Er jafnréttið í nánd? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 20. júní 2005 00:01 Um 2000 manns mættu á Þingvelli á sunnudag til að fagna þeim tímamótum að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi kvenna til Alþingis. Reyndar var þetta líka 90 ára afmæli íslenska fánans, en minna bar á þeim hátíðarhöldum. Við þessi tímamót er ekki úr vegi að líta aðeins til baka og skoða hverning konum hefur vegnað á þingi, allt frá því að Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan til að vera kosin á þing fyrir hönd Kvennalistans árið 1922. Sumir, en ekki margir, þingmenn skrifuðu pistla á heimasíðu sína við þessi tímamót. Einn þeirra var Kristinn H. Gunnarsson sem fór í nokkra naflaskoðun og sagði að í jafnréttismálum hafi sigið á ógæfuhliðina innan flokksins. "Nú er aðeins ein kona í ráðherrastöðu fyrir flokkinn en fjórir karlar. Þetta endurspeglar að hugur fylgir ekki máli þegar kemur að því að framfylgja góðri jafnréttisstefnu flokksins," skrifaði hann á heimasíðu sinni. Þegar fjallað er um hlutfall kynjanna á þingi, í ráðherraembættum, í nefndum og stjórnum á vegum ríkisins virðast þeir margir sem sjá þar ekkert athugavert. Það er lifað við lögmál Darwins og þeir hæfustu lifa af. Að minnsta kosti er oft talað um að það hafi bara verið þeir hæfustu sem fengu stöðurnar. Þegar konur falla í prófkjörum, eða er raðað neðarlega á lista, þá hefur það ekkert að gera með kynferði þeirra. Það er bara óheppni eða eitthvað slíkt, sem veldur því að ár eftir ár er hlutfall kvenna minna en karla í slíkum stöðum. Þær eru ekki nógu hæfar, eða hafa ekki unnið nógu mikið fyrir utanríkisþjónustuna til að verða sendiherrar fyrir hönd ríkisins. Eitthvað annað en Guðmundur Árni Stefánsson og Markús Örn Antonsson. Þær eru ekki nógu mikið inn í fiskveiðum og landbúnaði til að komast í þær þingnefndir. Hvað þá fjárlaganefnd eða iðnaðarnefnd. Svo sýna þær þessum málum svo lítin áhuga. Þetta er það sem konur fá að heyra. Það er alhæft um konurnar, að þær séu ekki nógu mikið þetta eða hitt til að komast áfram. Aðallega fær maður að heyra hvað konur séu ekki nógu mikið eins og karlar. En það er samt aldrei kynferði þeirra að kenna. Þær þurfa bara að læra aðferðir og tungutak karlanna. Þá kemur þetta allt saman, því "góðir hlutir gerast hægt." Hlutir þróast og í jafnréttismálum hefur mikið breyst frá 1915 þegar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt, eða 1920 þegar konur fengu jafnan kosningarétt og karlar. En þegar verið er að fagna því að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kjörgengi og kosningarétt, virðist það sannreynt að góðu hlutirnir gerast hægt. Það þarf enn að ræða hlutfall kynjanna á framboðslistum, því það er okkur ekki orðið eðlilegt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Það þarf að ræða hlutfall kynjanna í þingnefndum, því annars lenda þær allar í félagsmála- og heilbrigðisnefnd, í mjúku málunum. Og það þarf að ræða hlutfall kynjanna í hópi ráðherra, því annars er konum ýtt til hliðar. Það er ekki merki um að jafnréttishugsjónin sé að ná yfirhöndinni þegar í hugum fólks þarf enn að fylla ímyndaða kynjakvóta, því okkur finnst það ekki sjálfsagt að hlutfall kynjanna sé jafnt. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Um 2000 manns mættu á Þingvelli á sunnudag til að fagna þeim tímamótum að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi kvenna til Alþingis. Reyndar var þetta líka 90 ára afmæli íslenska fánans, en minna bar á þeim hátíðarhöldum. Við þessi tímamót er ekki úr vegi að líta aðeins til baka og skoða hverning konum hefur vegnað á þingi, allt frá því að Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan til að vera kosin á þing fyrir hönd Kvennalistans árið 1922. Sumir, en ekki margir, þingmenn skrifuðu pistla á heimasíðu sína við þessi tímamót. Einn þeirra var Kristinn H. Gunnarsson sem fór í nokkra naflaskoðun og sagði að í jafnréttismálum hafi sigið á ógæfuhliðina innan flokksins. "Nú er aðeins ein kona í ráðherrastöðu fyrir flokkinn en fjórir karlar. Þetta endurspeglar að hugur fylgir ekki máli þegar kemur að því að framfylgja góðri jafnréttisstefnu flokksins," skrifaði hann á heimasíðu sinni. Þegar fjallað er um hlutfall kynjanna á þingi, í ráðherraembættum, í nefndum og stjórnum á vegum ríkisins virðast þeir margir sem sjá þar ekkert athugavert. Það er lifað við lögmál Darwins og þeir hæfustu lifa af. Að minnsta kosti er oft talað um að það hafi bara verið þeir hæfustu sem fengu stöðurnar. Þegar konur falla í prófkjörum, eða er raðað neðarlega á lista, þá hefur það ekkert að gera með kynferði þeirra. Það er bara óheppni eða eitthvað slíkt, sem veldur því að ár eftir ár er hlutfall kvenna minna en karla í slíkum stöðum. Þær eru ekki nógu hæfar, eða hafa ekki unnið nógu mikið fyrir utanríkisþjónustuna til að verða sendiherrar fyrir hönd ríkisins. Eitthvað annað en Guðmundur Árni Stefánsson og Markús Örn Antonsson. Þær eru ekki nógu mikið inn í fiskveiðum og landbúnaði til að komast í þær þingnefndir. Hvað þá fjárlaganefnd eða iðnaðarnefnd. Svo sýna þær þessum málum svo lítin áhuga. Þetta er það sem konur fá að heyra. Það er alhæft um konurnar, að þær séu ekki nógu mikið þetta eða hitt til að komast áfram. Aðallega fær maður að heyra hvað konur séu ekki nógu mikið eins og karlar. En það er samt aldrei kynferði þeirra að kenna. Þær þurfa bara að læra aðferðir og tungutak karlanna. Þá kemur þetta allt saman, því "góðir hlutir gerast hægt." Hlutir þróast og í jafnréttismálum hefur mikið breyst frá 1915 þegar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt, eða 1920 þegar konur fengu jafnan kosningarétt og karlar. En þegar verið er að fagna því að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kjörgengi og kosningarétt, virðist það sannreynt að góðu hlutirnir gerast hægt. Það þarf enn að ræða hlutfall kynjanna á framboðslistum, því það er okkur ekki orðið eðlilegt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Það þarf að ræða hlutfall kynjanna í þingnefndum, því annars lenda þær allar í félagsmála- og heilbrigðisnefnd, í mjúku málunum. Og það þarf að ræða hlutfall kynjanna í hópi ráðherra, því annars er konum ýtt til hliðar. Það er ekki merki um að jafnréttishugsjónin sé að ná yfirhöndinni þegar í hugum fólks þarf enn að fylla ímyndaða kynjakvóta, því okkur finnst það ekki sjálfsagt að hlutfall kynjanna sé jafnt. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar