Afhverju þessi slæma ímynd? 5. júní 2005 00:01 "Ég er jafnréttissinni en ég er sko alls enginn feministi!!" Þetta eru orð sem heyrast allt of oft koma út úr skoltinum á ólíklegasta fólki og alveg jafn mikið er um þessa ranghugmynd hjá bæði konum og körlum. Feminismi er skilgreindur af Feministafélagi Íslands þannig að sá sem áttar sig á því að jafnrétti hefur ekki enn verið náð og vill leggja sitt af mörkum til að sjá breytingar til hins betra, er feministi. Í orðabókum er feminismi oftast skilgreindur þannig að sá sem vill að konur og karlar fái jöfn tækifæri á öllum sviðum sé feministi. Hvað er þetta annað en að vera jafnréttissinni og hvað í ósköpunum er slæmt við það? Það er hreint og beint sorglegt að heyra fólk lýsa yfir neikvæðu áliti á feminisma, sérstaklega ungar stúlkur. Það virðist vera að þær átti sig ekki einu sinni á því hvað feministar fortíðarinnar hafa gert mikið fyrir þær. Þær eiga að vera þakklátar, því hvar væru konur án feminisma? Væru ungar stúlkur kannski enn að þrífa húsin með mæðrum sínum í stað þess að ganga í skóla með drengjunum? Væru konur nútíðarinnar enn taldar óhæfar til að eiga eignir eða ráða yfir fjármunum sínum? Mættu konur ekki kjósa? Jú, sú er einmitt raunin. Þetta eru réttindi sem feministar hafa barist fyrir í aldanna rás og þetta eru nokkur atriði af mörgum sem þeir hafa fengið breytt. Af hverju þá þessi slæma ímynd? Af hverju fordæmir fólk hópa sem berjast fyrir mannréttindum eins og þessum? Ég hef nokkrum sinnum heyrt einstaklinga lýsa yfir vandlætingu sinni á einstökum aðgerðum Feministafélagsins sem ég hef reyndar persónulega alls ekkert út á að setja þar sem ég tel að róttækar aðgerðir þurfi til að breytingar náist. En hins vegar dæmir fólk allan hópinn út frá einstakri aðgerð og alla hugmyndafræðina á bak við hugtakið feminismi. Ég tel það rangt að draga ályktanir á þennan hátt. Málið er að feministar eru jafn ólíkir og þeir eru margir og alls ekkert allir sammála um hvern einn og einasta hlut. Ef hins vegar einstaklingur er sammála skilgreiningunni hér fyrir ofan um feminisma, þá er hinn sami feministi. Viltu jafnrétti? Viltu gera eitthvað til þess að karlmenn og konur hafi jöfn tækifæri og ekki halli á annað kynið? Þá ertu feministi og þú skalt ekki voga þér að skammast þín fyrir að flokkast undir þá skilgreiningu. Berðu nafnbótina með stolti! Það sem virkilega skortir að mínu mati er fræðsla í skólum um feminisma. Ég lærði varla neitt um feminisma í skóla, hvorki grunnskóla né framhaldsskóla nema ég sæktist sérstaklega eftir því. Fyrir utan stutta umfjöllun um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og það er einfaldlega ekki nóg þó svo að stórkostlegur kvenskörungur hafi verið þar á ferð. Það þarf að útrýma þeim miklu fordómum sem feministar þurfa að lifa við. Fordómar spretta upp vegna vanþekkingar og einskis annars og þess vegna er nauðsynlegt að fræða krakka um grundvallarhugmyndir feminisma. Fyrir stuttu skrifaði ég grein um fegurðarsamkeppnir og gagnrýndi þær. Umsvifalaust var ég í kommentum á vefnum stimpluð gömul, feit, ljót, bitur og að sjálfsögðu feministi. Einungis það síðastnefnda er sannleikanum samkvæmt og það virtist óhjákvæmilegt að orðin feit, ljót, bitur og gömul fylgdu feministastimplinum. Ég er aðeins 22 ára gömul, sennilega undir kjörþyngd ef eitthvað er og alls ekkert ljótari en annað fólk að ég tel. Það er ekki aðeins feitt fólk sem gagnrýnir staðalímyndir. Það er ekki einungis ljótt og biturt fólk sem sér hið fáránlega við fegurðarsamkeppnir og það er ekki einungis gamalt fólk sem hefur gagnrýna hugsun og skoðanir sem það er óhrætt við að láta í ljós. Feministar eru heldur ekki einungis konur og þeir berjast ekki bara fyrir réttindum kvenna. Þeir berjast fyrir jafnrétti, sem fæst einungis með því að berjast fyrir réttindum þeirra sem hallar á. Því miður eru það í allt of mörgum og jafnvel flestum tilfellum konur. Feministar eiga hvorki fordóma né neikvætt viðhorf skilið. Borghildur Gunnarsdóttir -hilda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borghildur Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
"Ég er jafnréttissinni en ég er sko alls enginn feministi!!" Þetta eru orð sem heyrast allt of oft koma út úr skoltinum á ólíklegasta fólki og alveg jafn mikið er um þessa ranghugmynd hjá bæði konum og körlum. Feminismi er skilgreindur af Feministafélagi Íslands þannig að sá sem áttar sig á því að jafnrétti hefur ekki enn verið náð og vill leggja sitt af mörkum til að sjá breytingar til hins betra, er feministi. Í orðabókum er feminismi oftast skilgreindur þannig að sá sem vill að konur og karlar fái jöfn tækifæri á öllum sviðum sé feministi. Hvað er þetta annað en að vera jafnréttissinni og hvað í ósköpunum er slæmt við það? Það er hreint og beint sorglegt að heyra fólk lýsa yfir neikvæðu áliti á feminisma, sérstaklega ungar stúlkur. Það virðist vera að þær átti sig ekki einu sinni á því hvað feministar fortíðarinnar hafa gert mikið fyrir þær. Þær eiga að vera þakklátar, því hvar væru konur án feminisma? Væru ungar stúlkur kannski enn að þrífa húsin með mæðrum sínum í stað þess að ganga í skóla með drengjunum? Væru konur nútíðarinnar enn taldar óhæfar til að eiga eignir eða ráða yfir fjármunum sínum? Mættu konur ekki kjósa? Jú, sú er einmitt raunin. Þetta eru réttindi sem feministar hafa barist fyrir í aldanna rás og þetta eru nokkur atriði af mörgum sem þeir hafa fengið breytt. Af hverju þá þessi slæma ímynd? Af hverju fordæmir fólk hópa sem berjast fyrir mannréttindum eins og þessum? Ég hef nokkrum sinnum heyrt einstaklinga lýsa yfir vandlætingu sinni á einstökum aðgerðum Feministafélagsins sem ég hef reyndar persónulega alls ekkert út á að setja þar sem ég tel að róttækar aðgerðir þurfi til að breytingar náist. En hins vegar dæmir fólk allan hópinn út frá einstakri aðgerð og alla hugmyndafræðina á bak við hugtakið feminismi. Ég tel það rangt að draga ályktanir á þennan hátt. Málið er að feministar eru jafn ólíkir og þeir eru margir og alls ekkert allir sammála um hvern einn og einasta hlut. Ef hins vegar einstaklingur er sammála skilgreiningunni hér fyrir ofan um feminisma, þá er hinn sami feministi. Viltu jafnrétti? Viltu gera eitthvað til þess að karlmenn og konur hafi jöfn tækifæri og ekki halli á annað kynið? Þá ertu feministi og þú skalt ekki voga þér að skammast þín fyrir að flokkast undir þá skilgreiningu. Berðu nafnbótina með stolti! Það sem virkilega skortir að mínu mati er fræðsla í skólum um feminisma. Ég lærði varla neitt um feminisma í skóla, hvorki grunnskóla né framhaldsskóla nema ég sæktist sérstaklega eftir því. Fyrir utan stutta umfjöllun um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og það er einfaldlega ekki nóg þó svo að stórkostlegur kvenskörungur hafi verið þar á ferð. Það þarf að útrýma þeim miklu fordómum sem feministar þurfa að lifa við. Fordómar spretta upp vegna vanþekkingar og einskis annars og þess vegna er nauðsynlegt að fræða krakka um grundvallarhugmyndir feminisma. Fyrir stuttu skrifaði ég grein um fegurðarsamkeppnir og gagnrýndi þær. Umsvifalaust var ég í kommentum á vefnum stimpluð gömul, feit, ljót, bitur og að sjálfsögðu feministi. Einungis það síðastnefnda er sannleikanum samkvæmt og það virtist óhjákvæmilegt að orðin feit, ljót, bitur og gömul fylgdu feministastimplinum. Ég er aðeins 22 ára gömul, sennilega undir kjörþyngd ef eitthvað er og alls ekkert ljótari en annað fólk að ég tel. Það er ekki aðeins feitt fólk sem gagnrýnir staðalímyndir. Það er ekki einungis ljótt og biturt fólk sem sér hið fáránlega við fegurðarsamkeppnir og það er ekki einungis gamalt fólk sem hefur gagnrýna hugsun og skoðanir sem það er óhrætt við að láta í ljós. Feministar eru heldur ekki einungis konur og þeir berjast ekki bara fyrir réttindum kvenna. Þeir berjast fyrir jafnrétti, sem fæst einungis með því að berjast fyrir réttindum þeirra sem hallar á. Því miður eru það í allt of mörgum og jafnvel flestum tilfellum konur. Feministar eiga hvorki fordóma né neikvætt viðhorf skilið. Borghildur Gunnarsdóttir -hilda@frettabladid.is
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun