McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2025 21:23 Verðmætasti leikmaður Serie A steig upp þegar mest á reyndi. SSC NAPOLI/Getty Images Napoli er Ítalíumeistari karla í knattspyrnu. Skotinn Scott McTominay og hinn belgíski Romelu Lukaku skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Cagliari sem tryggði liðinu aðeins sinn annan meistaratitil á þessari öld. Toppliðin tvö, Napoli og Inter, léku lokaleiki sína á tímabilinu í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins var Napoli með einu stigi meira eftir grátlegt jafntefli Inter gegn Lazio í síðustu umferð. Það má segja að það hafi kostað Inter titilinn því liðið vann Como örugglega 2-0 í kvöld og endar því stigi á eftir Napoli. Það var lengi vel markalaust í Napoli en á 42. mínútu dúkkaði McTominay upp á inn á teignum eftir fyrirgjöf Matteo Politano. Skotinn gerði sér lítið fyrir og klippi boltann á lofti í netið af stuttu færi og það ætlaði allt um koll að keyra. Skorar ekki bara með skalla.Image Photo Agency/Getty Images McTominay sem gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið var þarna að skora sitt 13. deildarmark. Ofan á það lagði hann upp sex mörk. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að hann hafi verið valinn verðmætasti leikmaður Serie A á leiktíðinni. Gli MVPs di questa stagione di #SerieAEnilive 🤩@EASPORTSFC @easportsfcit pic.twitter.com/YMK0CPEbN9— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Staðan var 1-0 í hálfleik en snemma í síðari hálfleik gerðu heimamenn út um leikinn. Lukaku með markið eftir sendingu Amir Rrahmani. Sá fyrrnefndi hafði átt erfitt uppdráttar áður en hann gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið en Antonio Conte, þjálfari liðsins, veit hvernig á að ná því besta út úr framherjanum. Skoraði hann 14 mörk í deildinni ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Eftir að staðan varð 2-0 var aldrei spurning hvort Napoli myndi vinna leikinn og eðlilega brutust út mikil fagnaðarlæti þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 2-0 og Napoli Ítalíumeistari árið 2025. CONTE 🫂 LUKAKU#4PARTHENOPE #SCUDETTONAPOLI pic.twitter.com/rayofdaxYB— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Inter komst yfir á 20. mínútu þegar Stefen de Vrij stangaði hornspyrnu Hakan Çalhanoğlu í netið. Gamla brýnið Pepe Reina, markvörður Como, var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld og hann ákvað að auðvelda Inter lífið og fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu út á velli. Dómurinn harður en rautt spjald fór á endanum á loft og Reina endar ferilinn ekki beint á þann hátt sem hann hefði viljað. A dramatic curtain call for Pepe Reina - sent off in his final professional match! 🟥Both sets of fans rose to applaud the Spanish great in his final bow 👏 pic.twitter.com/DE5qpNWUl6— LiveScore (@livescore) May 23, 2025 Joaquin Correa tvöfaldaði forystu Inter snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Lokatölur 2-0 og Inter þarf að sætta sig við annað sæti. Tímabilinu hjá Inter er hins vegar ekki lokið þar sem liðið mætir París Saint-Germain í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 31. maí næstkomandi. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Toppliðin tvö, Napoli og Inter, léku lokaleiki sína á tímabilinu í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins var Napoli með einu stigi meira eftir grátlegt jafntefli Inter gegn Lazio í síðustu umferð. Það má segja að það hafi kostað Inter titilinn því liðið vann Como örugglega 2-0 í kvöld og endar því stigi á eftir Napoli. Það var lengi vel markalaust í Napoli en á 42. mínútu dúkkaði McTominay upp á inn á teignum eftir fyrirgjöf Matteo Politano. Skotinn gerði sér lítið fyrir og klippi boltann á lofti í netið af stuttu færi og það ætlaði allt um koll að keyra. Skorar ekki bara með skalla.Image Photo Agency/Getty Images McTominay sem gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið var þarna að skora sitt 13. deildarmark. Ofan á það lagði hann upp sex mörk. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að hann hafi verið valinn verðmætasti leikmaður Serie A á leiktíðinni. Gli MVPs di questa stagione di #SerieAEnilive 🤩@EASPORTSFC @easportsfcit pic.twitter.com/YMK0CPEbN9— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Staðan var 1-0 í hálfleik en snemma í síðari hálfleik gerðu heimamenn út um leikinn. Lukaku með markið eftir sendingu Amir Rrahmani. Sá fyrrnefndi hafði átt erfitt uppdráttar áður en hann gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið en Antonio Conte, þjálfari liðsins, veit hvernig á að ná því besta út úr framherjanum. Skoraði hann 14 mörk í deildinni ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Eftir að staðan varð 2-0 var aldrei spurning hvort Napoli myndi vinna leikinn og eðlilega brutust út mikil fagnaðarlæti þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 2-0 og Napoli Ítalíumeistari árið 2025. CONTE 🫂 LUKAKU#4PARTHENOPE #SCUDETTONAPOLI pic.twitter.com/rayofdaxYB— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Inter komst yfir á 20. mínútu þegar Stefen de Vrij stangaði hornspyrnu Hakan Çalhanoğlu í netið. Gamla brýnið Pepe Reina, markvörður Como, var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld og hann ákvað að auðvelda Inter lífið og fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu út á velli. Dómurinn harður en rautt spjald fór á endanum á loft og Reina endar ferilinn ekki beint á þann hátt sem hann hefði viljað. A dramatic curtain call for Pepe Reina - sent off in his final professional match! 🟥Both sets of fans rose to applaud the Spanish great in his final bow 👏 pic.twitter.com/DE5qpNWUl6— LiveScore (@livescore) May 23, 2025 Joaquin Correa tvöfaldaði forystu Inter snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Lokatölur 2-0 og Inter þarf að sætta sig við annað sæti. Tímabilinu hjá Inter er hins vegar ekki lokið þar sem liðið mætir París Saint-Germain í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 31. maí næstkomandi.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira