Chicago 2 - Washington 0 28. apríl 2005 00:01 Öflug liðsheild hjá Chicago Bulls er ástæða þess að liðið er komið með mjög góða 2-0 forystu í einvíginu við Washington Wizards, eftir 113-103 sigur í örðum leik liðanna í nótt. Það skemmir hinsvegar ekki fyrir Bulls að vera með menn eins og Kirk Hinrich í liðinu. Hinrich byrjaði ekki vel í leiknum í nótt og lenti í villuvandræðum í byrjun leiks og Washington náði ágætri forystu í leiknum í kjölfarði. Þá skipti Scott Skiles, þjálfari Chicago, varamönnum sínum inn á völlinn og eins og svo oft áður í vetur voru það þeir sem gerðu gæfumuninn og náðu forystunni á ný fyrir Chicago. Síðari hálfleikurinn var síðan eign Kirk Hinrich, sem fór á kostum á lokakafla leiksins og átti svör við öllum áhlaupum Wizards. Hinrich skoraði 34 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gilbert Arenas var sömuleiðs frábær í liði Wizards og skoraði 39 stig eftir að hafa verið dapur í fyrsta leiknum, en það nægði ekki og Chicago hefur þægilegt 2-0 forskot þegar einvígið flyst til Washington. "Ég byrjaði illa og reyndi því að hugsa minn gang og koma aftur inn í leikinn einbeittari. Þegar ég svo fór að hitta aftur, fannst mér eins og ég gæti ekki misst marks og félagar mínir voru að gera mér þetta auðvelt með góðum sendingum," sagði Hirich. Allir leikmenn Washington nefndu Hinrich til sögunnar þegar þeir voru spurðir hvað hefði farið úrskeiðis hjá þeim í leiknum. "Kirk bara sló okkur út af laginu í hvert einasta skipti sem við náðum góðu áhlaupi í leiknum. Ég meina, ég efast um að maðurinn hafi brennt af skoti í síðari hálfleiknum," sagði Arenas gáttaður eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Chicago:Kirk Hinrich 34 stig (hitti úr 12 af 15 skotum), Antonio Davis 18 stig, Ben Gordon 14 stig, Andres Nocioni 10 stig (7 frák), Othella Harrington 8 stig, Jennero Pargo 8 stig, Adrian Griffin 6 stig (7 frák), Eric Piatkowski 6 stig, Chris Duhon 5 stig (8 frák, 7 stoðs).Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 39 stig (6 frák), Larry Hughes 19 stig (10 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Antawn Jamison 18 stig (8 frák), Juan Dixon 12 stig, Brendan Haywood 6 stig (7 frák). NBA Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira
Öflug liðsheild hjá Chicago Bulls er ástæða þess að liðið er komið með mjög góða 2-0 forystu í einvíginu við Washington Wizards, eftir 113-103 sigur í örðum leik liðanna í nótt. Það skemmir hinsvegar ekki fyrir Bulls að vera með menn eins og Kirk Hinrich í liðinu. Hinrich byrjaði ekki vel í leiknum í nótt og lenti í villuvandræðum í byrjun leiks og Washington náði ágætri forystu í leiknum í kjölfarði. Þá skipti Scott Skiles, þjálfari Chicago, varamönnum sínum inn á völlinn og eins og svo oft áður í vetur voru það þeir sem gerðu gæfumuninn og náðu forystunni á ný fyrir Chicago. Síðari hálfleikurinn var síðan eign Kirk Hinrich, sem fór á kostum á lokakafla leiksins og átti svör við öllum áhlaupum Wizards. Hinrich skoraði 34 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gilbert Arenas var sömuleiðs frábær í liði Wizards og skoraði 39 stig eftir að hafa verið dapur í fyrsta leiknum, en það nægði ekki og Chicago hefur þægilegt 2-0 forskot þegar einvígið flyst til Washington. "Ég byrjaði illa og reyndi því að hugsa minn gang og koma aftur inn í leikinn einbeittari. Þegar ég svo fór að hitta aftur, fannst mér eins og ég gæti ekki misst marks og félagar mínir voru að gera mér þetta auðvelt með góðum sendingum," sagði Hirich. Allir leikmenn Washington nefndu Hinrich til sögunnar þegar þeir voru spurðir hvað hefði farið úrskeiðis hjá þeim í leiknum. "Kirk bara sló okkur út af laginu í hvert einasta skipti sem við náðum góðu áhlaupi í leiknum. Ég meina, ég efast um að maðurinn hafi brennt af skoti í síðari hálfleiknum," sagði Arenas gáttaður eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Chicago:Kirk Hinrich 34 stig (hitti úr 12 af 15 skotum), Antonio Davis 18 stig, Ben Gordon 14 stig, Andres Nocioni 10 stig (7 frák), Othella Harrington 8 stig, Jennero Pargo 8 stig, Adrian Griffin 6 stig (7 frák), Eric Piatkowski 6 stig, Chris Duhon 5 stig (8 frák, 7 stoðs).Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 39 stig (6 frák), Larry Hughes 19 stig (10 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Antawn Jamison 18 stig (8 frák), Juan Dixon 12 stig, Brendan Haywood 6 stig (7 frák).
NBA Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira