Handboltinn í hættu á ÓL 20. apríl 2005 00:01 Allar 28 íþróttagreinarnar sem keppt er um á Ólympíuleikunum gætu verið í hættu um að missa sæti sitt í dagskrá leikanna þegar kosið verður um framtíðargeinar leikanna í sumar. Keppnisgreinar á næstu leikum, sem fara fram í Peking í Kína árið 2008, verða þó hinar sömu og í Aþenu í fyrra. Alþjóða Ólympíunefndin ætlar að kjósa á milli allra þeirra 28 íþróttagreina sem keppt var í á leikunum í Aþenu og síðan þeirra fimm sem sækjast eftir því að bætast í hópinn en það eru golf, rúgbí, karate, skvass og hjólaskautaíþróttir. Síðasta grein til þess að missa sætið sitt var póló sem var sett út þegar leikarnir fóru fram í Berlín 1936. Forseti Aþjóða Ólympíunefndarinnar, Jacques Rogge, tekur það skýrt fram að fjöldi íþróttagreina megi aldrei fara yfir 28, verðlaunagreina aldrei yfir 301 og íþróttafólkið megi aldrei vera fleira en 10.500 manns. "Það er ekki hægt að hafa fleiri en 28 greinar en það er enginn krafa um að við fyllum þann kvóta. Greinarnar gætu alveg eins orðið 26 eða 27," sagði Rogge í viðtali en 117 manns hafa atkvæðisrétt og verður hver grein að fá yfir 51% atkvæða til þess að halda sæti sínu í dagskrá Ólympíuleikanna. Árið 2002 lagði Rogge til að golf og rúgbí tækju sæti á leikunum í stað hafnarbolta og mjúkbolta en ekkert varð úr þeirri breytingu. Að þessu sinni munu nefndarmenn kjósa fyrst um það, hvaða greinar halda sæti sínu, þá hvaða nýju greinar koma inn og loks í hvaða íþróttagreinum keppt verður á ÓIympíuleikunum 2012. Alþjóðaólympíunefndin fer yfir allar íþróttagreinar eftir hverja Ólympíuleika og metur stöðu þeirra innan leikanna. Því er reyndar spáð að vanafastir meðlimir Ólympíunefndarinnar fari varlega í breytingar enda munu forsvarsmenn núverandi keppnisgreina væntanlega gera allt til þess að halda sæti þeirra á leikunum. Það er þó ekki ólíklegt að fámenn grein eins og handbolti gæti verið i hættu þegar fjölmenn grein eins og golfið gerir atlögu að sæti á Ólympíuleikum framtíðarinnar. Stærsti hluti Ólympíufara Íslands á mörgum af síðustu leikum hafa einmitt verið handboltamenn og er þetta eina hópíþróttin þar sem Ísland hefur unnið sér keppnisrétt á leikunum. Íslenski handboltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira
Allar 28 íþróttagreinarnar sem keppt er um á Ólympíuleikunum gætu verið í hættu um að missa sæti sitt í dagskrá leikanna þegar kosið verður um framtíðargeinar leikanna í sumar. Keppnisgreinar á næstu leikum, sem fara fram í Peking í Kína árið 2008, verða þó hinar sömu og í Aþenu í fyrra. Alþjóða Ólympíunefndin ætlar að kjósa á milli allra þeirra 28 íþróttagreina sem keppt var í á leikunum í Aþenu og síðan þeirra fimm sem sækjast eftir því að bætast í hópinn en það eru golf, rúgbí, karate, skvass og hjólaskautaíþróttir. Síðasta grein til þess að missa sætið sitt var póló sem var sett út þegar leikarnir fóru fram í Berlín 1936. Forseti Aþjóða Ólympíunefndarinnar, Jacques Rogge, tekur það skýrt fram að fjöldi íþróttagreina megi aldrei fara yfir 28, verðlaunagreina aldrei yfir 301 og íþróttafólkið megi aldrei vera fleira en 10.500 manns. "Það er ekki hægt að hafa fleiri en 28 greinar en það er enginn krafa um að við fyllum þann kvóta. Greinarnar gætu alveg eins orðið 26 eða 27," sagði Rogge í viðtali en 117 manns hafa atkvæðisrétt og verður hver grein að fá yfir 51% atkvæða til þess að halda sæti sínu í dagskrá Ólympíuleikanna. Árið 2002 lagði Rogge til að golf og rúgbí tækju sæti á leikunum í stað hafnarbolta og mjúkbolta en ekkert varð úr þeirri breytingu. Að þessu sinni munu nefndarmenn kjósa fyrst um það, hvaða greinar halda sæti sínu, þá hvaða nýju greinar koma inn og loks í hvaða íþróttagreinum keppt verður á ÓIympíuleikunum 2012. Alþjóðaólympíunefndin fer yfir allar íþróttagreinar eftir hverja Ólympíuleika og metur stöðu þeirra innan leikanna. Því er reyndar spáð að vanafastir meðlimir Ólympíunefndarinnar fari varlega í breytingar enda munu forsvarsmenn núverandi keppnisgreina væntanlega gera allt til þess að halda sæti þeirra á leikunum. Það er þó ekki ólíklegt að fámenn grein eins og handbolti gæti verið i hættu þegar fjölmenn grein eins og golfið gerir atlögu að sæti á Ólympíuleikum framtíðarinnar. Stærsti hluti Ólympíufara Íslands á mörgum af síðustu leikum hafa einmitt verið handboltamenn og er þetta eina hópíþróttin þar sem Ísland hefur unnið sér keppnisrétt á leikunum.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira