Músafjölskylda í Afgananum 19. maí 2005 00:01 "Ég eltist við tísku og hef alltaf gert, kannski af því að pabbi var svo sniðugur að kaupa föt á okkur Siggu systur í útlöndum. Hann var fatafrík og mamma áskrifandi að Vogue svo við höfðum alltaf flott föt fyrir augunum," segir Guðný. "Dags daglega er ég samt ferlega púkó en jafn gasalega smart þegar ég fer eitthvað. Hér í sveitinni er ég mest á klossum, gallabuxum og bol, svo fer maður í úlpu og setur húfu á hausinn og hettu þar utan yfir. Þetta er hið dæmigerða "mosfellska lúkk". En jú, jú, það er auðvitað alltaf ein og ein fín dama hér innan um." Þessa dagana heldur Guðný mest upp á peysur sem hún keypti sér hjá GR, sem er að hennar mati langflottasta búðin í bænum. "Þetta eru tvær peysur með rennilás, önnur rauð og hin svört. Svo má ég ekki gleyma skónum sem ég keypti hjá Hobbs í London í vor. Þeir eru með fylltum hæl og svona dj... smart og þægilegir, þannig að ég get þanist á þeim um allar jarðir. Af hverju er ekki Hobs-verslun á Íslandi? Það eru allar skóbúðir á Íslandi að selja sömu skóna." Á unglingsárunum átti Guðný ótal uppáhaldsflíkur og sumar á hún enn. "Þetta eru gamlar hippagærur og Afganinn, hann er æðislegur og ég tími ekki að henda honum þó heil músafjölskylda hafi hreiðrað um sig í honum úti í skúr." Guðný er að leita að stað fyrir upptökur á nýrri kvikmynd og var á Snæfellsnesinu um Hvítasunnuna. "Þetta verður eins konar spennumynd sem fjallar um grafalvarleg málefni. Hún á að gerast fyrir 30 árum og fjallar meðal annars um sifjaspell. Það er nokkuð sem grasserar í þjóðfélaginu og verður að uppræta og ég ætla að taka þátt í því átaki fyrir mitt leyti og dætra minna." Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Sjá meira
"Ég eltist við tísku og hef alltaf gert, kannski af því að pabbi var svo sniðugur að kaupa föt á okkur Siggu systur í útlöndum. Hann var fatafrík og mamma áskrifandi að Vogue svo við höfðum alltaf flott föt fyrir augunum," segir Guðný. "Dags daglega er ég samt ferlega púkó en jafn gasalega smart þegar ég fer eitthvað. Hér í sveitinni er ég mest á klossum, gallabuxum og bol, svo fer maður í úlpu og setur húfu á hausinn og hettu þar utan yfir. Þetta er hið dæmigerða "mosfellska lúkk". En jú, jú, það er auðvitað alltaf ein og ein fín dama hér innan um." Þessa dagana heldur Guðný mest upp á peysur sem hún keypti sér hjá GR, sem er að hennar mati langflottasta búðin í bænum. "Þetta eru tvær peysur með rennilás, önnur rauð og hin svört. Svo má ég ekki gleyma skónum sem ég keypti hjá Hobbs í London í vor. Þeir eru með fylltum hæl og svona dj... smart og þægilegir, þannig að ég get þanist á þeim um allar jarðir. Af hverju er ekki Hobs-verslun á Íslandi? Það eru allar skóbúðir á Íslandi að selja sömu skóna." Á unglingsárunum átti Guðný ótal uppáhaldsflíkur og sumar á hún enn. "Þetta eru gamlar hippagærur og Afganinn, hann er æðislegur og ég tími ekki að henda honum þó heil músafjölskylda hafi hreiðrað um sig í honum úti í skúr." Guðný er að leita að stað fyrir upptökur á nýrri kvikmynd og var á Snæfellsnesinu um Hvítasunnuna. "Þetta verður eins konar spennumynd sem fjallar um grafalvarleg málefni. Hún á að gerast fyrir 30 árum og fjallar meðal annars um sifjaspell. Það er nokkuð sem grasserar í þjóðfélaginu og verður að uppræta og ég ætla að taka þátt í því átaki fyrir mitt leyti og dætra minna."
Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Sjá meira