Ökuníðingar hvergi óhultir 19. maí 2005 00:01 Reykvískir ökuníðingar verða hvergi óhultir í sumar. Lögreglan í Reykjavík ætlar að beita sér sérstaklega gegn hraðakstri í íbúðahverfum og koma hraðamyndavélum fyrir í ómerktum lögreglubílum. Að sögn lögreglunnar hafa margir ökumenn verið stöðvaðir í borginni undanfarið vegna hraðaksturs og telur hún brýnt að bregðast við með hertara eftirliti. Unnið verður að bættu umferðaröryggi í íbúðahverfunum í sumar og er vonast eftir góðri samvinnu borgaranna í þeim efnum. Lögreglan hvetur fólk til að koma með ábendingar um hættulega staði og aðra staði þar sem umferðarhraði er mikill. Við eftirlitið verður notast við hraðamyndavélar í ómerktum lögreglubílum sem staðsettir verða í íbúðahverfunum og einnig verður fylgst með ökumönnum með ratsjármælingum í merktum lögreglubílum. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lykilatriði fyrir lögreglu til að ná árangri sé að vinna með íbúunum og fá upplýsingar um það sem gerist í hverfunum. Lögreglan vilji beina athyglinni meira af þeim þætti en hún hafi gert en hún muni að sjálfsögðu halda áfram hraðamælingum á stofnbrautum. Karl Steinar segir að í öllum hverfum séu hættulegar götur þar sem ökumenn keyri hratt og skapi sjálfum sér og öðrum hættu í umferðinni. Ástandið sé þó misjafnt eftir hverfum. Borgaryfirvöld hafi staðið fyrir aðgerðum á undanförnum árum til þess að lækka hraða og hverfin séu í auknum mæli að verða svæði þar sem 30 kílómetra hraði sé leyfilegur. Það auki öryggi borgaranna og það skipti máli að þeir sjálfir fylgi lögum og reglum. Á þessum svæðum séu skólar og leikskólar og þó að starf fari ekki fram í skólum viti fólk að börn séu úti að leika sér. Hætturnar séu því fyrir hendi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Reykvískir ökuníðingar verða hvergi óhultir í sumar. Lögreglan í Reykjavík ætlar að beita sér sérstaklega gegn hraðakstri í íbúðahverfum og koma hraðamyndavélum fyrir í ómerktum lögreglubílum. Að sögn lögreglunnar hafa margir ökumenn verið stöðvaðir í borginni undanfarið vegna hraðaksturs og telur hún brýnt að bregðast við með hertara eftirliti. Unnið verður að bættu umferðaröryggi í íbúðahverfunum í sumar og er vonast eftir góðri samvinnu borgaranna í þeim efnum. Lögreglan hvetur fólk til að koma með ábendingar um hættulega staði og aðra staði þar sem umferðarhraði er mikill. Við eftirlitið verður notast við hraðamyndavélar í ómerktum lögreglubílum sem staðsettir verða í íbúðahverfunum og einnig verður fylgst með ökumönnum með ratsjármælingum í merktum lögreglubílum. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lykilatriði fyrir lögreglu til að ná árangri sé að vinna með íbúunum og fá upplýsingar um það sem gerist í hverfunum. Lögreglan vilji beina athyglinni meira af þeim þætti en hún hafi gert en hún muni að sjálfsögðu halda áfram hraðamælingum á stofnbrautum. Karl Steinar segir að í öllum hverfum séu hættulegar götur þar sem ökumenn keyri hratt og skapi sjálfum sér og öðrum hættu í umferðinni. Ástandið sé þó misjafnt eftir hverfum. Borgaryfirvöld hafi staðið fyrir aðgerðum á undanförnum árum til þess að lækka hraða og hverfin séu í auknum mæli að verða svæði þar sem 30 kílómetra hraði sé leyfilegur. Það auki öryggi borgaranna og það skipti máli að þeir sjálfir fylgi lögum og reglum. Á þessum svæðum séu skólar og leikskólar og þó að starf fari ekki fram í skólum viti fólk að börn séu úti að leika sér. Hætturnar séu því fyrir hendi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira