Refsiglaðir en úrræðalausir 18. maí 2005 00:01 Ungur körfuboltamaður á Suðurnesjum var á dögunum dæmdur í tveggja ára keppnisbann fyrir að hafa neytt ólöglegra vímuefna. Ungi körfuboltamaðurinn játaði brot sitt fyrir dómstól Íþróttasambands Íslands og sagði í málsvörn sinni að um einangrað tilvik hafi verið að ræða. Fram kemur í dómsorði yfir unga manninum að tveggja ára keppnisbann sé nauðsynlegt – enda sé það í samræmi við reglur sambandsins. Ungi maðurinn á Suðurnesjum má sumsé ekki æfa körfubolta, ekki keppa né gegna trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna. Ekki ber að skilja þetta svo að verið sé að gera lítið úr afbroti körfuboltamannsins eða annarra sem lenda í sömu stöðu. Auðvitað eiga íþróttamenn ekki að neyta eiturlyfja. Það eru hins vegar viðbrögð og viðurlög íþróttahreyfingarinnar sem vekja upp spurningar. Dæmin um þetta eru kannski ekki mörg og raunar er það svolítið skrítið – ekki síst í ljósi þess að minnsta kosti þriðjungur framhaldsskólanema segist einhvern tíma hafa prófað ólögleg vímuefni – á borð við kannabis og amfetamín. Miðað við það hefðu kannski fleiri átt að falla á lyfjaprófum ÍSÍ en líklegt má telja að mál af þessu tagi eigi eftir að koma upp í framtíðinni. Fyrir rétt um áratug kom upp mál af svipuðum toga þegar ungur handboltamann var sakfelldur af sama dómstól og gert að sæta tveggja ára keppnisbanni eftir að amfetamín fannst í blóði hans. Sá var látinn taka pokann sinn og fékk engan stuðning innan íþróttahreyfingarinar til að taka á sínum málum. Kjarni málsins er sá að íþróttahreyfingin virðist ekki hafa nein raunveruleg úrræði þegar vandi af þessu tagi kemur upp og eða vilja til að gera betur. Þegar horft er til þessara tveggja mála er ljóst að ekkert hefur breyst á tíu árum. Enda hefur svo sem ekki mikið verið um þetta talað. Íþróttahreyfingin virðist ef marka má dómsorðið yfir körfuboltamanninum líta svo á að brottrekstur sé eina lausnin og til þess fallin að auka tiltrú og traust almennings á hreyfingunni. Það getur ekki verið besta lausnin að reka ungan íþróttamann og hindra að hann stundi íþróttir – að minnsta kosti ekki ef við trúum því að íþróttaiðkun sé mannbætandi og hafi forvarnargildi þegar kemur að vímuefnaneyslu. Íþróttahreyfingin tekur til sín milljónir af almannafé á hverju ári – meðal annars í ljósi þess hversu mikið forvarnarstarf er unnið innan hennar. Sem er auðvitað satt og rétt – allt þar til mönnum verður á. Við hljótum að gera meiri kröfur til íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar en svo að vandamálinu sé ýtt út af borðinu og látið eins viðkomandi sé ekki lengur til. Væri ekki nær að íþróttahreyfingin sinnti líka forvarnarstörfum þegar íþróttafólkinu verður á í messunni? Hvers vegna er þessu fólki ekki frekar boðið að fara í vímuefnameðferð, það skikkað til að mæta á aa-fundi eða látið inna af hendi samfélagsþjónustu á vegum íþróttafélagsins til dæmis? Þá mætti hugsa sér styttra keppnisbann en hverju þjónar æfingabann? Það á ekki að líða ólöglega lyfjaneyslu innan íþróttanna en spurningin er hvort ískaldur brottrekstur sé eina lausnin. Það skortir á umræðu um þessi mál í þjóðfélaginu. Þetta er ekki einkamál íþróttahreyfingarinnar – sérstaklega ekki þegar hún tekur við almannafé, meðal annars í krafti þess að hún sinni mikilvægu forvarnarstarfi. Verða ekki orð um forvarnir og mannrækt heldur innistæðulaus þegar mönnum dettur ekkert betra í hug en að banna fólki að stunda íþróttir? Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ungur körfuboltamaður á Suðurnesjum var á dögunum dæmdur í tveggja ára keppnisbann fyrir að hafa neytt ólöglegra vímuefna. Ungi körfuboltamaðurinn játaði brot sitt fyrir dómstól Íþróttasambands Íslands og sagði í málsvörn sinni að um einangrað tilvik hafi verið að ræða. Fram kemur í dómsorði yfir unga manninum að tveggja ára keppnisbann sé nauðsynlegt – enda sé það í samræmi við reglur sambandsins. Ungi maðurinn á Suðurnesjum má sumsé ekki æfa körfubolta, ekki keppa né gegna trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna. Ekki ber að skilja þetta svo að verið sé að gera lítið úr afbroti körfuboltamannsins eða annarra sem lenda í sömu stöðu. Auðvitað eiga íþróttamenn ekki að neyta eiturlyfja. Það eru hins vegar viðbrögð og viðurlög íþróttahreyfingarinnar sem vekja upp spurningar. Dæmin um þetta eru kannski ekki mörg og raunar er það svolítið skrítið – ekki síst í ljósi þess að minnsta kosti þriðjungur framhaldsskólanema segist einhvern tíma hafa prófað ólögleg vímuefni – á borð við kannabis og amfetamín. Miðað við það hefðu kannski fleiri átt að falla á lyfjaprófum ÍSÍ en líklegt má telja að mál af þessu tagi eigi eftir að koma upp í framtíðinni. Fyrir rétt um áratug kom upp mál af svipuðum toga þegar ungur handboltamann var sakfelldur af sama dómstól og gert að sæta tveggja ára keppnisbanni eftir að amfetamín fannst í blóði hans. Sá var látinn taka pokann sinn og fékk engan stuðning innan íþróttahreyfingarinar til að taka á sínum málum. Kjarni málsins er sá að íþróttahreyfingin virðist ekki hafa nein raunveruleg úrræði þegar vandi af þessu tagi kemur upp og eða vilja til að gera betur. Þegar horft er til þessara tveggja mála er ljóst að ekkert hefur breyst á tíu árum. Enda hefur svo sem ekki mikið verið um þetta talað. Íþróttahreyfingin virðist ef marka má dómsorðið yfir körfuboltamanninum líta svo á að brottrekstur sé eina lausnin og til þess fallin að auka tiltrú og traust almennings á hreyfingunni. Það getur ekki verið besta lausnin að reka ungan íþróttamann og hindra að hann stundi íþróttir – að minnsta kosti ekki ef við trúum því að íþróttaiðkun sé mannbætandi og hafi forvarnargildi þegar kemur að vímuefnaneyslu. Íþróttahreyfingin tekur til sín milljónir af almannafé á hverju ári – meðal annars í ljósi þess hversu mikið forvarnarstarf er unnið innan hennar. Sem er auðvitað satt og rétt – allt þar til mönnum verður á. Við hljótum að gera meiri kröfur til íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar en svo að vandamálinu sé ýtt út af borðinu og látið eins viðkomandi sé ekki lengur til. Væri ekki nær að íþróttahreyfingin sinnti líka forvarnarstörfum þegar íþróttafólkinu verður á í messunni? Hvers vegna er þessu fólki ekki frekar boðið að fara í vímuefnameðferð, það skikkað til að mæta á aa-fundi eða látið inna af hendi samfélagsþjónustu á vegum íþróttafélagsins til dæmis? Þá mætti hugsa sér styttra keppnisbann en hverju þjónar æfingabann? Það á ekki að líða ólöglega lyfjaneyslu innan íþróttanna en spurningin er hvort ískaldur brottrekstur sé eina lausnin. Það skortir á umræðu um þessi mál í þjóðfélaginu. Þetta er ekki einkamál íþróttahreyfingarinnar – sérstaklega ekki þegar hún tekur við almannafé, meðal annars í krafti þess að hún sinni mikilvægu forvarnarstarfi. Verða ekki orð um forvarnir og mannrækt heldur innistæðulaus þegar mönnum dettur ekkert betra í hug en að banna fólki að stunda íþróttir? Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun