Stjörnuhrap í Eyjum 17. apríl 2005 00:01 ÍBV og Haukar mætast í úrslitum DHL-deildar kvenna en Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér réttinn til þess að mæta Haukum í dag er það valtaði yfir Stjörnuna, 32-24, í oddaleik liðanna í Eyjum. Stjarnan skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins en síðan ekki söguna meir. ÍBV tók völdin á vellinum og smám saman sigldi fram hjá Stjörnunni. Þegar fyrri hálfleikur var liðinn hafði ÍBV góð tök á leiknum og fjögurra marka forystu, 16-12. Stjarnan breytti um varnarleik í síðari hálfleik og freistaði þess að vinna upp forskot Eyjastúlkna. Garðbæingar skoruðu tvö fyrstu mörk hálfleiksins en þá sagði ÍBV hingað og ekki lengra. Þær skelltu í lás í vörninni og Florentina Grecu borðaði alla bolta sem Stjarnan náði að kasta á markið en hún varði 29 skot í markinu og fór á kostum. ÍBV var því fljótlega komið með góða forystu og leikurinn var í raun búinn um miðjan síðari hálfleik. Grecu var sem áður segir stórkostleg í markinu og með hana í álíka formi gegn Haukum gætu Hafnfirðingar lent í vandræðum. Patsiou er ótrúlega seigur leikmaður og skotviss. Eva Björk dregur síðan vagninn í sókninni á mikilvægum augnablikum en vítamörk hennar og skynsemi skipa miklu máli. Svo má ekki gleyma línumanninum Darinku Stefanovic sem er verulega vanmetinn leikmaður, sterk í vörn, býr til fínar opnanir í sókninni og nýtir þar að auki færin sín vel. Ef hún skorar ekki fær hún oftar en ekki vítakast í staðinn. Stjarnan var heillum horfin að þessu sinni. Skyttur liðsins voru slakar og hægri vængurinn algjörlega lamaður. Varnarleikur liðsins var hörmulegur á köflum og markvarslan eftir því. Þær áttu ekki skilið að komast lengra að þessu sinni. - HBGÍBV-Stjarnan 32-24 (16-12)Mörk ÍBV (skot): Anastasia Patsiou 10 (16), Eva Björk Hlöðversdóttir 8/5 (13/6), Darinka Stefanovic 5 (6), Tanja Zukowska 4 (6), Alla Gokorian 4 (7/1), Ingibjörg Jónsdóttir 1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1. Hraðaupphlaup: 5 (Alla 2, Stefanovic, Ingibjörg, Zukowska) Fiskuð víti: 7 (Stefanovic 5, Eva Björk, Alla). Varin skot: Florentina Grecu 29/1. Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 6/3 (13/4), Kristín Clausen 5/1 (8/2), Elisabeta Kowal 3 (4), Kristín Guðmundsdóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 2 (4), Hind Hannesdóttir 2 (5), Anna Bryndís Blöndal 2 (6), Elísabet Gunnarsdóttir 2 (3). Hraðaupphlaup: 4 (Kristín Clausen 2, Kowal, Elísabet). Fiskuð víti: 6 (Ásdís Sig. 2, Kowal, Kristín Guðm., Hind, Anna Bryndís). Varin skot: Jelena Jovanovic 14/1, Helga Vala Jónsdóttir 4. Íslenski handboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Sjá meira
ÍBV og Haukar mætast í úrslitum DHL-deildar kvenna en Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér réttinn til þess að mæta Haukum í dag er það valtaði yfir Stjörnuna, 32-24, í oddaleik liðanna í Eyjum. Stjarnan skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins en síðan ekki söguna meir. ÍBV tók völdin á vellinum og smám saman sigldi fram hjá Stjörnunni. Þegar fyrri hálfleikur var liðinn hafði ÍBV góð tök á leiknum og fjögurra marka forystu, 16-12. Stjarnan breytti um varnarleik í síðari hálfleik og freistaði þess að vinna upp forskot Eyjastúlkna. Garðbæingar skoruðu tvö fyrstu mörk hálfleiksins en þá sagði ÍBV hingað og ekki lengra. Þær skelltu í lás í vörninni og Florentina Grecu borðaði alla bolta sem Stjarnan náði að kasta á markið en hún varði 29 skot í markinu og fór á kostum. ÍBV var því fljótlega komið með góða forystu og leikurinn var í raun búinn um miðjan síðari hálfleik. Grecu var sem áður segir stórkostleg í markinu og með hana í álíka formi gegn Haukum gætu Hafnfirðingar lent í vandræðum. Patsiou er ótrúlega seigur leikmaður og skotviss. Eva Björk dregur síðan vagninn í sókninni á mikilvægum augnablikum en vítamörk hennar og skynsemi skipa miklu máli. Svo má ekki gleyma línumanninum Darinku Stefanovic sem er verulega vanmetinn leikmaður, sterk í vörn, býr til fínar opnanir í sókninni og nýtir þar að auki færin sín vel. Ef hún skorar ekki fær hún oftar en ekki vítakast í staðinn. Stjarnan var heillum horfin að þessu sinni. Skyttur liðsins voru slakar og hægri vængurinn algjörlega lamaður. Varnarleikur liðsins var hörmulegur á köflum og markvarslan eftir því. Þær áttu ekki skilið að komast lengra að þessu sinni. - HBGÍBV-Stjarnan 32-24 (16-12)Mörk ÍBV (skot): Anastasia Patsiou 10 (16), Eva Björk Hlöðversdóttir 8/5 (13/6), Darinka Stefanovic 5 (6), Tanja Zukowska 4 (6), Alla Gokorian 4 (7/1), Ingibjörg Jónsdóttir 1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1. Hraðaupphlaup: 5 (Alla 2, Stefanovic, Ingibjörg, Zukowska) Fiskuð víti: 7 (Stefanovic 5, Eva Björk, Alla). Varin skot: Florentina Grecu 29/1. Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 6/3 (13/4), Kristín Clausen 5/1 (8/2), Elisabeta Kowal 3 (4), Kristín Guðmundsdóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 2 (4), Hind Hannesdóttir 2 (5), Anna Bryndís Blöndal 2 (6), Elísabet Gunnarsdóttir 2 (3). Hraðaupphlaup: 4 (Kristín Clausen 2, Kowal, Elísabet). Fiskuð víti: 6 (Ásdís Sig. 2, Kowal, Kristín Guðm., Hind, Anna Bryndís). Varin skot: Jelena Jovanovic 14/1, Helga Vala Jónsdóttir 4.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti