Verður Róbert danskur meistari? 5. maí 2005 00:01 Róbert Gunnarsson og félagar í Aarhus munu spila til úrslita um danska meistaratitilinn í handbolta. Það varð ljóst þegar Aarhus sigraði meistara síðasta árs, GOG, í gær, 38-35, og vann því einvígi liðanna 2-0. Róbert fór hamförum í leiknum og skoraði 11 mörk en Aarhus mætir hinu geysisterka liði Kolding í úrslitum. Það var glatt á hjalla í rútunni hjá leikmönnum Aarhus sem voru á leið heim þegar Fréttablaðið náði tali af Róberti. "Þetta var nokkuð öruggt enda leiddum við leikinn nánast allan tímann og náðum mest sjö marka forystu," sagði Róbert en árangur Aarhus er glæsilegur burtséð frá því hvort liðið fer alla leið og sigrar Kolding í úrslitunum. "Við erum komnir í Meistaradeildina og það er frábær árangur. Þessi árangur er ekki síður glæsilegur þar sem við vorum að slá út sjálfa meistarana og það 2-0. Það er veruleg gleði í Árósum með þennan árangur okkar." Róbert hefur farið mikinn með Aarhus í vetur og var langmarkahæsti leikmaður dönsku deildarinnar í vetur. Það þarf því ekki að koma á óvart að þýska stórliðið Gummersbach sé búið að tryggja sér þjónustu kappans á næstu leiktíð. Það reikna ekki margir með því að Aarhus standi í Kolding í úrslitunum en Róbert segir mikinn hug í honum og félögum hans. "Við höfum fulla trú á okkur. Þeir eru vissulega mjög góðir og mun sigurstranglegri en þessir leikir eru bara bikarúrslitaleikir og þá getur allt gerst. Við mætum óhræddir í úrslitarimmuna enda höfum við allt að vinna en engu að tapa. Ég mun gefa allt sem ég á gegn Kolding og það væri ekki leiðinlegt að kveðja félagið með titli," sagði Róbert Gunnarsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Róbert Gunnarsson og félagar í Aarhus munu spila til úrslita um danska meistaratitilinn í handbolta. Það varð ljóst þegar Aarhus sigraði meistara síðasta árs, GOG, í gær, 38-35, og vann því einvígi liðanna 2-0. Róbert fór hamförum í leiknum og skoraði 11 mörk en Aarhus mætir hinu geysisterka liði Kolding í úrslitum. Það var glatt á hjalla í rútunni hjá leikmönnum Aarhus sem voru á leið heim þegar Fréttablaðið náði tali af Róberti. "Þetta var nokkuð öruggt enda leiddum við leikinn nánast allan tímann og náðum mest sjö marka forystu," sagði Róbert en árangur Aarhus er glæsilegur burtséð frá því hvort liðið fer alla leið og sigrar Kolding í úrslitunum. "Við erum komnir í Meistaradeildina og það er frábær árangur. Þessi árangur er ekki síður glæsilegur þar sem við vorum að slá út sjálfa meistarana og það 2-0. Það er veruleg gleði í Árósum með þennan árangur okkar." Róbert hefur farið mikinn með Aarhus í vetur og var langmarkahæsti leikmaður dönsku deildarinnar í vetur. Það þarf því ekki að koma á óvart að þýska stórliðið Gummersbach sé búið að tryggja sér þjónustu kappans á næstu leiktíð. Það reikna ekki margir með því að Aarhus standi í Kolding í úrslitunum en Róbert segir mikinn hug í honum og félögum hans. "Við höfum fulla trú á okkur. Þeir eru vissulega mjög góðir og mun sigurstranglegri en þessir leikir eru bara bikarúrslitaleikir og þá getur allt gerst. Við mætum óhræddir í úrslitarimmuna enda höfum við allt að vinna en engu að tapa. Ég mun gefa allt sem ég á gegn Kolding og það væri ekki leiðinlegt að kveðja félagið með titli," sagði Róbert Gunnarsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira