Eftirlaunin umdeildu 26. apríl 2005 00:01 Eftirlaunalög ráðherra og þingmanna eru meðal umdeildustu löggjafa seinni ára. Miklar deilur vöknuðu þegar frumvarpið að þeim var lagt fram á þingi í desember 2003 og aftur gætti mikillar óánægju í byrjun þessa árs þegar Fréttablaðið greindi frá því að sjö fyrrum ráðherrar sem hefðu verið ráðnir til annarra starfa hjá ríkinu væru komnir á eftirlaun, þrátt fyrir að vera á fullum launum. Nokkrir þingmenn og ráðherrar hafa haldið því fram að lagasetningin í árslok 2003 hafi ekkert með það að gera að þingmenn og ráðherrar geti þegið eftirlaun og laun á sama tíma. Síðastur til að lýsa þessari skoðun var Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi: "Ég ætla ekkert að fjalla um það sem er búið að vera í lögum í 30 ár." Þar vísaði hann til þess að í rúma þrjá áratugi hefðu fyrrum ráðherrar getað hafið töku eftirlauna þó þeir væru í launaðri vinnu. Þó gjörbreyttust möguleikar fyrrum ráðherra til töku eftirlauna meðan þeir væru enn í öðru starfi eins við gildistöku nýju laganna. Það sést best á því að þegar Fréttablaðið greindi frá málinu var málum svo komið að aðeins einn þeirra sjö sem voru hafnir töku eftirlauna hefði haft rétt á því samkvæmt fyrri lögum. Lagasetningin breytir því miklu. Átti þetta að koma einhverjum á óvart? Sumir þingmenn hafa gengið svo langt að segja að möguleiki manna til að vera á eftirlaunum og fullum launum á sama tíma hafi komið sér mjög á óvart. Þessar staðhæfingar þingmannanna eru athyglisverðar, ekki síst í ljósi þess að skýrt er kveðið á um það í lögunum sem þeir samþykktu 15. desember 2003 að þingmenn og ráðherrar hefðu eftirlaunarétt þó þeir tækju við öðru starfi. Þetta kemur fram í 19. grein laganna sem er svohljóðandi: "Nú tekur sá sem nýtur eftirlauna samkvæmt lögum þessum við nýju starfi og skerðast þá eftirlaunagreiðslur til hans fram að 65 ára aldri um sem nemur 0,5% af áunnum rétti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem vantar á 65 ára aldur frá því að við starfi er tekið. Sama skerðing verður á eftirlaunum þess sem er í starfi er hann öðlast rétt til eftirlauna samkvæmt lögum þessum. Skerðing greiðslna samkvæmt þessari grein fellur þó niður þegar látið er af starfi." Til nánari útlistanir skulum við líta til hluta þeirra skýringa sem fylgdu með frumvarpinu og fjalla um 19. greinina. Fyrst er fjallað um að þingmenn, ráðherrar og hæstaréttardómarar fái rýmri eftirlaunarétt en aðrir til að draga sig í hlé og rýmka fyrir endurnýjun. Síðan segir orðrétt: "Með þetta í huga og hliðsjón af því að þessi réttindi eru betri en almennt tíðkast er jafnframt eðlilegt að setja skorður við því að þessar breytingar veiti mönnum frekar færi á að auka tekjur sínar með því að hverfa úr starfi sem lög þessi taka til þegar réttindi eru orðin góð og fara á annan starfsvettvang. Þess vegna eru í 18. og 19. gr. sett ákvæði sem skerða greiðslur eftir hinum nýju reglum frumvarpsins um eftirlaunarétt fyrir 65 ára aldur. Eins og fram kemur í 18. gr. má sá er eftirlauna mun njóta samkvæmt þessu frumvarpi ekki hafa með höndum störf sem frumvarpið tekur til. Eins verður sá sem nýtur eftirlauna en tekur við nýju starfi að sæta skerðingu þeirra." Hér er talað um að fyrrum ráðherrar og þingmenn eigi rétt á eftirlaunum þó þeir séu í öðru starfi en þá skerðist þau. Dæmin sýndu hvað gat gerst Lítum nú á dæmin sem voru tiltekin í greinargerðinni með lögunum. Enn sækjum við í skýringar við 19. grein laganna. "Taki t.d. fyrrverandi ráðherra, sem ætti rétt til eftirlauna eftir tólf ára setu í embætti, þ.e. við 55 ára aldur, þegar við nýju starfi verður skerðingin 60% fram að 65 ára aldri. Sama á við ef réttur til eftirlauna stofnast meðan maður er í starfi. Hafi t.d. fyrrverandi alþingismaður horfið af þingi eftir 16 ára setu þar og tekið við nýju starfi skerðast eftirlaun hans er réttur til þeirra verður virkur, þ.e. við 60 ára aldur. Skerðingin nemur þá 30% fram að 65 ára aldri. Skerðing samkvæmt ákvæðum þessarar greinar fellur þó niður ef sá sem eftirlauna nýtur hverfur úr starfi fyrir 65 ára aldur." Þarna segir svart á hvítu að fyrrum ráðherrar geti þegar við 55 ára aldur og þingmenn við 60 ára aldur hafið töku eftirlauna þrátt fyrir að vera á launum annars staðar. Með öðrum orðum: Það sem þingmenn furðuðu sig svo mjög á stóð svart á hvítu í skýringum með lögunum, ljóst hverjum þeim sem lesa vildi. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eftirlaunalög ráðherra og þingmanna eru meðal umdeildustu löggjafa seinni ára. Miklar deilur vöknuðu þegar frumvarpið að þeim var lagt fram á þingi í desember 2003 og aftur gætti mikillar óánægju í byrjun þessa árs þegar Fréttablaðið greindi frá því að sjö fyrrum ráðherrar sem hefðu verið ráðnir til annarra starfa hjá ríkinu væru komnir á eftirlaun, þrátt fyrir að vera á fullum launum. Nokkrir þingmenn og ráðherrar hafa haldið því fram að lagasetningin í árslok 2003 hafi ekkert með það að gera að þingmenn og ráðherrar geti þegið eftirlaun og laun á sama tíma. Síðastur til að lýsa þessari skoðun var Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi: "Ég ætla ekkert að fjalla um það sem er búið að vera í lögum í 30 ár." Þar vísaði hann til þess að í rúma þrjá áratugi hefðu fyrrum ráðherrar getað hafið töku eftirlauna þó þeir væru í launaðri vinnu. Þó gjörbreyttust möguleikar fyrrum ráðherra til töku eftirlauna meðan þeir væru enn í öðru starfi eins við gildistöku nýju laganna. Það sést best á því að þegar Fréttablaðið greindi frá málinu var málum svo komið að aðeins einn þeirra sjö sem voru hafnir töku eftirlauna hefði haft rétt á því samkvæmt fyrri lögum. Lagasetningin breytir því miklu. Átti þetta að koma einhverjum á óvart? Sumir þingmenn hafa gengið svo langt að segja að möguleiki manna til að vera á eftirlaunum og fullum launum á sama tíma hafi komið sér mjög á óvart. Þessar staðhæfingar þingmannanna eru athyglisverðar, ekki síst í ljósi þess að skýrt er kveðið á um það í lögunum sem þeir samþykktu 15. desember 2003 að þingmenn og ráðherrar hefðu eftirlaunarétt þó þeir tækju við öðru starfi. Þetta kemur fram í 19. grein laganna sem er svohljóðandi: "Nú tekur sá sem nýtur eftirlauna samkvæmt lögum þessum við nýju starfi og skerðast þá eftirlaunagreiðslur til hans fram að 65 ára aldri um sem nemur 0,5% af áunnum rétti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem vantar á 65 ára aldur frá því að við starfi er tekið. Sama skerðing verður á eftirlaunum þess sem er í starfi er hann öðlast rétt til eftirlauna samkvæmt lögum þessum. Skerðing greiðslna samkvæmt þessari grein fellur þó niður þegar látið er af starfi." Til nánari útlistanir skulum við líta til hluta þeirra skýringa sem fylgdu með frumvarpinu og fjalla um 19. greinina. Fyrst er fjallað um að þingmenn, ráðherrar og hæstaréttardómarar fái rýmri eftirlaunarétt en aðrir til að draga sig í hlé og rýmka fyrir endurnýjun. Síðan segir orðrétt: "Með þetta í huga og hliðsjón af því að þessi réttindi eru betri en almennt tíðkast er jafnframt eðlilegt að setja skorður við því að þessar breytingar veiti mönnum frekar færi á að auka tekjur sínar með því að hverfa úr starfi sem lög þessi taka til þegar réttindi eru orðin góð og fara á annan starfsvettvang. Þess vegna eru í 18. og 19. gr. sett ákvæði sem skerða greiðslur eftir hinum nýju reglum frumvarpsins um eftirlaunarétt fyrir 65 ára aldur. Eins og fram kemur í 18. gr. má sá er eftirlauna mun njóta samkvæmt þessu frumvarpi ekki hafa með höndum störf sem frumvarpið tekur til. Eins verður sá sem nýtur eftirlauna en tekur við nýju starfi að sæta skerðingu þeirra." Hér er talað um að fyrrum ráðherrar og þingmenn eigi rétt á eftirlaunum þó þeir séu í öðru starfi en þá skerðist þau. Dæmin sýndu hvað gat gerst Lítum nú á dæmin sem voru tiltekin í greinargerðinni með lögunum. Enn sækjum við í skýringar við 19. grein laganna. "Taki t.d. fyrrverandi ráðherra, sem ætti rétt til eftirlauna eftir tólf ára setu í embætti, þ.e. við 55 ára aldur, þegar við nýju starfi verður skerðingin 60% fram að 65 ára aldri. Sama á við ef réttur til eftirlauna stofnast meðan maður er í starfi. Hafi t.d. fyrrverandi alþingismaður horfið af þingi eftir 16 ára setu þar og tekið við nýju starfi skerðast eftirlaun hans er réttur til þeirra verður virkur, þ.e. við 60 ára aldur. Skerðingin nemur þá 30% fram að 65 ára aldri. Skerðing samkvæmt ákvæðum þessarar greinar fellur þó niður ef sá sem eftirlauna nýtur hverfur úr starfi fyrir 65 ára aldur." Þarna segir svart á hvítu að fyrrum ráðherrar geti þegar við 55 ára aldur og þingmenn við 60 ára aldur hafið töku eftirlauna þrátt fyrir að vera á launum annars staðar. Með öðrum orðum: Það sem þingmenn furðuðu sig svo mjög á stóð svart á hvítu í skýringum með lögunum, ljóst hverjum þeim sem lesa vildi. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun