Lið ÍBV verður að stöðva Ramune 27. apríl 2005 00:01 Lið Hauka í DHL-deild kvenna í handknattleik getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á ÍBV á Ásvöllum í kvöld. Haukastúlkur eru með afar vænlega stöðu eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum og unnu að auki báðar viðureignir liðanna á Ásvöllum í deildinni í vetur. Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu/KR, til að spá í viðureign kvöldsins. "Satt að segja þá vona ég að ÍBV vinni leikinn á morgun svona upp á einvígið að gera því handboltans vegna væri fúlt ef þetta færi 3-0," sagði Kári. "Það hefur komið mér á óvart að leikirnir hafa verið slakir og sérstaklega sá fyrsti. ÍBV var óheppið í síðasta leik og fór illa með mörg dauðafæri sem kostaði það leikinn." ÍBV lagði mikla áherslu á að stöðva Ramune Pekarskyte í fyrsta leiknum en í síðustu viðureign lék hún lausum hala og skoraði 11 mörk. Kári taldi lykilatriði fyrir Eyjastúlkur að leika 5-1 vörn og taka Ramune úr umferð. "Þær eru það lágvaxnar að þær eiga ekki roð í hana í 6-0 vörninni. Varnarleikurinn hjá ÍBV gekk ágætlega upp í fyrsta leiknum. Liðið fékk fá mörk á sig og Haukarnir voru í vandræðum sóknarlega á móti þessu varnarafbrigði." Kári sagðist alltaf hafa haft á von á að Haukastúlkur myndu bera sigur úr býtum. "ÍBV hefur heldur ekki gengið vel á Ásvöllum og ég er ekki ýkja bjartsýnn á að liðið nái að vinna í kvöld, styrkleikamunurinn er það mikill. Ég vona bara að við fáum góðan leik," sagði Kári Garðarsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Lið Hauka í DHL-deild kvenna í handknattleik getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á ÍBV á Ásvöllum í kvöld. Haukastúlkur eru með afar vænlega stöðu eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum og unnu að auki báðar viðureignir liðanna á Ásvöllum í deildinni í vetur. Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu/KR, til að spá í viðureign kvöldsins. "Satt að segja þá vona ég að ÍBV vinni leikinn á morgun svona upp á einvígið að gera því handboltans vegna væri fúlt ef þetta færi 3-0," sagði Kári. "Það hefur komið mér á óvart að leikirnir hafa verið slakir og sérstaklega sá fyrsti. ÍBV var óheppið í síðasta leik og fór illa með mörg dauðafæri sem kostaði það leikinn." ÍBV lagði mikla áherslu á að stöðva Ramune Pekarskyte í fyrsta leiknum en í síðustu viðureign lék hún lausum hala og skoraði 11 mörk. Kári taldi lykilatriði fyrir Eyjastúlkur að leika 5-1 vörn og taka Ramune úr umferð. "Þær eru það lágvaxnar að þær eiga ekki roð í hana í 6-0 vörninni. Varnarleikurinn hjá ÍBV gekk ágætlega upp í fyrsta leiknum. Liðið fékk fá mörk á sig og Haukarnir voru í vandræðum sóknarlega á móti þessu varnarafbrigði." Kári sagðist alltaf hafa haft á von á að Haukastúlkur myndu bera sigur úr býtum. "ÍBV hefur heldur ekki gengið vel á Ásvöllum og ég er ekki ýkja bjartsýnn á að liðið nái að vinna í kvöld, styrkleikamunurinn er það mikill. Ég vona bara að við fáum góðan leik," sagði Kári Garðarsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira