San Antonio 1 - Denver 1 28. apríl 2005 00:01 San Antonio Spurs mættu ákveðnir til annars leiksins við Denver í nótt og ætluðu greinilega ekki að fara til Denver með tvö töp á bakinu. Spurs voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum í leik tvö og unnu auðveldan 104-76 sigur. Staðan er því jöfn í einvíginu 1-1. Tim Duncan setti tóninn fyrir Spurs á upphafssekúndum leiksins þegar hann keyrði ákveðið upp að körfu Denver og setti niður fyrstu tvær körfur Spurs með því að fara illa með þá Kenyon Martin og Marcus Camby. Eftir þetta var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi, því Spurs héldu öruggri forystu allan leikinn og voru í bílstjórasætinu frá fyrstu mínútu eins og þeir hafa verið þekktir fyrir síðustu ár. "Svona töp eru niðurlægjandi", sagði Carmelo Anthony hjá Denver, sem náði sér ekki á strik í leiknum frekar en aðrir í liðinu, "við vissum að einhverjir í liði þeirra myndu leika betur í öðrum leiknum, en við bjuggumst ekki við að allt liðið myndi bæta sig svona mikið," sagði Anthony. "Við komum inn í leikinn með mikla einbeitingu og fórum í allar okkar aðgerðir af miklum krafti strax frá byrjun. Allri héldu sig við það sem þjálfarinn lagði upp með og þegar allir gera það, erum við mjög erfiðir við að eiga. Eins pössuðum við upp á hraðaupphlaupin þeirra og pössuðum okkur að gleyma okkur ekki í sóknarfráköstunum," sagði Tim Duncan, sem skoraði 24 stig í leiknum. Spurs hittu úr 9 af fyrstu 10 skotum sínum í leiknum og unnu því næst annan fjórðunginn með 20 stiga mun. Denver átti aldrei svar, hvorki sóknarlega né varnarlega, en geta vel við unað í stöðunni 1-1 eftir tvo leiki í San Antonio. Næstu tveir leikir fara fram í Denver. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 24 stig (9 frák, 5 stoðs, 3 varin, hitti úr 11 af 15 skotum), Tony Parker 19 stig (6 stoðs), Manu Ginobili 17 stig, Brent Barry 16 stig (hitti úr öllum 4 þriggja stiga skotum sínum), Beno Udrih 10 stig, Glenn Robinson 7 stig.Atvkvæðamestir hjá Denver:DeMarr Johnson 12 stig, Andre Miller 11 stig (7 stoðs), Carmelo Anthony 10 stig, Marcus Camby 9 stig (12 frák), Wesley Person 8 stig, Earl Boykins 8 stig, Kenyon Martin 7 stig. NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira
San Antonio Spurs mættu ákveðnir til annars leiksins við Denver í nótt og ætluðu greinilega ekki að fara til Denver með tvö töp á bakinu. Spurs voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum í leik tvö og unnu auðveldan 104-76 sigur. Staðan er því jöfn í einvíginu 1-1. Tim Duncan setti tóninn fyrir Spurs á upphafssekúndum leiksins þegar hann keyrði ákveðið upp að körfu Denver og setti niður fyrstu tvær körfur Spurs með því að fara illa með þá Kenyon Martin og Marcus Camby. Eftir þetta var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi, því Spurs héldu öruggri forystu allan leikinn og voru í bílstjórasætinu frá fyrstu mínútu eins og þeir hafa verið þekktir fyrir síðustu ár. "Svona töp eru niðurlægjandi", sagði Carmelo Anthony hjá Denver, sem náði sér ekki á strik í leiknum frekar en aðrir í liðinu, "við vissum að einhverjir í liði þeirra myndu leika betur í öðrum leiknum, en við bjuggumst ekki við að allt liðið myndi bæta sig svona mikið," sagði Anthony. "Við komum inn í leikinn með mikla einbeitingu og fórum í allar okkar aðgerðir af miklum krafti strax frá byrjun. Allri héldu sig við það sem þjálfarinn lagði upp með og þegar allir gera það, erum við mjög erfiðir við að eiga. Eins pössuðum við upp á hraðaupphlaupin þeirra og pössuðum okkur að gleyma okkur ekki í sóknarfráköstunum," sagði Tim Duncan, sem skoraði 24 stig í leiknum. Spurs hittu úr 9 af fyrstu 10 skotum sínum í leiknum og unnu því næst annan fjórðunginn með 20 stiga mun. Denver átti aldrei svar, hvorki sóknarlega né varnarlega, en geta vel við unað í stöðunni 1-1 eftir tvo leiki í San Antonio. Næstu tveir leikir fara fram í Denver. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 24 stig (9 frák, 5 stoðs, 3 varin, hitti úr 11 af 15 skotum), Tony Parker 19 stig (6 stoðs), Manu Ginobili 17 stig, Brent Barry 16 stig (hitti úr öllum 4 þriggja stiga skotum sínum), Beno Udrih 10 stig, Glenn Robinson 7 stig.Atvkvæðamestir hjá Denver:DeMarr Johnson 12 stig, Andre Miller 11 stig (7 stoðs), Carmelo Anthony 10 stig, Marcus Camby 9 stig (12 frák), Wesley Person 8 stig, Earl Boykins 8 stig, Kenyon Martin 7 stig.
NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira