Hver einasta flík er einstök 15. júní 2005 00:01 "Nafnið RYK varð til þegar ég var 14 ára. Þegar ég fór að hanna og selja fyrir alvöru í fyrra kom eiginlega ekkert annað nafn til greina," segir Kristín sem hefur varla undan að sauma og ver mörgum klukkutímum á dag við saumavélina. Kristín saumar öll fötin sjálf og eftirspurnin er mikil. "Ég legg mikið upp úr því að hver og ein flík sé einstök og geri aldrei tvær nákvæmlega eins flíkur. Stundum er ég beðin um það en þá reyni ég að breyta einhverju svo þær séu ekki alveg eins." Kristín hefur lokið fyrsta ári af fjórum í kjólaklæðskeranámi við Iðnskólann í Reykjavík og segir námið nýtast vel fyrir fatahönnun. "Það er mjög mikilvægt að læra allan saumaskapinn því þá veit maður hvernig á að sauma fötin og fer ekki að teikna eitthvað sem er ómögulegt að sauma," segir Kristín. Kristín er í alls konar saumaskap og hefur meðal annars saumað nokkra kjóla fyrir fegurðarsamkeppnir. Mest saumar hún þó af bolum og pilsum sem finna má í alls konar útgáfum. "Ég nota aðallega teygjanlegt efni og vinn líka mikið úr blúndu, tjulli og alls konar skrauti. Þar sem markaðurinn á Íslandi er lítill er ekki mikið úrval af efnum hér og það er dálítið erfitt að finna flott efni. Þess vegna byrjaði ég að lita efni sjálf og sauma ansi mikið úr því. Svo er alltaf gott að kaupa efni erlendis, ég er t.d. á leið til London á næstunni og ætla að finna einhver falleg efni þar," segir Kristín. RYK fötin eru til sölu í versluninni Sirku í Skipagötu á Akureyri og þar er einnig hægt að hafa samband við Kristínu og leggja inn pöntun fyrir sérsaumaða og einstaka flík.Kristín í bláu Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
"Nafnið RYK varð til þegar ég var 14 ára. Þegar ég fór að hanna og selja fyrir alvöru í fyrra kom eiginlega ekkert annað nafn til greina," segir Kristín sem hefur varla undan að sauma og ver mörgum klukkutímum á dag við saumavélina. Kristín saumar öll fötin sjálf og eftirspurnin er mikil. "Ég legg mikið upp úr því að hver og ein flík sé einstök og geri aldrei tvær nákvæmlega eins flíkur. Stundum er ég beðin um það en þá reyni ég að breyta einhverju svo þær séu ekki alveg eins." Kristín hefur lokið fyrsta ári af fjórum í kjólaklæðskeranámi við Iðnskólann í Reykjavík og segir námið nýtast vel fyrir fatahönnun. "Það er mjög mikilvægt að læra allan saumaskapinn því þá veit maður hvernig á að sauma fötin og fer ekki að teikna eitthvað sem er ómögulegt að sauma," segir Kristín. Kristín er í alls konar saumaskap og hefur meðal annars saumað nokkra kjóla fyrir fegurðarsamkeppnir. Mest saumar hún þó af bolum og pilsum sem finna má í alls konar útgáfum. "Ég nota aðallega teygjanlegt efni og vinn líka mikið úr blúndu, tjulli og alls konar skrauti. Þar sem markaðurinn á Íslandi er lítill er ekki mikið úrval af efnum hér og það er dálítið erfitt að finna flott efni. Þess vegna byrjaði ég að lita efni sjálf og sauma ansi mikið úr því. Svo er alltaf gott að kaupa efni erlendis, ég er t.d. á leið til London á næstunni og ætla að finna einhver falleg efni þar," segir Kristín. RYK fötin eru til sölu í versluninni Sirku í Skipagötu á Akureyri og þar er einnig hægt að hafa samband við Kristínu og leggja inn pöntun fyrir sérsaumaða og einstaka flík.Kristín í bláu
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira