Bjartsýni á samstarf R-listans 18. apríl 2005 00:01 Í dag hefjast málefnaviðræður flokkanna þriggja er standa að Reykjavíkurlistanum; Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, þar sem meðal annars verður ákveðið hvort flokkarnir muni bjóða fram undir merkjum R-listans að nýju í næstu borgarstjórnarkosningum, sem fram fara að ári. Ungliðahreyfingar Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa lýst því yfir að þær vilji að flokkar sínir bjóði fram í eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. Formenn bjartsýnir Formenn flokkanna þriggja; Halldór Ásgrímsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson, segjast allir bjartsýnir á framtíð R-listans. Þeir benda á að enginn málefnalegur ágreiningur hafi komið upp milli flokkanna í borgarstjórnarmálum og að samstarfið hafi verið með ágætum undanfarin ár. Þeir segja að það sé hins vegar í höndum Reykjavíkurfélaganna að ræða áframhaldandi samstarf og málefnasamninga fyrir komandi kosningar. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi segir að vonir standi til þess að flokkarnir bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. "Ég veit ekki til þess að neinn alvarlegur málefnaágreiningur sé á milli þessara flokka. Halda ætti samstarfinu áfram nema menn vilji endilega koma Sjálfstæðisflokknum að. Þá ættu flokkarnir að bjóða fram hver í sínu lagi eins og gert var áður," segir Alfreð. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi tekur undir þetta. "Málefnasamstaðan innan borgarstjórnarflokksins er mjög góð og hefur samstarfið verið algjörlega vandræðalaust. Þeir sem sagst hafa vilja endurskoða R-listasamstarfið hafa viljað gera það vegna flokkspólistískra hagsmuna, ekki vegna málefnaágreinings. Þeir vilja að flokkur sinn sýni meiri sérstöðu og komi fram undir eigin merkjum," segir Stefán Jón. "Mér finnst frekar líklegt að menn leggi talsvert hart að sér svo R-listinn haldi áfram," segir hann. "Ég vil líka benda á að efasemdaraddir um R-listann hafa verið á sveimi reglulega allt frá stofnun hans," segir Stefán Jón. Þeir vilja ekki tjá sig um hugsanlegt borgarstjóraefni R-listans. "Það verður að koma í ljós. Núverandi borgarstjóri hefur staðið sig ágætlega," segir Alfreð. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi segist mjög bjartsýn á framtíð R-listasamstarfsins. "Vinstri grænir hafa átt mjög gott samstarf við aðra innan R-listans. Þess vegna skiptir miklu máli að halda áfram þessu samstarfi." Byggist allt á málefnasamstöðu Sigrún Jónsdóttir, formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík suður, segir að efasemdaraddir um framtíð R-listans séu háværari meðal yngri kynslóðarinnar en hinnar eldri. "Eldri kynslóðin er á því að þessi draumur, að félagshyggjuöflin starfi saman, sé ekki búinn," segir Sigrún. "Mér finnst ekki tímabært að ræða þetta núna á þessum tímapunkti, þar sem málefnastarfið er að hefjast innan Reykjavíkurlistans. Það er númer eitt að við getum komið okkur saman um málefni," segir hún. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG í Reykjavík, tekur undir orð Sigrúnar. "Viðræður eru ekki hafnar en í þeim verður staðan könnuð. Við förum með allar raddir í baklandinu inn í þær viðræður og ætlum að tala fyrir því að málstaður Vinstri grænna fái sem best brautargengi í stjórn Reykjavíkur," segir hún. Hún er þó ósammála Sigrúnu varðandi kynslóðamuninn. "Þetta er ekki frekar yngra fólk en eldra. Það er eðlilegt að fólk staldri við á þessum tímapunkti, þegar viðræður flokkanna eru að hefjast, og spyrji spurninga," segir hún Jóhanna Eyjólfsdóttir, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segist sannfærð um að R-listinn geti boðið fram að nýju ef vilji sé fyrir því. "Ég tel að Reykjavíkurlistinn eigi framtíð fyrir sér. Við verðum að skoða málin, hvað hefur áunnist og hvað er brýnast að gera núna," segir hún. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Í dag hefjast málefnaviðræður flokkanna þriggja er standa að Reykjavíkurlistanum; Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, þar sem meðal annars verður ákveðið hvort flokkarnir muni bjóða fram undir merkjum R-listans að nýju í næstu borgarstjórnarkosningum, sem fram fara að ári. Ungliðahreyfingar Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa lýst því yfir að þær vilji að flokkar sínir bjóði fram í eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. Formenn bjartsýnir Formenn flokkanna þriggja; Halldór Ásgrímsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson, segjast allir bjartsýnir á framtíð R-listans. Þeir benda á að enginn málefnalegur ágreiningur hafi komið upp milli flokkanna í borgarstjórnarmálum og að samstarfið hafi verið með ágætum undanfarin ár. Þeir segja að það sé hins vegar í höndum Reykjavíkurfélaganna að ræða áframhaldandi samstarf og málefnasamninga fyrir komandi kosningar. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi segir að vonir standi til þess að flokkarnir bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. "Ég veit ekki til þess að neinn alvarlegur málefnaágreiningur sé á milli þessara flokka. Halda ætti samstarfinu áfram nema menn vilji endilega koma Sjálfstæðisflokknum að. Þá ættu flokkarnir að bjóða fram hver í sínu lagi eins og gert var áður," segir Alfreð. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi tekur undir þetta. "Málefnasamstaðan innan borgarstjórnarflokksins er mjög góð og hefur samstarfið verið algjörlega vandræðalaust. Þeir sem sagst hafa vilja endurskoða R-listasamstarfið hafa viljað gera það vegna flokkspólistískra hagsmuna, ekki vegna málefnaágreinings. Þeir vilja að flokkur sinn sýni meiri sérstöðu og komi fram undir eigin merkjum," segir Stefán Jón. "Mér finnst frekar líklegt að menn leggi talsvert hart að sér svo R-listinn haldi áfram," segir hann. "Ég vil líka benda á að efasemdaraddir um R-listann hafa verið á sveimi reglulega allt frá stofnun hans," segir Stefán Jón. Þeir vilja ekki tjá sig um hugsanlegt borgarstjóraefni R-listans. "Það verður að koma í ljós. Núverandi borgarstjóri hefur staðið sig ágætlega," segir Alfreð. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi segist mjög bjartsýn á framtíð R-listasamstarfsins. "Vinstri grænir hafa átt mjög gott samstarf við aðra innan R-listans. Þess vegna skiptir miklu máli að halda áfram þessu samstarfi." Byggist allt á málefnasamstöðu Sigrún Jónsdóttir, formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík suður, segir að efasemdaraddir um framtíð R-listans séu háværari meðal yngri kynslóðarinnar en hinnar eldri. "Eldri kynslóðin er á því að þessi draumur, að félagshyggjuöflin starfi saman, sé ekki búinn," segir Sigrún. "Mér finnst ekki tímabært að ræða þetta núna á þessum tímapunkti, þar sem málefnastarfið er að hefjast innan Reykjavíkurlistans. Það er númer eitt að við getum komið okkur saman um málefni," segir hún. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG í Reykjavík, tekur undir orð Sigrúnar. "Viðræður eru ekki hafnar en í þeim verður staðan könnuð. Við förum með allar raddir í baklandinu inn í þær viðræður og ætlum að tala fyrir því að málstaður Vinstri grænna fái sem best brautargengi í stjórn Reykjavíkur," segir hún. Hún er þó ósammála Sigrúnu varðandi kynslóðamuninn. "Þetta er ekki frekar yngra fólk en eldra. Það er eðlilegt að fólk staldri við á þessum tímapunkti, þegar viðræður flokkanna eru að hefjast, og spyrji spurninga," segir hún Jóhanna Eyjólfsdóttir, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segist sannfærð um að R-listinn geti boðið fram að nýju ef vilji sé fyrir því. "Ég tel að Reykjavíkurlistinn eigi framtíð fyrir sér. Við verðum að skoða málin, hvað hefur áunnist og hvað er brýnast að gera núna," segir hún.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent