Vilja þyngri dóma í mansalsmálum 3. júní 2005 00:01 Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur á rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að taka á öllum málum tengdum mansali, þar sem konur um allan heim eru oftar en ekki fórnarlömb, af ákveðni og hörku. "Ég benti á það þegar þessi mál fóru að koma í vaxandi mæli við sögu hér á landi að það væri nauðsynlegt gefa þau skilaboð til glæpamanna sem að mansali standa, að flutningsleið með fólk um Ísland sé vondur kostur". Kristín dregur í efa að þau fordæmi sem dómar í þessum málum hafi verið nógu sterk skilboð. "Ég gagnrýndi það á sínum tíma hvers vegna ekki væri tekið harðar á þessum málum, líkt og gert er í löndum í kringum okkur, en þá gáfu dómstólar tóninn með því að dæma mann fyrir brot sem tengdist mansali, í fimm mánaða fangelsi". Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Ísland, þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, segir ekki þeirra að dæma um hvort refsingarnar séu nógu harðar en það sé alveg ljóst að Ísland verði að hafa skýra stefnu hvað þessi mál varðar. "Það verður að taka ákveðið á þessum málum hjá dómstólum, en það verður líka að huga að vandanum í víðara samhengi og taka þátt í því alþjóðlega starfi sem unnið er til þess að stemma stigum við þeim djúpstæða og umfangsmikla vanda sem mansalið er". Jónatan Þórmundsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að tekið sé á þessum málum með svipuðum hætti og gert er í löndum í kringum okkur. "Það er óheppilegt að dæmt sé með öðrum hætti hér á Íslandi, heldur en til dæmis í nágrannlöndunum, því þá fara glæpamennirnir að leita eftir því að fara hér í gegn, þar sem hér eru vægari refsingar við þess háttar brotum. Þetta hefur gerst í fíkniefnamálunum annars staðar í heiminum, og það er ekki eftirsóknavert að skapa griðland fyrir þessa starfsemi hér á landi. Samræmi milli ríkja í þessum málum er því afar mikilvægt". Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur á rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að taka á öllum málum tengdum mansali, þar sem konur um allan heim eru oftar en ekki fórnarlömb, af ákveðni og hörku. "Ég benti á það þegar þessi mál fóru að koma í vaxandi mæli við sögu hér á landi að það væri nauðsynlegt gefa þau skilaboð til glæpamanna sem að mansali standa, að flutningsleið með fólk um Ísland sé vondur kostur". Kristín dregur í efa að þau fordæmi sem dómar í þessum málum hafi verið nógu sterk skilboð. "Ég gagnrýndi það á sínum tíma hvers vegna ekki væri tekið harðar á þessum málum, líkt og gert er í löndum í kringum okkur, en þá gáfu dómstólar tóninn með því að dæma mann fyrir brot sem tengdist mansali, í fimm mánaða fangelsi". Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Ísland, þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, segir ekki þeirra að dæma um hvort refsingarnar séu nógu harðar en það sé alveg ljóst að Ísland verði að hafa skýra stefnu hvað þessi mál varðar. "Það verður að taka ákveðið á þessum málum hjá dómstólum, en það verður líka að huga að vandanum í víðara samhengi og taka þátt í því alþjóðlega starfi sem unnið er til þess að stemma stigum við þeim djúpstæða og umfangsmikla vanda sem mansalið er". Jónatan Þórmundsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að tekið sé á þessum málum með svipuðum hætti og gert er í löndum í kringum okkur. "Það er óheppilegt að dæmt sé með öðrum hætti hér á Íslandi, heldur en til dæmis í nágrannlöndunum, því þá fara glæpamennirnir að leita eftir því að fara hér í gegn, þar sem hér eru vægari refsingar við þess háttar brotum. Þetta hefur gerst í fíkniefnamálunum annars staðar í heiminum, og það er ekki eftirsóknavert að skapa griðland fyrir þessa starfsemi hér á landi. Samræmi milli ríkja í þessum málum er því afar mikilvægt".
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira