Haukar sigurstranglegir 22. apríl 2005 00:01 Fyrsti leikur Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna verður háður á Ásvöllum í dag. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunar, hallast að nokkuð öruggum sigri Haukastúlkna í einvíginu. Leið liðanna tveggja í úrslitaleikina var nokkuð ólík, því á meðan Haukastúlkur völtuðu yfir alla andstæðinga sína lentu Eyjastúlkur í hörkurimmu við lið Stjörnunnar og höfðu að lokum 2-1 sigur. Haukaliðið er vel mannað, er deildarmeistari og hefur heimavallarréttinn í úrslitarimmunni og því má reikna með að á brattann verði að sækja fyrir Eyjastúlkur í úrslitunum. Fréttablaðið ræddi við Erlend Ísfeld, þjálfara Stjörnunar, og fékk hann til að spá í úrslitarimmuna sem hefst í dag."Ég hugsa að ég verði nú að tippa á að Haukarnir vinni þetta. Ef þú hefðir spurt mig fyrir um mánuði síðan hefði ég sagt 3-0 fyrir Hauka, en mér finnst Eyjaliðið hafa farið mjög vaxandi í úrslitakeppninni og þær léku gríðarlega vel á móti okkur, svo ég held ég segi frekar 3-1. Haukarnir vinna fyrsta leikinn og stela svo einum í Eyjum. Mér sýnist það vera um það bil styrksmunurinn á liðunum tveimur. Haukaliðið er mjög vel mannað og breiddin er svo góð að þær geta unnið leiki þó að jafnvel þrjár eða fjórar af þeim eigi ekkert sérstakan dag. Eyjaliðið þarf að eiga hvern toppleikinn á fætur öðrum til að eiga séns í þær og maður á frekar erfitt með að sjá það gerast," sagði Erlendur.Það er auðvitað engin ástæða til að afskrifa ÍBV, þær eru mjög seigar og ég held að þær fari eins langt og Anna Gorkorian fer með þær. Hún er nú að verða komin af léttasta skeiði, en er engu að síður frábær leikmaður. Þetta verður á brattann að sækja fyrir ÍBV og spurning hvort þessar yngri stúlkur hjá þeim hafa þetta rétta hugarfar til að fara í þessa leiki," sagði Erlendur. Fyrsti leikur liðanna er eins og áður sagði á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag og hefst klukkan 16.15. Íslenski handboltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Fyrsti leikur Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna verður háður á Ásvöllum í dag. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunar, hallast að nokkuð öruggum sigri Haukastúlkna í einvíginu. Leið liðanna tveggja í úrslitaleikina var nokkuð ólík, því á meðan Haukastúlkur völtuðu yfir alla andstæðinga sína lentu Eyjastúlkur í hörkurimmu við lið Stjörnunnar og höfðu að lokum 2-1 sigur. Haukaliðið er vel mannað, er deildarmeistari og hefur heimavallarréttinn í úrslitarimmunni og því má reikna með að á brattann verði að sækja fyrir Eyjastúlkur í úrslitunum. Fréttablaðið ræddi við Erlend Ísfeld, þjálfara Stjörnunar, og fékk hann til að spá í úrslitarimmuna sem hefst í dag."Ég hugsa að ég verði nú að tippa á að Haukarnir vinni þetta. Ef þú hefðir spurt mig fyrir um mánuði síðan hefði ég sagt 3-0 fyrir Hauka, en mér finnst Eyjaliðið hafa farið mjög vaxandi í úrslitakeppninni og þær léku gríðarlega vel á móti okkur, svo ég held ég segi frekar 3-1. Haukarnir vinna fyrsta leikinn og stela svo einum í Eyjum. Mér sýnist það vera um það bil styrksmunurinn á liðunum tveimur. Haukaliðið er mjög vel mannað og breiddin er svo góð að þær geta unnið leiki þó að jafnvel þrjár eða fjórar af þeim eigi ekkert sérstakan dag. Eyjaliðið þarf að eiga hvern toppleikinn á fætur öðrum til að eiga séns í þær og maður á frekar erfitt með að sjá það gerast," sagði Erlendur.Það er auðvitað engin ástæða til að afskrifa ÍBV, þær eru mjög seigar og ég held að þær fari eins langt og Anna Gorkorian fer með þær. Hún er nú að verða komin af léttasta skeiði, en er engu að síður frábær leikmaður. Þetta verður á brattann að sækja fyrir ÍBV og spurning hvort þessar yngri stúlkur hjá þeim hafa þetta rétta hugarfar til að fara í þessa leiki," sagði Erlendur. Fyrsti leikur liðanna er eins og áður sagði á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag og hefst klukkan 16.15.
Íslenski handboltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira