Handboltarisinn að vakna 14. júní 2005 00:01 Handknattleiksdeild FH er stórhuga fyrir næsta tímabil og safnar liði í kvenna- og karlaflokki. Formaðurinn deildarinnar er búinn að fá nóg af meðalmennskunni og segir kominn tíma á að vekja handboltarisann. Kvennalið FH hefur styrkst verulega síðustu vikur með komu örvhentu skyttunnar Ásdísar Sigurðardóttur frá Stjörnunni og hinnar stórefnilegu Örnu Gunnarsdóttur sem kom frá Gróttu/KR. FH er þar að auki með tvær sterkar erlendar stúlkur til reynslu, annars vegar landsliðsmarkvörð Litháa og svo norskan leikmann sem lék undir stjórn þjálfara FH, Kristjáns Halldórssonar, í Noregi en hún getur leikið bæði sem línumaður og skytta. „Við ætlum okkur stóra hluti, bæði í karla- og kvennaflokki. Við erum fjölmörg sem komum að þessu og erum orðin þreytt á meðalmennskunni og getum ekki horft upp á þetta ástand öllu lengur,“ sagði Örn Magnússon, formaður handknattleiksdeildar FH. Mikill metnaður „FH er félag sem er í fremstu röð í fótbolta og frjálsum, en hefur samt hingað til verið þekktast fyrir að vera handboltarisi. Það er kominn tími til þess að vekja þennan handboltarisa. Metnaður okkar er einfaldur: Það er að tefla fram tveimur liðum sem eru samkeppnishæf eða eiga raunhæfan möguleika á titilbaráttu.“ Fyrir utan þessa fínu viðbót hefur landsliðskonan Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir skrifað undir nýjan samning og skyttan Dröfn Sæmundsdóttir mun væntanlega gera nýjan samning við félagið þar sem ekki er útlit fyrir að framhald verði á Spánardvöl hennar. Karlaliðið hefur einnig styrkst mikið síðustu vikur, en FH er búið að gera samning við litháíska skyttu og svo hefur félagið fengið Andra Berg Haraldsson og Daníel Berg Grétarsson. Örn segir að þar verði ekki látið staðar numið heldur ætli félagið sér einn til tvo sterka leikmenn til viðbótar. Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Handknattleiksdeild FH er stórhuga fyrir næsta tímabil og safnar liði í kvenna- og karlaflokki. Formaðurinn deildarinnar er búinn að fá nóg af meðalmennskunni og segir kominn tíma á að vekja handboltarisann. Kvennalið FH hefur styrkst verulega síðustu vikur með komu örvhentu skyttunnar Ásdísar Sigurðardóttur frá Stjörnunni og hinnar stórefnilegu Örnu Gunnarsdóttur sem kom frá Gróttu/KR. FH er þar að auki með tvær sterkar erlendar stúlkur til reynslu, annars vegar landsliðsmarkvörð Litháa og svo norskan leikmann sem lék undir stjórn þjálfara FH, Kristjáns Halldórssonar, í Noregi en hún getur leikið bæði sem línumaður og skytta. „Við ætlum okkur stóra hluti, bæði í karla- og kvennaflokki. Við erum fjölmörg sem komum að þessu og erum orðin þreytt á meðalmennskunni og getum ekki horft upp á þetta ástand öllu lengur,“ sagði Örn Magnússon, formaður handknattleiksdeildar FH. Mikill metnaður „FH er félag sem er í fremstu röð í fótbolta og frjálsum, en hefur samt hingað til verið þekktast fyrir að vera handboltarisi. Það er kominn tími til þess að vekja þennan handboltarisa. Metnaður okkar er einfaldur: Það er að tefla fram tveimur liðum sem eru samkeppnishæf eða eiga raunhæfan möguleika á titilbaráttu.“ Fyrir utan þessa fínu viðbót hefur landsliðskonan Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir skrifað undir nýjan samning og skyttan Dröfn Sæmundsdóttir mun væntanlega gera nýjan samning við félagið þar sem ekki er útlit fyrir að framhald verði á Spánardvöl hennar. Karlaliðið hefur einnig styrkst mikið síðustu vikur, en FH er búið að gera samning við litháíska skyttu og svo hefur félagið fengið Andra Berg Haraldsson og Daníel Berg Grétarsson. Örn segir að þar verði ekki látið staðar numið heldur ætli félagið sér einn til tvo sterka leikmenn til viðbótar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira