Vill hækkun á tekjumörkum öryrkja 4. maí 2005 00:01 Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, segist telja skynsamlegt að hækka þau tekjumörk sem öryrkjar mega hafa án þess að örorkubæturnar skerðist. Tekjutryggingaraukanum er þannig háttað nú að hann skerðist frá fyrstu krónu sem viðkomandi fær í tekjur. "Við komumst ekkert í gegnum almannatryggingar án þess að hafa tekjutengingar," sagði Karl Steinar. "Sprengjan sem varð með örorkudómunum snérist mikið um það að skerðingarmörkin voru alltof lág. Ég hygg að það sé skynsamlegt að hækka þau, en hef ekki myndað mér skoðun á hversu mikil sú hækkun ætti að vera." Karl Steinar sagði að þegar rætt væri um mikla fjölgun öryrkja nú mætti halda því til haga að Tryggingastofnun hefðu vakið athygli á þeirri þróun í apríl á síðasta ári með skýrslu sinni. Hins vegar væru það rangfærslur að öryrkjar væru hlutfallslega fleiri hér heldur en á hinum Norðurlöndunum "Eigi að síður gefur þróunin hér ástæður til að athuga málin í heild og hafa uppi úrræði sem duga til þess að forða fólki frá örorku," sagði Karl Steinar. "Þar er starfsendurhæfing mikilvæg. Við tölum fyrir því að reynt verði að hafa áhrif á þessa þróun með aukinni slíka endurhæfingu. Langvarandi atvinnuleysi er heilsuspillandi. Það er nokkuð sem menn verða að átta sig á." "Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að hvetja þurfi menn, en ekki letja, til að fara út á vinnumarkaðinn,"sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. " Ef þetta hlutfall er með þeim hætti að það letur menn til að taka þátt í samfélaginu þá er það eitt af þeim atriðum sem kæmu til skoðunar." Ráðherra kvaðst ekki geta sagt neitt um ákvarðanir í þessum efnum. Hann kvaðst ekki geta breytt þessum mörkum með einu pennastriki. Það yrði að gerast í tengslum við fjárlög og lagabreyting þyrfti að koma til. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, segist telja skynsamlegt að hækka þau tekjumörk sem öryrkjar mega hafa án þess að örorkubæturnar skerðist. Tekjutryggingaraukanum er þannig háttað nú að hann skerðist frá fyrstu krónu sem viðkomandi fær í tekjur. "Við komumst ekkert í gegnum almannatryggingar án þess að hafa tekjutengingar," sagði Karl Steinar. "Sprengjan sem varð með örorkudómunum snérist mikið um það að skerðingarmörkin voru alltof lág. Ég hygg að það sé skynsamlegt að hækka þau, en hef ekki myndað mér skoðun á hversu mikil sú hækkun ætti að vera." Karl Steinar sagði að þegar rætt væri um mikla fjölgun öryrkja nú mætti halda því til haga að Tryggingastofnun hefðu vakið athygli á þeirri þróun í apríl á síðasta ári með skýrslu sinni. Hins vegar væru það rangfærslur að öryrkjar væru hlutfallslega fleiri hér heldur en á hinum Norðurlöndunum "Eigi að síður gefur þróunin hér ástæður til að athuga málin í heild og hafa uppi úrræði sem duga til þess að forða fólki frá örorku," sagði Karl Steinar. "Þar er starfsendurhæfing mikilvæg. Við tölum fyrir því að reynt verði að hafa áhrif á þessa þróun með aukinni slíka endurhæfingu. Langvarandi atvinnuleysi er heilsuspillandi. Það er nokkuð sem menn verða að átta sig á." "Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að hvetja þurfi menn, en ekki letja, til að fara út á vinnumarkaðinn,"sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. " Ef þetta hlutfall er með þeim hætti að það letur menn til að taka þátt í samfélaginu þá er það eitt af þeim atriðum sem kæmu til skoðunar." Ráðherra kvaðst ekki geta sagt neitt um ákvarðanir í þessum efnum. Hann kvaðst ekki geta breytt þessum mörkum með einu pennastriki. Það yrði að gerast í tengslum við fjárlög og lagabreyting þyrfti að koma til.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira