Denver heimtar virðingu 27. apríl 2005 00:01 Lið Denver Nuggets er ekki sátt við blaðaumfjöllun vestra eftir að liðið lagði San Antonio Spurs í fyrsta leik liðanna í sunnudagskvöldið. Fjölmiðlar hafa talað um að það hafi verið Spurs sjálfir sem töpuðu leiknum gegn Denver og gefa ekki mikið fyrir góðan varnarleik gestanna, sem komu mjög á óvart og sigruðu í San Antonio. Enginn hefur trú á okkur Liðin mætast öðru sinni í kvöld og þá munu leikmenn Denver reyna að sanna að sigur í fyrsta leiknum hafi ekki verið nein heppni. "Enginn minnist á okkur í blöðunum út af þessum leik. Við ætlum að nýta okkur það að enginn virðist hafa trú á okkur og berjast eins og ljón. Við erum bara í þessu til að vinna leiki," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Vanur vanmati "Það skiptir ekki máli hvað við stöndum okkur vel í þessari seríu, fólk á bara eftir að tala um hvað San Antonio tókst ekki að gera, því er alveg sama hvað við gerum. Það skiptir mig engu máli, ég er bara 165 cm á hæð og fólk hefur dregið hæfileika mína og getu í efa allt mitt líf. Ég er vanur svona löguðu," sagði Earl Boykins, varaleikstjórnandi Denver. Duncan ekki heill George Karl, þjálfari Denver hefur litlar áhyggjur af umfjöllun fjölmiðla, en hefur meiri áhyggjur af að leika við eitt besta heimalið deildarinnar og því hvernig lið hans á að halda aftur af Tim Duncan. "Það er mikið erfiðara að spila á útivelli í þessari keppni. Þegar maður leikur á heimavelli er eins og leikmennirnir hafi meiri kraft og nái frekar að setja á svið góða sýningu fyrir áhorfendur sína. Þetta er allt mikið erfiðara á útivelli. Það sem við þurfum að gera er að halda áfram að reyna að halda aftur af Duncan. Hann er ekki enn orðinn eins og hann á að sér að vera vegna meiðslanna, en hann mun fara vaxandi í einvíginu. Við getum ekki búist við að fá bara 18 stig of 12 fráköst frá honum í þeim leikjum sem eftir eru. Ég tæki því þó feginshendi," sagði Karl. NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira
Lið Denver Nuggets er ekki sátt við blaðaumfjöllun vestra eftir að liðið lagði San Antonio Spurs í fyrsta leik liðanna í sunnudagskvöldið. Fjölmiðlar hafa talað um að það hafi verið Spurs sjálfir sem töpuðu leiknum gegn Denver og gefa ekki mikið fyrir góðan varnarleik gestanna, sem komu mjög á óvart og sigruðu í San Antonio. Enginn hefur trú á okkur Liðin mætast öðru sinni í kvöld og þá munu leikmenn Denver reyna að sanna að sigur í fyrsta leiknum hafi ekki verið nein heppni. "Enginn minnist á okkur í blöðunum út af þessum leik. Við ætlum að nýta okkur það að enginn virðist hafa trú á okkur og berjast eins og ljón. Við erum bara í þessu til að vinna leiki," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Vanur vanmati "Það skiptir ekki máli hvað við stöndum okkur vel í þessari seríu, fólk á bara eftir að tala um hvað San Antonio tókst ekki að gera, því er alveg sama hvað við gerum. Það skiptir mig engu máli, ég er bara 165 cm á hæð og fólk hefur dregið hæfileika mína og getu í efa allt mitt líf. Ég er vanur svona löguðu," sagði Earl Boykins, varaleikstjórnandi Denver. Duncan ekki heill George Karl, þjálfari Denver hefur litlar áhyggjur af umfjöllun fjölmiðla, en hefur meiri áhyggjur af að leika við eitt besta heimalið deildarinnar og því hvernig lið hans á að halda aftur af Tim Duncan. "Það er mikið erfiðara að spila á útivelli í þessari keppni. Þegar maður leikur á heimavelli er eins og leikmennirnir hafi meiri kraft og nái frekar að setja á svið góða sýningu fyrir áhorfendur sína. Þetta er allt mikið erfiðara á útivelli. Það sem við þurfum að gera er að halda áfram að reyna að halda aftur af Duncan. Hann er ekki enn orðinn eins og hann á að sér að vera vegna meiðslanna, en hann mun fara vaxandi í einvíginu. Við getum ekki búist við að fá bara 18 stig of 12 fráköst frá honum í þeim leikjum sem eftir eru. Ég tæki því þó feginshendi," sagði Karl.
NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira