiða flokkinn, Ingibjörg eða Össur. Það er því spurning um stjórnunarstíl og fylgi við ákveðna einstaklinga sem veldur skiptingunni í þetta skiptið. Skiptingin milli Össurarliðsins og Ingibjargarliðsins er öllum ljós. Það eru nokkrir frammámenn innan flokksins sem ekki er vitað um hvar standa. Þar á meðal er nýtt varaformannsefni flokksins, Ágúst Ólafur Ágústsson, sem ekki vill gefa upp hvorum megin hann stendur. Einnig er óljóst hvar þingmaðurinn Helgi Hjörvar stendur. Sumir segja að hann hafi kápuna á báðum öxlum. Aðrir segja að hann hafi kápuna á hvorugri. Þessi tvískipting flokksins virðist vera að teygja sig inn í varaformannsembættið, að loknu landsþingi. Svona til að halda tvískiptingunni áfram. Mikið er um það rætt að varaformaðurinn verði að koma úr tapliðinu, það er þeim hópi sem ekki sigrar keppnina um formanninn. Því er litið til þeirra sem virðast hæfir, og vitað er til að tilheyrir öðrum hvorum hópnum. Ákall til Jóhönnu til að bjóða sig fram til varaformanns er ákall til þess að einhver úr stuðningshópi Össurar komist til einhverra valda ef Ingibjörg hrósar sigri. Svipað ákall mun að öllum líkindum koma frá herbúðum Ingibjargar ef hún nær ekki kjöri. Ástæða skiptingarinnar, eins og áður sagði, er ekki málefnaágreiningur. Ástæða tvískiptingarinnar er mun frekar ósk um vald, eða hræðsla um að missa vald. Fólk í báðum hópum óttast eflaust að ef hinn aðilinn vinnur, þá munu þeir þingmenn sem studdu "tapliðið" ekki vera í ráðherrahópi formannsins. Því verður að tryggja varaformanninn til að tryggja sæti ef flokkurinn lendir í ríkisstjórn. Hvað á þá að gera við svona frambjóðendur til varaformanns eins og Ágúst Ólaf sem ætlar sér að halda sig fyrir utan ISG-ÖS slaginn? Sumir myndu telja að hann væri góður kostur til að viðhalda ekki tvískiptingunni. Þessar tvær valdablokkir sem fyrir eru í flokknum vilja samt örugglega halda sínu striki áfram. Spurningin er því bara, er hægt að sameina Samfylkinguna aftur? Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Formannsslagurinn í samfylkingunni er greinilega að harna og skipting flokksins er að verða ljósari. Það er ekki skipting í vinstri verkalýðsarminn og hægri frjálslynda arminn. Það eru ekki málefnin sem skipta mönnum í tvennt innan flokksins, heldur virðist það einungis vera álit flokksmanna á því hver sé hæfari til að leiða flokkinn, Ingibjörg eða Össur. Það er því spurning um stjórnunarstíl og fylgi við ákveðna einstaklinga sem veldur skiptingunni í þetta skiptið. Skiptingin milli Össurarliðsins og Ingibjargarliðsins er öllum ljós. Það eru nokkrir frammámenn innan flokksins sem ekki er vitað um hvar standa. Þar á meðal er nýtt varaformannsefni flokksins, Ágúst Ólafur Ágústsson, sem ekki vill gefa upp hvorum megin hann stendur. Einnig er óljóst hvar þingmaðurinn Helgi Hjörvar stendur. Sumir segja að hann hafi kápuna á báðum öxlum. Aðrir segja að hann hafi kápuna á hvorugri. Þessi tvískipting flokksins virðist vera að teygja sig inn í varaformannsembættið, að loknu landsþingi. Svona til að halda tvískiptingunni áfram. Mikið er um það rætt að varaformaðurinn verði að koma úr tapliðinu, það er þeim hópi sem ekki sigrar keppnina um formanninn. Því er litið til þeirra sem virðast hæfir, og vitað er til að tilheyrir öðrum hvorum hópnum. Ákall til Jóhönnu til að bjóða sig fram til varaformanns er ákall til þess að einhver úr stuðningshópi Össurar komist til einhverra valda ef Ingibjörg hrósar sigri. Svipað ákall mun að öllum líkindum koma frá herbúðum Ingibjargar ef hún nær ekki kjöri. Ástæða skiptingarinnar, eins og áður sagði, er ekki málefnaágreiningur. Ástæða tvískiptingarinnar er mun frekar ósk um vald, eða hræðsla um að missa vald. Fólk í báðum hópum óttast eflaust að ef hinn aðilinn vinnur, þá munu þeir þingmenn sem studdu "tapliðið" ekki vera í ráðherrahópi formannsins. Því verður að tryggja varaformanninn til að tryggja sæti ef flokkurinn lendir í ríkisstjórn. Hvað á þá að gera við svona frambjóðendur til varaformanns eins og Ágúst Ólaf sem ætlar sér að halda sig fyrir utan ISG-ÖS slaginn? Sumir myndu telja að hann væri góður kostur til að viðhalda ekki tvískiptingunni. Þessar tvær valdablokkir sem fyrir eru í flokknum vilja samt örugglega halda sínu striki áfram. Spurningin er því bara, er hægt að sameina Samfylkinguna aftur? Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar