Stúlkur líklega ekki kærðar 19. maí 2005 00:01 Þrjár kínverskar stúlkur sem voru stöðvaðar ásamt ungum kínverskum manni og fylgdarmanni á fimmtugsaldri frá Singapúr eru 15 til 17 ára. Fylgarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Við yfirheyrslur í dag sögðust stúlkurnar vera undir lögaldri og ef það reynist vera rétt má ætla að staða þeirra breytist úr sakborningum í þolendur. Aldur piltsins liggur ekki enn fyrir en ungmennunum hefur verið komið fyrir á gistiheimili í Reykjanesbæ í umsjón lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Talið er að fylgdarmaðurinn, sem fæddur er árið 1961, hafi verið að aðstoða ungmennin við að komast ólöglega til Bandaríkjanna en fólkið var á leið frá Lundúnum til Orlando. Sveinn Andri Sveinsson var lögmaður tveggja stúlknanna og fylgdarmannsins en nú þurfa stúlkurnar hans líklega ekki lengur við. Sveinn segir að við yfirheyrslu eftir hádegi í dag hafi komið í ljós að önnur stúlknanna hafi verið undir lögaldri og þá hafi málið gerbreyst. Menn hafa verið dæmdir í fangelsi hér á landi fyrir að smygla fólki ólöglega á milli landa en ekki eru dæmi um að reynt hafi verið að smygla svo ungu fólki. Ungmennin verða trúlega ekki ákærð fyrir að hafa framvísað vegabréfum sem ekki eru í þeirra eigu eins og venja er í málum sem þessum. Sveinn segir útlit fyrir að sakarefnið sé það að maður hafi aðstoðað við að flytja börn milli landa og réttarkerfið hér á landi líti það mun alvarlegri augum þegar börn eigi í hlut. Líklegt er talið að ungmennin fjögur komi til með að leita hælis hér á landi en útlit er fyrir að þau hafi ekki að neinu að hverfa í heimalandi sínu. Maðurinn var Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins í næstu viku. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Þrjár kínverskar stúlkur sem voru stöðvaðar ásamt ungum kínverskum manni og fylgdarmanni á fimmtugsaldri frá Singapúr eru 15 til 17 ára. Fylgarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Við yfirheyrslur í dag sögðust stúlkurnar vera undir lögaldri og ef það reynist vera rétt má ætla að staða þeirra breytist úr sakborningum í þolendur. Aldur piltsins liggur ekki enn fyrir en ungmennunum hefur verið komið fyrir á gistiheimili í Reykjanesbæ í umsjón lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Talið er að fylgdarmaðurinn, sem fæddur er árið 1961, hafi verið að aðstoða ungmennin við að komast ólöglega til Bandaríkjanna en fólkið var á leið frá Lundúnum til Orlando. Sveinn Andri Sveinsson var lögmaður tveggja stúlknanna og fylgdarmannsins en nú þurfa stúlkurnar hans líklega ekki lengur við. Sveinn segir að við yfirheyrslu eftir hádegi í dag hafi komið í ljós að önnur stúlknanna hafi verið undir lögaldri og þá hafi málið gerbreyst. Menn hafa verið dæmdir í fangelsi hér á landi fyrir að smygla fólki ólöglega á milli landa en ekki eru dæmi um að reynt hafi verið að smygla svo ungu fólki. Ungmennin verða trúlega ekki ákærð fyrir að hafa framvísað vegabréfum sem ekki eru í þeirra eigu eins og venja er í málum sem þessum. Sveinn segir útlit fyrir að sakarefnið sé það að maður hafi aðstoðað við að flytja börn milli landa og réttarkerfið hér á landi líti það mun alvarlegri augum þegar börn eigi í hlut. Líklegt er talið að ungmennin fjögur komi til með að leita hælis hér á landi en útlit er fyrir að þau hafi ekki að neinu að hverfa í heimalandi sínu. Maðurinn var Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins í næstu viku.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira