Boðin aðstoð gegn streitu 18. apríl 2005 00:01 "Þetta er stór vinnustaður og margar starfseiningar," sagði Oddur Gunnarsson lögmaður á skrifstofu starfsmannamála á LSH. "Við vitum að því miður koma aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líður illa vegna álags. Þá er það stjórnenda að bregðast við og reyna að jafna álagið. Það hefur enginn hagsmuni af því að yfirkeyra starfsemina". Forystumenn stéttarfélaga hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sjúkraliða á LSH segja starfsfólk á LSH kvarta undan miklu vinnuálagi. Oddur sagði, að sparnaaðraðgerðir á síðasta ári hefðu að hluta beinst að því að minnka yfirvinnu. Sums staðar kæmu þær þannig út að fólk þyrfti að leggja meira á sig en áður. Sú aðstaða kæmi upp á sjúkrastofnunum, að þær væru komnar yfir á fjárlögum. Krafa kæmi frá yfirvöldum um að lækka kostnað. Stjórnendur LSH væru í þeim sporum að þeir þyrftu að bregðast við henni. Með því að halda sama þjónustustigi væri hætt við að sparnaðaraðgerðirnar gætu leitt til aukins álags á starfsmenn. Landspítalinn hefði ekki haft sömu möguleika á að draga úr þjónustu eins og ýmsar aðrar stofnanir. Samdráttur í starfsemi hjá öðrum stofnunum í heilbrigðiskerfinu kynnu að leiða til aukins álags á LSH sem væri yfirleitt endastöðin í heilbrigðiskerfinu. Á spítalanum væri starfsmönnum og yfirmönnum nú boðin þjónusta til að aðstoða þar sem álag og streita hrjáði fólk og gæti truflað eðlilega starfsemi. Á árinu 2003 hefði tekið til starfa stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrareiningum. Í teyminu væru sálfræðingar, félagsráðgjafar, prestar, hjúkrunarfræðingar og geðlæknir. Síðan væri allt frá árinu 2000 starfandi deild heilsu, öryggis og vinnuumhverfis á skrifstofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Eitt meginmarkmið þeirrar deildar væri að stuðla að öryggi, vellíðan og ánægju í starfi. "Það hafa verið tekin markviss skref að hálfu spítalans til að aðstoða fólk til að reyna að mæta auknum kröfum til heilbrigðisstarfsfólks um að sinna sjúklingum sem eru veikari nú en áður vegna skemmri legutíma," sagði Oddur "svo og aukinni vöktun samfélagsins á hugsanlegum mistökum þessarra stétta í starfi." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
"Þetta er stór vinnustaður og margar starfseiningar," sagði Oddur Gunnarsson lögmaður á skrifstofu starfsmannamála á LSH. "Við vitum að því miður koma aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líður illa vegna álags. Þá er það stjórnenda að bregðast við og reyna að jafna álagið. Það hefur enginn hagsmuni af því að yfirkeyra starfsemina". Forystumenn stéttarfélaga hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sjúkraliða á LSH segja starfsfólk á LSH kvarta undan miklu vinnuálagi. Oddur sagði, að sparnaaðraðgerðir á síðasta ári hefðu að hluta beinst að því að minnka yfirvinnu. Sums staðar kæmu þær þannig út að fólk þyrfti að leggja meira á sig en áður. Sú aðstaða kæmi upp á sjúkrastofnunum, að þær væru komnar yfir á fjárlögum. Krafa kæmi frá yfirvöldum um að lækka kostnað. Stjórnendur LSH væru í þeim sporum að þeir þyrftu að bregðast við henni. Með því að halda sama þjónustustigi væri hætt við að sparnaðaraðgerðirnar gætu leitt til aukins álags á starfsmenn. Landspítalinn hefði ekki haft sömu möguleika á að draga úr þjónustu eins og ýmsar aðrar stofnanir. Samdráttur í starfsemi hjá öðrum stofnunum í heilbrigðiskerfinu kynnu að leiða til aukins álags á LSH sem væri yfirleitt endastöðin í heilbrigðiskerfinu. Á spítalanum væri starfsmönnum og yfirmönnum nú boðin þjónusta til að aðstoða þar sem álag og streita hrjáði fólk og gæti truflað eðlilega starfsemi. Á árinu 2003 hefði tekið til starfa stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrareiningum. Í teyminu væru sálfræðingar, félagsráðgjafar, prestar, hjúkrunarfræðingar og geðlæknir. Síðan væri allt frá árinu 2000 starfandi deild heilsu, öryggis og vinnuumhverfis á skrifstofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Eitt meginmarkmið þeirrar deildar væri að stuðla að öryggi, vellíðan og ánægju í starfi. "Það hafa verið tekin markviss skref að hálfu spítalans til að aðstoða fólk til að reyna að mæta auknum kröfum til heilbrigðisstarfsfólks um að sinna sjúklingum sem eru veikari nú en áður vegna skemmri legutíma," sagði Oddur "svo og aukinni vöktun samfélagsins á hugsanlegum mistökum þessarra stétta í starfi."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira