Vex en tapar 8. júní 2005 00:01 Vex en tapar Þegar spjallað er við forstöðumenn ferðaþjónustu á Íslandi er ekki að heyra að greinin eigi í vanda. Hjá Samtökum ferðaþjónustunnar er línan sú að greinin sé í vexti í öllum flokkum sem máli skipta; sífellt fleiri ferðamenn heimsæki landið, gjaldeyristekjur aukist ár frá ári og hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu hækki. Ferðamálaráð talar um markaðssetningu erlendis og áhuga erlendra blaðamanna á að heimsækja landið. Með öðrum orðum: ímyndin er sú að Ísland sé hipp og kúl. Þegar rýnt er í rekstrartölur fyrirtækja í ferðaþjónustu blasir hins vegar önnur sýn við. Reksturinn stendur óvíða undir sér eða, eins og Vilhjálmur Bjarnason hjá Hagstofunni orðar það; arðsemi er bannorð í bransanum. Undirstöðugreinarnar þrjár; flug-, hótel og veitingahúsarekstur standa allar völtum fótum. Hvalaskoðunarferðirnar, sem eiga að vera vaxtabroddurinn í bransanum, skiluðu 87 milljóna króna tapi á árunum 1999 til 2002 og svona mætti áfram telja. En hvernig má þetta vera? Af hverju er staðan eins og hún er? Jú, aðganga að greininni er of auðveld, svo haldið sé áfram að vitna í Vilhjálm. Hver sem er getur hafið rekstur án þess að afkoma eða markaðssetning sé tryggð, fólk fær jafnvel til þess ríkisstyrk. Síðast þegar fréttist átti Byggðastofnun hlut í tíu gistiheimilum á landsbyggðinni. Í fjárlögum ársins 2004 var völdum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar úthlutað 320 milljónum króna til kaupa á auglýsingum í erlendum fjölmiðlum. Samvinnuverkefni í markaðsmálum segja Samtök ferðaþjónustunnar, ríkisstyrkur segja aðrir. Kjarni málsins er þessi: Ekkert breytist fyrr en atvinnugreinin horfist í augu við vandann. Ef haldið verður áfram að kalla ríkisstyrki samvinnuverkefni í markaðsmálum verður ástandið nákvæmlega eins eftir 20 ár, sama hvort fjöldi ferðamanna tvöfaldast, gjaldeyristekjur þrefaldast og hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu fjórfaldist. Aðeins Albanía fær til sín færri ferðamenn meðal Evrópuþjóða. Einhverjir kynnu að minnast á höfðatölu, en má þá ekki alveg eins tala um fjölda ferðamanna á ferkílómetra? Jón Skaftason - jsk@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Vex en tapar Þegar spjallað er við forstöðumenn ferðaþjónustu á Íslandi er ekki að heyra að greinin eigi í vanda. Hjá Samtökum ferðaþjónustunnar er línan sú að greinin sé í vexti í öllum flokkum sem máli skipta; sífellt fleiri ferðamenn heimsæki landið, gjaldeyristekjur aukist ár frá ári og hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu hækki. Ferðamálaráð talar um markaðssetningu erlendis og áhuga erlendra blaðamanna á að heimsækja landið. Með öðrum orðum: ímyndin er sú að Ísland sé hipp og kúl. Þegar rýnt er í rekstrartölur fyrirtækja í ferðaþjónustu blasir hins vegar önnur sýn við. Reksturinn stendur óvíða undir sér eða, eins og Vilhjálmur Bjarnason hjá Hagstofunni orðar það; arðsemi er bannorð í bransanum. Undirstöðugreinarnar þrjár; flug-, hótel og veitingahúsarekstur standa allar völtum fótum. Hvalaskoðunarferðirnar, sem eiga að vera vaxtabroddurinn í bransanum, skiluðu 87 milljóna króna tapi á árunum 1999 til 2002 og svona mætti áfram telja. En hvernig má þetta vera? Af hverju er staðan eins og hún er? Jú, aðganga að greininni er of auðveld, svo haldið sé áfram að vitna í Vilhjálm. Hver sem er getur hafið rekstur án þess að afkoma eða markaðssetning sé tryggð, fólk fær jafnvel til þess ríkisstyrk. Síðast þegar fréttist átti Byggðastofnun hlut í tíu gistiheimilum á landsbyggðinni. Í fjárlögum ársins 2004 var völdum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar úthlutað 320 milljónum króna til kaupa á auglýsingum í erlendum fjölmiðlum. Samvinnuverkefni í markaðsmálum segja Samtök ferðaþjónustunnar, ríkisstyrkur segja aðrir. Kjarni málsins er þessi: Ekkert breytist fyrr en atvinnugreinin horfist í augu við vandann. Ef haldið verður áfram að kalla ríkisstyrki samvinnuverkefni í markaðsmálum verður ástandið nákvæmlega eins eftir 20 ár, sama hvort fjöldi ferðamanna tvöfaldast, gjaldeyristekjur þrefaldast og hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu fjórfaldist. Aðeins Albanía fær til sín færri ferðamenn meðal Evrópuþjóða. Einhverjir kynnu að minnast á höfðatölu, en má þá ekki alveg eins tala um fjölda ferðamanna á ferkílómetra? Jón Skaftason - jsk@frettabladid.is
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar