Greiðslan er hrikalega flott 1. júní 2005 00:01 Handknattleikskappinn Róbert Gunnarsson hefur ekki bara vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu á handboltavellinum í Danmörku í vetur. Greiðslurnar sem hann hefur skartað hafa einnig vakið gríðarlega athygli enda margar hverjar mjög frumlegar. Engin hefur þó vakið eins mikla athygli og nýjasta greiðslan sem Róbert hefur verið með í úrslitakeppninni en hann er alveg snoðaður fyrir utan skott sem lafir úr hvirflinum og aftur á hnakka. „Þessi greiðsla er hönnuð á heimilinu en unnusta mín sá um að klippa mig," sagði Róbert hlæjandi en hver er hugsunin á bak við greiðsluna? „Það er bara að vera eins og stríðsmaður en um leið frumlegur. Blöðin hérna í Danmörku kalla greiðsluna móhíkanann." Það verður ekki tekið af Róbert að greiðslan er ákaflega frumleg og Árbæingurinn siglir ekki með straumnum þegar kemur að vali á hárgreiðslu en ætli félagar hans í liðinu geri grín að honum? „Ungu strákunum í liðinu fannst greiðslan „cool" en gömlu köllunum fannst hún ömurleg. Mér finnst hún persónulega hrikalega flott," sagði Róbert og skellihló. „Ég held þessari greiðslu eitthvað áfram og það verður gaman að mæta á landsliðsæfingu á miðvikudaginn og heyra hvað strákarnir segja." Róbert hefur einnig verið með sítt að aftan og vakti sú greiðsla ekki síður athygli. Þjálfari Róberts hjá Aarhus, Erik Veje Rasmussen, gefur að sögn Róberts, lítið fyrir greiðslurnar þótt hann verði seint talinn með „töff" klippingu sjálfur. „Hann var látinn meta kosti og galla leikmanna í blöðunum um daginn og það sem hann hafði neikvætt að segja um mig var að ég hefði hræðilegan hárgreiðslumann," sagði Róbert. Íslenski handboltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Sjá meira
Handknattleikskappinn Róbert Gunnarsson hefur ekki bara vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu á handboltavellinum í Danmörku í vetur. Greiðslurnar sem hann hefur skartað hafa einnig vakið gríðarlega athygli enda margar hverjar mjög frumlegar. Engin hefur þó vakið eins mikla athygli og nýjasta greiðslan sem Róbert hefur verið með í úrslitakeppninni en hann er alveg snoðaður fyrir utan skott sem lafir úr hvirflinum og aftur á hnakka. „Þessi greiðsla er hönnuð á heimilinu en unnusta mín sá um að klippa mig," sagði Róbert hlæjandi en hver er hugsunin á bak við greiðsluna? „Það er bara að vera eins og stríðsmaður en um leið frumlegur. Blöðin hérna í Danmörku kalla greiðsluna móhíkanann." Það verður ekki tekið af Róbert að greiðslan er ákaflega frumleg og Árbæingurinn siglir ekki með straumnum þegar kemur að vali á hárgreiðslu en ætli félagar hans í liðinu geri grín að honum? „Ungu strákunum í liðinu fannst greiðslan „cool" en gömlu köllunum fannst hún ömurleg. Mér finnst hún persónulega hrikalega flott," sagði Róbert og skellihló. „Ég held þessari greiðslu eitthvað áfram og það verður gaman að mæta á landsliðsæfingu á miðvikudaginn og heyra hvað strákarnir segja." Róbert hefur einnig verið með sítt að aftan og vakti sú greiðsla ekki síður athygli. Þjálfari Róberts hjá Aarhus, Erik Veje Rasmussen, gefur að sögn Róberts, lítið fyrir greiðslurnar þótt hann verði seint talinn með „töff" klippingu sjálfur. „Hann var látinn meta kosti og galla leikmanna í blöðunum um daginn og það sem hann hafði neikvætt að segja um mig var að ég hefði hræðilegan hárgreiðslumann," sagði Róbert.
Íslenski handboltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Sjá meira