Sport

Petkevicius semur við Fram

Framarar hafa samið við fyrsta leikmanninn í tíð Guðmundar Guðmundssonar, nýráðins þjálfara liðsins, því í gær var samningur við markvörðinn Egidijus Petkevicius framlengdur um eitt ár. Þessi snjalli Lithái hefur varið mark liðsins með mikilli prýði undanfarin tvö tímabil en áður hefur hann leikið með KA, FH og Val auk þess sem hann hóf ferilinn hjá Granitas í Litháen. Petkevicius er 31 árs og hefur verið einn allra besti markvörður íslensku deildarinnar undanfarin ár en hann spilaði meðal annars stórt hlutverk þegar KA-menn unnu Íslandsmeistaratitilinn 2002. Það greinilega mikill hugur í Frömurum í handboltanum því á nokkrum dögum hafa þeir samið við aðalmarkaskorara sinn, nýjan þjálfara og loks markvörðinn í gær en Fram datt naumlega út fyrir ÍBV í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar á dögunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×