Endurskoða lög um kynferðisbrot 27. maí 2005 00:01 Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur falið Ragnheiði Bragadóttir lagaprófessor að semja drög að frumvarpi um breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Um er að ræða þau ákvæði sem eru um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði tekið til umfjöllunar í ráðuneytinu í haust og lagt fram á Alþingi næsta vetur. Björn greindi frá þessu á fjölmennum morgunverðarfundi í gær sem haldinn var að frumkvæði aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi. Björn sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að það skipti miklu máli að tekið verði mið af alþjóðlegri þróun, íslenskri lagahefð og þeim grunni sem almennu hegningarlögin hvíla á. "Ekki má rasa um ráð fram við breytingar á hegningarlögunum þótt þau verði að sjálfsögðu að svara kalli tímans," sagði Björn meðal annars. Drífa Snædal, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, sagðist fagna yfirlýsingu ráðherra. "Þetta hefur lengi verið baráttumál kvennahreyfingarinnar." Hún var jafnframt mjög ánægð með jákvæð viðbrögð frá fulltrúum annarra ráðuneyta en bætti því við að ekki væri nóg að setja lög, það yrði samhliða að huga að félagslegum úrræðum. Drífa kynnti á sama fundi áætlun aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi sem var samin eftir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem efnt var til í vetur. Áætlunina má finna á vef Kvennaathvarfsins, www.kvennaathvarf.is. Þar er til að mynda lagt til að neyðarmóttaka verði styrkt, að fórnarlömbum verði gefinn kostur á fjárhagslegum stuðningi og að allt starfsfólk dómstóla, saksóknara og löggæslu verði frætt um kynbundið ofbeldi. Einnig kom fram í máli Björns á fundinum að hann hafi óskað eftir áliti frá refsiréttarnefnd um það hvort setja ætti sérrefsiákvæði um heimilisofbeldi í almenn hegningarlög. Björn kveðst eiga von á álitinu á næstu vikum. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur falið Ragnheiði Bragadóttir lagaprófessor að semja drög að frumvarpi um breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Um er að ræða þau ákvæði sem eru um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði tekið til umfjöllunar í ráðuneytinu í haust og lagt fram á Alþingi næsta vetur. Björn greindi frá þessu á fjölmennum morgunverðarfundi í gær sem haldinn var að frumkvæði aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi. Björn sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að það skipti miklu máli að tekið verði mið af alþjóðlegri þróun, íslenskri lagahefð og þeim grunni sem almennu hegningarlögin hvíla á. "Ekki má rasa um ráð fram við breytingar á hegningarlögunum þótt þau verði að sjálfsögðu að svara kalli tímans," sagði Björn meðal annars. Drífa Snædal, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, sagðist fagna yfirlýsingu ráðherra. "Þetta hefur lengi verið baráttumál kvennahreyfingarinnar." Hún var jafnframt mjög ánægð með jákvæð viðbrögð frá fulltrúum annarra ráðuneyta en bætti því við að ekki væri nóg að setja lög, það yrði samhliða að huga að félagslegum úrræðum. Drífa kynnti á sama fundi áætlun aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi sem var samin eftir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem efnt var til í vetur. Áætlunina má finna á vef Kvennaathvarfsins, www.kvennaathvarf.is. Þar er til að mynda lagt til að neyðarmóttaka verði styrkt, að fórnarlömbum verði gefinn kostur á fjárhagslegum stuðningi og að allt starfsfólk dómstóla, saksóknara og löggæslu verði frætt um kynbundið ofbeldi. Einnig kom fram í máli Björns á fundinum að hann hafi óskað eftir áliti frá refsiréttarnefnd um það hvort setja ætti sérrefsiákvæði um heimilisofbeldi í almenn hegningarlög. Björn kveðst eiga von á álitinu á næstu vikum.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira