Boston 3 - Indiana 3 6. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Einvígi Boston og Indiana hefur verið sannkölluð rússíbanareið og á því varð engin breyting í nótt, þegar Boston knúði fram oddaleik á heimavelli sínum, með 92-89 sigri í framlengingu í Indiana. Leikmenn Boston voru með bakið upp að vegg í leiknum í nótt, því ef þeir hefðu tapað væru þeir komnir í sumarfrí. Antoine Walker var ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og tók af skarið í framlengingunni og tryggði sínum mönnum nauman sigurinn. Kendrick Perkins hjá Boston, fékk tækifæri til að gera út um leikinn á lokasekúndunum með tveimur vítaskotum, en hitti úr hvorugu þeirra og gaf Reggie Miller tækifæri til að skora sigurkörfuna, en skot hans kom hvergi nærri körfunni og því var framlengt. "Þetta var einn villtasti körfuboltaleikur sem ég hef séð á ævi minni," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston eftir leikinn. "Ég var að reyna að þjappa strákunum saman, við vorum að spila í mjög óvinveittu umhverfi, en náðum að þjappa okkur saman og klára þetta," sagði Walker, sem var drjúgur á lokasprettinum eftir að félaga hans Paul Pierce hafði verið vikið af velli með tvær tæknivillur. "Ég brást of harðlega við villu sem var flautuð á mig og missti stjórn á skapi mínu. Það kostaði okkur næstum því sigurinn. Ég veit ekki hvernig mér hefði verið innanbrjósts ef við hefðum tapað leiknum," sagði Pierce, sem var með stigahæstu mönnum í liði Boston, þrátt fyrir að vera sendur í bað. "Við ætlum ekkert að örvænta, það er einn leikur eftir og við getum alveg unnið hann," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana. Atkvæðamestir hjá Boston:Antoine Walker 24 stig (11 frák, 8 tapaðir boltar), Ricky Davis 22 stig, Paul Pierce 20 stig (11 frák, 6 stoðs, 4 stolnir), Al Jefferson 11 stig (14 frák), Gary Payton 8 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 26 stig (10 frák, 5 varin), Stephen Jackson 14 stig, Anthony Johnson 13 stig, Reggie Miller 12 stig, James Jones 8 stig, Jamaal Tinsley 6 stig, Dale Davis 5 stig (14 frák). NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Sjá meira
Einvígi Boston og Indiana hefur verið sannkölluð rússíbanareið og á því varð engin breyting í nótt, þegar Boston knúði fram oddaleik á heimavelli sínum, með 92-89 sigri í framlengingu í Indiana. Leikmenn Boston voru með bakið upp að vegg í leiknum í nótt, því ef þeir hefðu tapað væru þeir komnir í sumarfrí. Antoine Walker var ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og tók af skarið í framlengingunni og tryggði sínum mönnum nauman sigurinn. Kendrick Perkins hjá Boston, fékk tækifæri til að gera út um leikinn á lokasekúndunum með tveimur vítaskotum, en hitti úr hvorugu þeirra og gaf Reggie Miller tækifæri til að skora sigurkörfuna, en skot hans kom hvergi nærri körfunni og því var framlengt. "Þetta var einn villtasti körfuboltaleikur sem ég hef séð á ævi minni," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston eftir leikinn. "Ég var að reyna að þjappa strákunum saman, við vorum að spila í mjög óvinveittu umhverfi, en náðum að þjappa okkur saman og klára þetta," sagði Walker, sem var drjúgur á lokasprettinum eftir að félaga hans Paul Pierce hafði verið vikið af velli með tvær tæknivillur. "Ég brást of harðlega við villu sem var flautuð á mig og missti stjórn á skapi mínu. Það kostaði okkur næstum því sigurinn. Ég veit ekki hvernig mér hefði verið innanbrjósts ef við hefðum tapað leiknum," sagði Pierce, sem var með stigahæstu mönnum í liði Boston, þrátt fyrir að vera sendur í bað. "Við ætlum ekkert að örvænta, það er einn leikur eftir og við getum alveg unnið hann," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana. Atkvæðamestir hjá Boston:Antoine Walker 24 stig (11 frák, 8 tapaðir boltar), Ricky Davis 22 stig, Paul Pierce 20 stig (11 frák, 6 stoðs, 4 stolnir), Al Jefferson 11 stig (14 frák), Gary Payton 8 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 26 stig (10 frák, 5 varin), Stephen Jackson 14 stig, Anthony Johnson 13 stig, Reggie Miller 12 stig, James Jones 8 stig, Jamaal Tinsley 6 stig, Dale Davis 5 stig (14 frák).
NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Sjá meira