McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2025 21:23 Verðmætasti leikmaður Serie A steig upp þegar mest á reyndi. SSC NAPOLI/Getty Images Napoli er Ítalíumeistari karla í knattspyrnu. Skotinn Scott McTominay og hinn belgíski Romelu Lukaku skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Cagliari sem tryggði liðinu aðeins sinn annan meistaratitil á þessari öld. Toppliðin tvö, Napoli og Inter, léku lokaleiki sína á tímabilinu í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins var Napoli með einu stigi meira eftir grátlegt jafntefli Inter gegn Lazio í síðustu umferð. Það má segja að það hafi kostað Inter titilinn því liðið vann Como örugglega 2-0 í kvöld og endar því stigi á eftir Napoli. Það var lengi vel markalaust í Napoli en á 42. mínútu dúkkaði McTominay upp á inn á teignum eftir fyrirgjöf Matteo Politano. Skotinn gerði sér lítið fyrir og klippi boltann á lofti í netið af stuttu færi og það ætlaði allt um koll að keyra. Skorar ekki bara með skalla.Image Photo Agency/Getty Images McTominay sem gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið var þarna að skora sitt 13. deildarmark. Ofan á það lagði hann upp sex mörk. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að hann hafi verið valinn verðmætasti leikmaður Serie A á leiktíðinni. Gli MVPs di questa stagione di #SerieAEnilive 🤩@EASPORTSFC @easportsfcit pic.twitter.com/YMK0CPEbN9— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Staðan var 1-0 í hálfleik en snemma í síðari hálfleik gerðu heimamenn út um leikinn. Lukaku með markið eftir sendingu Amir Rrahmani. Sá fyrrnefndi hafði átt erfitt uppdráttar áður en hann gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið en Antonio Conte, þjálfari liðsins, veit hvernig á að ná því besta út úr framherjanum. Skoraði hann 14 mörk í deildinni ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Eftir að staðan varð 2-0 var aldrei spurning hvort Napoli myndi vinna leikinn og eðlilega brutust út mikil fagnaðarlæti þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 2-0 og Napoli Ítalíumeistari árið 2025. CONTE 🫂 LUKAKU#4PARTHENOPE #SCUDETTONAPOLI pic.twitter.com/rayofdaxYB— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Inter komst yfir á 20. mínútu þegar Stefen de Vrij stangaði hornspyrnu Hakan Çalhanoğlu í netið. Gamla brýnið Pepe Reina, markvörður Como, var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld og hann ákvað að auðvelda Inter lífið og fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu út á velli. Dómurinn harður en rautt spjald fór á endanum á loft og Reina endar ferilinn ekki beint á þann hátt sem hann hefði viljað. A dramatic curtain call for Pepe Reina - sent off in his final professional match! 🟥Both sets of fans rose to applaud the Spanish great in his final bow 👏 pic.twitter.com/DE5qpNWUl6— LiveScore (@livescore) May 23, 2025 Joaquin Correa tvöfaldaði forystu Inter snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Lokatölur 2-0 og Inter þarf að sætta sig við annað sæti. Tímabilinu hjá Inter er hins vegar ekki lokið þar sem liðið mætir París Saint-Germain í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 31. maí næstkomandi. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Sjá meira
Toppliðin tvö, Napoli og Inter, léku lokaleiki sína á tímabilinu í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins var Napoli með einu stigi meira eftir grátlegt jafntefli Inter gegn Lazio í síðustu umferð. Það má segja að það hafi kostað Inter titilinn því liðið vann Como örugglega 2-0 í kvöld og endar því stigi á eftir Napoli. Það var lengi vel markalaust í Napoli en á 42. mínútu dúkkaði McTominay upp á inn á teignum eftir fyrirgjöf Matteo Politano. Skotinn gerði sér lítið fyrir og klippi boltann á lofti í netið af stuttu færi og það ætlaði allt um koll að keyra. Skorar ekki bara með skalla.Image Photo Agency/Getty Images McTominay sem gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið var þarna að skora sitt 13. deildarmark. Ofan á það lagði hann upp sex mörk. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að hann hafi verið valinn verðmætasti leikmaður Serie A á leiktíðinni. Gli MVPs di questa stagione di #SerieAEnilive 🤩@EASPORTSFC @easportsfcit pic.twitter.com/YMK0CPEbN9— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Staðan var 1-0 í hálfleik en snemma í síðari hálfleik gerðu heimamenn út um leikinn. Lukaku með markið eftir sendingu Amir Rrahmani. Sá fyrrnefndi hafði átt erfitt uppdráttar áður en hann gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið en Antonio Conte, þjálfari liðsins, veit hvernig á að ná því besta út úr framherjanum. Skoraði hann 14 mörk í deildinni ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Eftir að staðan varð 2-0 var aldrei spurning hvort Napoli myndi vinna leikinn og eðlilega brutust út mikil fagnaðarlæti þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 2-0 og Napoli Ítalíumeistari árið 2025. CONTE 🫂 LUKAKU#4PARTHENOPE #SCUDETTONAPOLI pic.twitter.com/rayofdaxYB— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Inter komst yfir á 20. mínútu þegar Stefen de Vrij stangaði hornspyrnu Hakan Çalhanoğlu í netið. Gamla brýnið Pepe Reina, markvörður Como, var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld og hann ákvað að auðvelda Inter lífið og fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu út á velli. Dómurinn harður en rautt spjald fór á endanum á loft og Reina endar ferilinn ekki beint á þann hátt sem hann hefði viljað. A dramatic curtain call for Pepe Reina - sent off in his final professional match! 🟥Both sets of fans rose to applaud the Spanish great in his final bow 👏 pic.twitter.com/DE5qpNWUl6— LiveScore (@livescore) May 23, 2025 Joaquin Correa tvöfaldaði forystu Inter snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Lokatölur 2-0 og Inter þarf að sætta sig við annað sæti. Tímabilinu hjá Inter er hins vegar ekki lokið þar sem liðið mætir París Saint-Germain í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 31. maí næstkomandi.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Sjá meira