Barnakláms leitað hjá Íslendingi 14. júní 2005 00:01 Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum sem gerð voru upptæk heima hjá 32 ára manni í gærmorgun vegna gruns um að þar væri að finna barnaklám. Rannsóknin tengist umfangsmiklum aðgerðum gegn alþjóðlegum barnaklámhring, en þeim var stjórnað af Europol undir heitinu "Icebreaker" og náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Vísbendingar voru um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði barnaklámhringsins. Lögreglan í Reykjavík tók því þátt í aðgerðunum sem fram fóru á sama tíma í öllum löndunum. Lögreglumenn handtóku hinn grunaða snemma í gærmorgun og gerðu hjá honum húsleit. Haldlagðar voru fjórar tölvur svo og ýmis tölvubúnaður og efni. Maðurinn var í haldi fram eftir degi í gær og yfirheyrður, en síðan látinn laus. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík vildi ekki upplýsa um hvort maðurinn hefði játað eða neitað að hafa barnaklám undir höndum. Hann sagði að ekki fengist staðfest fyrr en í dag hvort tölvubúnaðurinn hefði að geyma barnaklám. "Þetta er gríðarlegt magn af efni sem við tókum og mikið verk fyrir höndum að fara yfir það allt," sagði hann. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Hörður sagði að maðurinn hefði ekki þurft að hafa sérstakan aðgang að netkláminu heldur hefði hann getað komist inn á miðilinn með leit. "Ástæðan fyrir því að þessar aðgerðir eru svona víðfemar er viðleitni til að ná lengra inn í þennan hóp og finna þá sem framleiða þetta efni til dreifingar. Það er refsivert í öllum þessum löndum að hafa barnaklám í vörslu sinni. Það er hægt að taka þessa menn, sem miðla þessu á milli sín, sekta þá og dæma.. En aðalmarkmiðið er að ná til þeirra sem framleiða þetta, því það eru þeir sem misþyrma börnunum." Hörður sagði ekki leika grun á því að fleiri hér á landi væru viðriðnir þennan alþjóðlega barnaklámhring, því búið var að kortleggja þá vandlega sem hefðu sótt frá honum efni. Maðurinn sem leitað var hjá hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi og ekki er talið að hann hafi dreift efninu til annarra hérlendis. Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum sem gerð voru upptæk heima hjá 32 ára manni í gærmorgun vegna gruns um að þar væri að finna barnaklám. Rannsóknin tengist umfangsmiklum aðgerðum gegn alþjóðlegum barnaklámhring, en þeim var stjórnað af Europol undir heitinu "Icebreaker" og náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Vísbendingar voru um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði barnaklámhringsins. Lögreglan í Reykjavík tók því þátt í aðgerðunum sem fram fóru á sama tíma í öllum löndunum. Lögreglumenn handtóku hinn grunaða snemma í gærmorgun og gerðu hjá honum húsleit. Haldlagðar voru fjórar tölvur svo og ýmis tölvubúnaður og efni. Maðurinn var í haldi fram eftir degi í gær og yfirheyrður, en síðan látinn laus. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík vildi ekki upplýsa um hvort maðurinn hefði játað eða neitað að hafa barnaklám undir höndum. Hann sagði að ekki fengist staðfest fyrr en í dag hvort tölvubúnaðurinn hefði að geyma barnaklám. "Þetta er gríðarlegt magn af efni sem við tókum og mikið verk fyrir höndum að fara yfir það allt," sagði hann. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Hörður sagði að maðurinn hefði ekki þurft að hafa sérstakan aðgang að netkláminu heldur hefði hann getað komist inn á miðilinn með leit. "Ástæðan fyrir því að þessar aðgerðir eru svona víðfemar er viðleitni til að ná lengra inn í þennan hóp og finna þá sem framleiða þetta efni til dreifingar. Það er refsivert í öllum þessum löndum að hafa barnaklám í vörslu sinni. Það er hægt að taka þessa menn, sem miðla þessu á milli sín, sekta þá og dæma.. En aðalmarkmiðið er að ná til þeirra sem framleiða þetta, því það eru þeir sem misþyrma börnunum." Hörður sagði ekki leika grun á því að fleiri hér á landi væru viðriðnir þennan alþjóðlega barnaklámhring, því búið var að kortleggja þá vandlega sem hefðu sótt frá honum efni. Maðurinn sem leitað var hjá hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi og ekki er talið að hann hafi dreift efninu til annarra hérlendis.
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira