Segjast saklausir af nánast öllu 25. apríl 2005 00:01 Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast sýknu af nánast öllum ákæruliðum. Verjandi eins þeirra segir hægt að hugsa sér verri meðferð á líki en hafi verið í þessu tilfelli og verjandi annars segir að fyrst fórnarlambinu hafi ekki verið ljós sú lífshætta sem við blasti hafi sakborningum ekki átt að vera hún ljós. Málflutningur var í málinu í Hæstarétti í dag en í nóvember síðastliðnum voru allir sakborningarnir, Grétar Sigurðsson, Tomas Malakauskas og Jónas Ingi Ragnarsson dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning og að koma burðardýrinu, Vaidas Jucevicius ekki til hjálpar þegar hann veiktist hastarlega og síðan fyrir illa meðferð á líki hans þegar þeir losuðu sig við það í Neskaupstaðarhöfn. Aðeins einn sakborninganna, Grétar Sigurðsson, var viðstaddur málflutninginn í morgun. Sem kunnugt er kom Jucevicius til landsins í febrúar á síðasta ári með á þriðja hundrað grömm af amfetamíni innvortis í rúmlega 60 pakkningum. Honum tókst ekki að losa sig við efnin, meðal annars vegna samgróninga í meltingarvegi eftir aðgerð og lést hann á heimili Malakauskas í Kópavogi. Í framhaldinu var líkið flutt til Neskaupstaðar þar sem það var stungið með hnífi og fleygt í höfnina þar sem það fannst fyrir tilviljun. Saksóknari krafðist þess fyrir Hæstarétti í morgun að þremenningarnir yrðu ekki dæmdir til vægari refsingar en 2 1/2 árs og að Grétar og Jónas Ingi hefðu rætt innflutning á fíknefnum til að bjarga fjármálum. Sem kunnugt er hefur Jónas Ingi alfarið neitað aðild að málinu og segist til dæmis ekki hafa vitað að hann hafi verið með lík aftur í bíl sem hann ók á austur á land, en sú ferð tók daga, né að vita að líkinu hafi verið varpað í sjóinn. Saksóknari nefndi ítrekað að framburð hans væri að engu hafandi og sýndi meðal annars ljósmynd sem tekin var á leiðinni austur þar sem Jónas og Malakauskas sjást í bílnum og skuggi á bak við þá sem var líkið. Verjendur Jónasar og Grétars kröfðust sýknu af öllum ákæruliðum en vægari refsingar til vara, en verjandi Malakauskas krafðist sýknu af ákæru um að koma Jucevicius ekki til hjálpar og illa meðferð á líki, en Malakauskas viðurkenndi að vita um fíkniefnainnflutninginn. Verjandi Malakauskasar sagði að hægt væri að hugsa sér verri meðferð á líki en þarna var viðhöfð. Ekki hafi verið ætlunin að vanvirða líkið heldur leyna fíkniefnainnflutningi og öll lík séu flutt með bílum til greftrunar. Þá lagði verjandi Grétars áherslu á að Jucevicius hefði neitað læknishjálp og fyrst hann taldi sig ekki í vera í þeirri hættu sem raun var hafi sakborningar varla getað gert sér grein fyrir því. Málið hefur verið lagt í dóm og er dóms að vænta á næstu vikum. Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast sýknu af nánast öllum ákæruliðum. Verjandi eins þeirra segir hægt að hugsa sér verri meðferð á líki en hafi verið í þessu tilfelli og verjandi annars segir að fyrst fórnarlambinu hafi ekki verið ljós sú lífshætta sem við blasti hafi sakborningum ekki átt að vera hún ljós. Málflutningur var í málinu í Hæstarétti í dag en í nóvember síðastliðnum voru allir sakborningarnir, Grétar Sigurðsson, Tomas Malakauskas og Jónas Ingi Ragnarsson dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning og að koma burðardýrinu, Vaidas Jucevicius ekki til hjálpar þegar hann veiktist hastarlega og síðan fyrir illa meðferð á líki hans þegar þeir losuðu sig við það í Neskaupstaðarhöfn. Aðeins einn sakborninganna, Grétar Sigurðsson, var viðstaddur málflutninginn í morgun. Sem kunnugt er kom Jucevicius til landsins í febrúar á síðasta ári með á þriðja hundrað grömm af amfetamíni innvortis í rúmlega 60 pakkningum. Honum tókst ekki að losa sig við efnin, meðal annars vegna samgróninga í meltingarvegi eftir aðgerð og lést hann á heimili Malakauskas í Kópavogi. Í framhaldinu var líkið flutt til Neskaupstaðar þar sem það var stungið með hnífi og fleygt í höfnina þar sem það fannst fyrir tilviljun. Saksóknari krafðist þess fyrir Hæstarétti í morgun að þremenningarnir yrðu ekki dæmdir til vægari refsingar en 2 1/2 árs og að Grétar og Jónas Ingi hefðu rætt innflutning á fíknefnum til að bjarga fjármálum. Sem kunnugt er hefur Jónas Ingi alfarið neitað aðild að málinu og segist til dæmis ekki hafa vitað að hann hafi verið með lík aftur í bíl sem hann ók á austur á land, en sú ferð tók daga, né að vita að líkinu hafi verið varpað í sjóinn. Saksóknari nefndi ítrekað að framburð hans væri að engu hafandi og sýndi meðal annars ljósmynd sem tekin var á leiðinni austur þar sem Jónas og Malakauskas sjást í bílnum og skuggi á bak við þá sem var líkið. Verjendur Jónasar og Grétars kröfðust sýknu af öllum ákæruliðum en vægari refsingar til vara, en verjandi Malakauskas krafðist sýknu af ákæru um að koma Jucevicius ekki til hjálpar og illa meðferð á líki, en Malakauskas viðurkenndi að vita um fíkniefnainnflutninginn. Verjandi Malakauskasar sagði að hægt væri að hugsa sér verri meðferð á líki en þarna var viðhöfð. Ekki hafi verið ætlunin að vanvirða líkið heldur leyna fíkniefnainnflutningi og öll lík séu flutt með bílum til greftrunar. Þá lagði verjandi Grétars áherslu á að Jucevicius hefði neitað læknishjálp og fyrst hann taldi sig ekki í vera í þeirri hættu sem raun var hafi sakborningar varla getað gert sér grein fyrir því. Málið hefur verið lagt í dóm og er dóms að vænta á næstu vikum.
Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira