Selma farin til Kænugarðs 11. maí 2005 00:01 Selma Björnsdóttir lagði snemma í morgun upp í langferð þar sem áfangastaðurinn er Kænugarður í Úkraínu. Þar mun Selma verða fulltrúi íslensku þjóðarinnar í Eurovision keppninni og flytja lagið If I had your love. Gífurleg spenna er fyrir þessari keppni enda benda flestar spár til þess að laginu muni ganga vel. Rúnar Freyr Gíslason, eiginmaður Selmu, er búinn að vera á stöðugum þeysingi síðustu daga þar sem binda þarf um marga lausa hnúta. "Já, þetta er búið að vera heilmikið stress síðustu daga og ég hef brugðið mér í hlutverk sendils og barnapíu," segir Rúnar Freyr sem var einmitt að sendlast eitthvað fyrir Selmu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Rúnar Freyr verður því einn í kotinu ásamt syni þeirra Selmu, Gísla Birni, um skamma hríð en sjálfur fer leikarinn út á sunnudaginn. Þetta er í annað sinn sem hann fer á þessa keppni. "Það er mjög skemmtileg stemmning á þessari keppni og þeir blaðamenn sem koma eru dolfallnir Eurovision-aðdáendur, eltandi stjörnurnar út um allt," segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann sé orðinn pínulítið spenntur. " Hjartað slær aðeins hraðar," segir hann og hlær. Hann segist ekki mikið vita um Kænugarð en veit þó að þetta sé mjög áhugaverð borg með mikið menningarlíf. "Það verður líka gaman að vera í fríi frá sviðinu, geta staðið til hliðar og bara fylgst með," segir hann og reiknar með því að vera með íslenska fánann í salnum þegar Selma stígur á sviðið. " Svo reyni ég bara að vera góður við hana," bætir hann við og heldur áfram að þeysast um borgina og binda lausu hnútuna. Eurovision Innlent Lífið Menning Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Selma Björnsdóttir lagði snemma í morgun upp í langferð þar sem áfangastaðurinn er Kænugarður í Úkraínu. Þar mun Selma verða fulltrúi íslensku þjóðarinnar í Eurovision keppninni og flytja lagið If I had your love. Gífurleg spenna er fyrir þessari keppni enda benda flestar spár til þess að laginu muni ganga vel. Rúnar Freyr Gíslason, eiginmaður Selmu, er búinn að vera á stöðugum þeysingi síðustu daga þar sem binda þarf um marga lausa hnúta. "Já, þetta er búið að vera heilmikið stress síðustu daga og ég hef brugðið mér í hlutverk sendils og barnapíu," segir Rúnar Freyr sem var einmitt að sendlast eitthvað fyrir Selmu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Rúnar Freyr verður því einn í kotinu ásamt syni þeirra Selmu, Gísla Birni, um skamma hríð en sjálfur fer leikarinn út á sunnudaginn. Þetta er í annað sinn sem hann fer á þessa keppni. "Það er mjög skemmtileg stemmning á þessari keppni og þeir blaðamenn sem koma eru dolfallnir Eurovision-aðdáendur, eltandi stjörnurnar út um allt," segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann sé orðinn pínulítið spenntur. " Hjartað slær aðeins hraðar," segir hann og hlær. Hann segist ekki mikið vita um Kænugarð en veit þó að þetta sé mjög áhugaverð borg með mikið menningarlíf. "Það verður líka gaman að vera í fríi frá sviðinu, geta staðið til hliðar og bara fylgst með," segir hann og reiknar með því að vera með íslenska fánann í salnum þegar Selma stígur á sviðið. " Svo reyni ég bara að vera góður við hana," bætir hann við og heldur áfram að þeysast um borgina og binda lausu hnútuna.
Eurovision Innlent Lífið Menning Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira