Boðar að flugvöllurinn skuli fara 9. júní 2005 00:01 Borgarfulltrúar R-listans boða að flugvöllurinn skuli fara en borgarstjóri vinnur með samgönguráðherra að undirbúningi nýrrar flugstöðvar. Samgönguráðhera og borgarstjóri undirrituðu fyrir fjórum mánuðum samkomulag um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Einn liður samkomulagsins fól í sér að gerð yrði úttekt á flugvellinum sem yrði grundvöllur sameiginlegrar ákvörðunar um framtíð hans. Var gert ráð fyrir að hvor aðili um sig tilnefndi tvo fulltrúa til að leggja grunn að úttektinni sem unnin yrði af sjálfstæðum aðilum. Ríkið hefur nú skipað þá Helga Hallgrímsson, fyrrverandi vegamálastjóra, og Þorgeir Pálsson flugmálastjóra í nefndina og borgin þá Dag B. Eggertsson borgarfulltrúa og Sigurð Snævarr borgarhagfræðing. Helgi er formaður nefndarinnar. Bera á saman þrjá kosti. Í fyrsta lagi flugvöll með einni flugbraut, í öðru lagi flugvöll með tveimur brautum og í þriðja lagi þann kost að öll flugstarfsemi hverfi af svæðinu. Meta á meðal annars lágmarksstærð flugbrauta og athafnasvæðis sem þörf er talin á, eigi flugvöllurinn að þjóna núverandi hlutverki sínu sem miðstöð innanlandsflugsins. Að niðurstöðu fenginni er gert ráð fyrir að fram fari formlegar viðræður aðila um framtíð flugvallarins. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eins fljótt og auðið er. Önnur nefnd verður einnig skipuð á næstunni á grundvelli samkomulagsins en henni er ætlað undirbúa smíði samgöngumiðstöðvar sem gert er ráð fyrir að byggð verði sem einkaframkvæmd. Bæði ráðherra og borgarstjóri hafa lýst því markmiði að hún rísi á næstu þremur árum. Með samgönguáætlun í vor samþykkti Alþingi fjárveitingu til lagningar flughlaða á austursvæði flugvallarins með þeim skýringartexta að miðað væri við að þar yrði fljótlega byggð ný flugstöð. Fullyrt var þá í þingræðu af andstæðingi vallarins að með samþykktinni væri Alþingi að festa flugvöllinn í sessi. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Borgarfulltrúar R-listans boða að flugvöllurinn skuli fara en borgarstjóri vinnur með samgönguráðherra að undirbúningi nýrrar flugstöðvar. Samgönguráðhera og borgarstjóri undirrituðu fyrir fjórum mánuðum samkomulag um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Einn liður samkomulagsins fól í sér að gerð yrði úttekt á flugvellinum sem yrði grundvöllur sameiginlegrar ákvörðunar um framtíð hans. Var gert ráð fyrir að hvor aðili um sig tilnefndi tvo fulltrúa til að leggja grunn að úttektinni sem unnin yrði af sjálfstæðum aðilum. Ríkið hefur nú skipað þá Helga Hallgrímsson, fyrrverandi vegamálastjóra, og Þorgeir Pálsson flugmálastjóra í nefndina og borgin þá Dag B. Eggertsson borgarfulltrúa og Sigurð Snævarr borgarhagfræðing. Helgi er formaður nefndarinnar. Bera á saman þrjá kosti. Í fyrsta lagi flugvöll með einni flugbraut, í öðru lagi flugvöll með tveimur brautum og í þriðja lagi þann kost að öll flugstarfsemi hverfi af svæðinu. Meta á meðal annars lágmarksstærð flugbrauta og athafnasvæðis sem þörf er talin á, eigi flugvöllurinn að þjóna núverandi hlutverki sínu sem miðstöð innanlandsflugsins. Að niðurstöðu fenginni er gert ráð fyrir að fram fari formlegar viðræður aðila um framtíð flugvallarins. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eins fljótt og auðið er. Önnur nefnd verður einnig skipuð á næstunni á grundvelli samkomulagsins en henni er ætlað undirbúa smíði samgöngumiðstöðvar sem gert er ráð fyrir að byggð verði sem einkaframkvæmd. Bæði ráðherra og borgarstjóri hafa lýst því markmiði að hún rísi á næstu þremur árum. Með samgönguáætlun í vor samþykkti Alþingi fjárveitingu til lagningar flughlaða á austursvæði flugvallarins með þeim skýringartexta að miðað væri við að þar yrði fljótlega byggð ný flugstöð. Fullyrt var þá í þingræðu af andstæðingi vallarins að með samþykktinni væri Alþingi að festa flugvöllinn í sessi.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira