Greiðslan er hrikalega flott 1. júní 2005 00:01 Handknattleikskappinn Róbert Gunnarsson hefur ekki bara vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu á handboltavellinum í Danmörku í vetur. Greiðslurnar sem hann hefur skartað hafa einnig vakið gríðarlega athygli enda margar hverjar mjög frumlegar. Engin hefur þó vakið eins mikla athygli og nýjasta greiðslan sem Róbert hefur verið með í úrslitakeppninni en hann er alveg snoðaður fyrir utan skott sem lafir úr hvirflinum og aftur á hnakka. „Þessi greiðsla er hönnuð á heimilinu en unnusta mín sá um að klippa mig," sagði Róbert hlæjandi en hver er hugsunin á bak við greiðsluna? „Það er bara að vera eins og stríðsmaður en um leið frumlegur. Blöðin hérna í Danmörku kalla greiðsluna móhíkanann." Það verður ekki tekið af Róbert að greiðslan er ákaflega frumleg og Árbæingurinn siglir ekki með straumnum þegar kemur að vali á hárgreiðslu en ætli félagar hans í liðinu geri grín að honum? „Ungu strákunum í liðinu fannst greiðslan „cool" en gömlu köllunum fannst hún ömurleg. Mér finnst hún persónulega hrikalega flott," sagði Róbert og skellihló. „Ég held þessari greiðslu eitthvað áfram og það verður gaman að mæta á landsliðsæfingu á miðvikudaginn og heyra hvað strákarnir segja." Róbert hefur einnig verið með sítt að aftan og vakti sú greiðsla ekki síður athygli. Þjálfari Róberts hjá Aarhus, Erik Veje Rasmussen, gefur að sögn Róberts, lítið fyrir greiðslurnar þótt hann verði seint talinn með „töff" klippingu sjálfur. „Hann var látinn meta kosti og galla leikmanna í blöðunum um daginn og það sem hann hafði neikvætt að segja um mig var að ég hefði hræðilegan hárgreiðslumann," sagði Róbert. Íslenski handboltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Handknattleikskappinn Róbert Gunnarsson hefur ekki bara vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu á handboltavellinum í Danmörku í vetur. Greiðslurnar sem hann hefur skartað hafa einnig vakið gríðarlega athygli enda margar hverjar mjög frumlegar. Engin hefur þó vakið eins mikla athygli og nýjasta greiðslan sem Róbert hefur verið með í úrslitakeppninni en hann er alveg snoðaður fyrir utan skott sem lafir úr hvirflinum og aftur á hnakka. „Þessi greiðsla er hönnuð á heimilinu en unnusta mín sá um að klippa mig," sagði Róbert hlæjandi en hver er hugsunin á bak við greiðsluna? „Það er bara að vera eins og stríðsmaður en um leið frumlegur. Blöðin hérna í Danmörku kalla greiðsluna móhíkanann." Það verður ekki tekið af Róbert að greiðslan er ákaflega frumleg og Árbæingurinn siglir ekki með straumnum þegar kemur að vali á hárgreiðslu en ætli félagar hans í liðinu geri grín að honum? „Ungu strákunum í liðinu fannst greiðslan „cool" en gömlu köllunum fannst hún ömurleg. Mér finnst hún persónulega hrikalega flott," sagði Róbert og skellihló. „Ég held þessari greiðslu eitthvað áfram og það verður gaman að mæta á landsliðsæfingu á miðvikudaginn og heyra hvað strákarnir segja." Róbert hefur einnig verið með sítt að aftan og vakti sú greiðsla ekki síður athygli. Þjálfari Róberts hjá Aarhus, Erik Veje Rasmussen, gefur að sögn Róberts, lítið fyrir greiðslurnar þótt hann verði seint talinn með „töff" klippingu sjálfur. „Hann var látinn meta kosti og galla leikmanna í blöðunum um daginn og það sem hann hafði neikvætt að segja um mig var að ég hefði hræðilegan hárgreiðslumann," sagði Róbert.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira