Kemst ÍBV í fyrsta sinn í úrslit? 23. apríl 2005 00:01 Eyjamenn geta brotið blað í sögu karlahandboltaliðs félagsins vinni þeir oddaleikinn gegn ÍR í Eyjum í dag en með því kemst liðið í fyrsta sinn í lokaúrslit úrslitakeppninnar. Liðin hafa unnið hvor sinn heimaleikinn, ÍBV vann fyrsta leikinn í Eyjum 30-29 og ÍR jafnaði metin með 33-29 sigri í öðrum leiknum í Austurbergi. Það hefur verið hart tekist á í báðum leikjum og dómarar hafa meðal annars rekið leikmenn liðanna útaf í 68 mínútur í þessum tveimur leikjum. ÍR-ingar eiga hins vegar möguleika á að komast í lokaúrslitin í annað skipti á þremur árum en Breiðhyltingar töpuðu einmitt í bráðabana í oddaleik undanúrslitanna í fyrra. Roland Valur Eradze fékk ekkert að spila síðustu 20 mínúturnar í síðasta leik en náði samt verja yfir 20 bolta í leiknum og hefur því gert það í öllum fjórum leikjum úrslitakeppninnar. Roland hefur varið 24,5 skot að meðaltali í leik og 47,8% þeirra skota sem á hann hafa komið. ÍR-ingurinn Hannes Jón Jónsson er markahæsti leikmaður einvígisins til þessa auk þess að eiga ófáar stoðsendingarnar en Hannes hefur nýtt 15 af 21 skoti sínu í leikjunum tveimur sem gerir frábæra 71% skotnýtingu. „Áhorfendur eiga að vera kolvitlausir á pöllunum í Eyjum á sunnudaginn, það eru skilaboðin frá okkur til þeirra. Þeir eiga ekki að vera með slagsmál og læti heldur eiga þeir að mæta, búa til geðveikan hávaða og hvetja okkur til sigurs," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið eftir annan leikinn. Það má búast við að Eyjamenn taki hann á orðinu og fjölmenni í Höllina í dag en eins má búast við að harðir stuðningsmenn Breiðhyltinga láti heldur ekki sitt eftir liggja. Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í úrslitunum gegn meisturum síðustu tveggja ára, Haukum. Flest mörk ÍBV í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Samúel Ívar Árnason 14/6 (23/8) Tite Kalandaze 12 (21) Zoltan Belányi 11/3 (17/4) Sigurður Ari Stefánsson 9 (21) Flest mörk ÍR í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Hannes Jón Jónsson 15/5 (21/6) Bjarni Fritzson 10 (16) Ólafur Sigurjónsson 10/1 (18/1) Tryggvi Haraldsson 8 (16) Ingimundur Ingimundarson 8/4 (21/6) Íslenski handboltinn Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira
Eyjamenn geta brotið blað í sögu karlahandboltaliðs félagsins vinni þeir oddaleikinn gegn ÍR í Eyjum í dag en með því kemst liðið í fyrsta sinn í lokaúrslit úrslitakeppninnar. Liðin hafa unnið hvor sinn heimaleikinn, ÍBV vann fyrsta leikinn í Eyjum 30-29 og ÍR jafnaði metin með 33-29 sigri í öðrum leiknum í Austurbergi. Það hefur verið hart tekist á í báðum leikjum og dómarar hafa meðal annars rekið leikmenn liðanna útaf í 68 mínútur í þessum tveimur leikjum. ÍR-ingar eiga hins vegar möguleika á að komast í lokaúrslitin í annað skipti á þremur árum en Breiðhyltingar töpuðu einmitt í bráðabana í oddaleik undanúrslitanna í fyrra. Roland Valur Eradze fékk ekkert að spila síðustu 20 mínúturnar í síðasta leik en náði samt verja yfir 20 bolta í leiknum og hefur því gert það í öllum fjórum leikjum úrslitakeppninnar. Roland hefur varið 24,5 skot að meðaltali í leik og 47,8% þeirra skota sem á hann hafa komið. ÍR-ingurinn Hannes Jón Jónsson er markahæsti leikmaður einvígisins til þessa auk þess að eiga ófáar stoðsendingarnar en Hannes hefur nýtt 15 af 21 skoti sínu í leikjunum tveimur sem gerir frábæra 71% skotnýtingu. „Áhorfendur eiga að vera kolvitlausir á pöllunum í Eyjum á sunnudaginn, það eru skilaboðin frá okkur til þeirra. Þeir eiga ekki að vera með slagsmál og læti heldur eiga þeir að mæta, búa til geðveikan hávaða og hvetja okkur til sigurs," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið eftir annan leikinn. Það má búast við að Eyjamenn taki hann á orðinu og fjölmenni í Höllina í dag en eins má búast við að harðir stuðningsmenn Breiðhyltinga láti heldur ekki sitt eftir liggja. Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í úrslitunum gegn meisturum síðustu tveggja ára, Haukum. Flest mörk ÍBV í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Samúel Ívar Árnason 14/6 (23/8) Tite Kalandaze 12 (21) Zoltan Belányi 11/3 (17/4) Sigurður Ari Stefánsson 9 (21) Flest mörk ÍR í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Hannes Jón Jónsson 15/5 (21/6) Bjarni Fritzson 10 (16) Ólafur Sigurjónsson 10/1 (18/1) Tryggvi Haraldsson 8 (16) Ingimundur Ingimundarson 8/4 (21/6)
Íslenski handboltinn Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira