Færeyingar slakir 22. maí 2005 00:01 Íslenska landsliðið í handknattleik spilaði tvo æfingaleiki við Færeyinga um helgina og voru leikirnir liður í undirbúningi liðsins fyrir umspilsleikina við Hvít-Rússa í sumar. Lið Íslands var eingöngu skipað leikmönnum sem leika hérlendis og eftir auðveldan sigur í fyrri leiknum á laugardag sigruðu Íslendingar aftur í Þórshöfn í gær, 36-27, eftir að staðan hafði verið 18-8 í hálfleik. Þórir Ólafsson og Baldvin Þorsteinsson voru markahæstir í íslenska liðinu í gær með níu mörk hvor og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sex mörk. Það var Birkir Ívar Guðmundsson sem lagði grunninn að góðum sigri íslenska liðsins með því að verja 14 skot í fyrri hálfleiknum, sem skilaði mörgum hraðaupphlaupum sem kafsigldu heimamenn. "Strákarnir léku mjög vel og ég er mjög sáttur við þessa tvo leiki hérna um helgina," sagði Viggó Sigurðsson, sem þó hefði eflaust óskað sér meiri mótspyrnu fyrir lið sitt. "Færeyingarnir voru slakari en ég átti von á, þeir voru með sitt A-lið og ég verð að segja að ég átti von á meiru frá þeim. Þetta gekk heilt yfir bara mjög vel hjá okkur í sókn og vörn. Við spiluðum 5-1 vörn allan tímann og ætlum að reyna að byggja á því," sagði Viggó, sem mun á miðvikudaginn tilkynna liðið sem mætir Hvít-Rússum í umspilinu um sæti á EM. Kvennalandsliðið lék einnig síðari leik sinn við Færeyinga í gær og hafði auðveldan sigur 24-14, þar sem Hekla Daðadóttir var markahæst með sjö mörk. Íslenski handboltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik spilaði tvo æfingaleiki við Færeyinga um helgina og voru leikirnir liður í undirbúningi liðsins fyrir umspilsleikina við Hvít-Rússa í sumar. Lið Íslands var eingöngu skipað leikmönnum sem leika hérlendis og eftir auðveldan sigur í fyrri leiknum á laugardag sigruðu Íslendingar aftur í Þórshöfn í gær, 36-27, eftir að staðan hafði verið 18-8 í hálfleik. Þórir Ólafsson og Baldvin Þorsteinsson voru markahæstir í íslenska liðinu í gær með níu mörk hvor og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sex mörk. Það var Birkir Ívar Guðmundsson sem lagði grunninn að góðum sigri íslenska liðsins með því að verja 14 skot í fyrri hálfleiknum, sem skilaði mörgum hraðaupphlaupum sem kafsigldu heimamenn. "Strákarnir léku mjög vel og ég er mjög sáttur við þessa tvo leiki hérna um helgina," sagði Viggó Sigurðsson, sem þó hefði eflaust óskað sér meiri mótspyrnu fyrir lið sitt. "Færeyingarnir voru slakari en ég átti von á, þeir voru með sitt A-lið og ég verð að segja að ég átti von á meiru frá þeim. Þetta gekk heilt yfir bara mjög vel hjá okkur í sókn og vörn. Við spiluðum 5-1 vörn allan tímann og ætlum að reyna að byggja á því," sagði Viggó, sem mun á miðvikudaginn tilkynna liðið sem mætir Hvít-Rússum í umspilinu um sæti á EM. Kvennalandsliðið lék einnig síðari leik sinn við Færeyinga í gær og hafði auðveldan sigur 24-14, þar sem Hekla Daðadóttir var markahæst með sjö mörk.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira