Er jafnréttið í nánd? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 20. júní 2005 00:01 Um 2000 manns mættu á Þingvelli á sunnudag til að fagna þeim tímamótum að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi kvenna til Alþingis. Reyndar var þetta líka 90 ára afmæli íslenska fánans, en minna bar á þeim hátíðarhöldum. Við þessi tímamót er ekki úr vegi að líta aðeins til baka og skoða hverning konum hefur vegnað á þingi, allt frá því að Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan til að vera kosin á þing fyrir hönd Kvennalistans árið 1922. Sumir, en ekki margir, þingmenn skrifuðu pistla á heimasíðu sína við þessi tímamót. Einn þeirra var Kristinn H. Gunnarsson sem fór í nokkra naflaskoðun og sagði að í jafnréttismálum hafi sigið á ógæfuhliðina innan flokksins. "Nú er aðeins ein kona í ráðherrastöðu fyrir flokkinn en fjórir karlar. Þetta endurspeglar að hugur fylgir ekki máli þegar kemur að því að framfylgja góðri jafnréttisstefnu flokksins," skrifaði hann á heimasíðu sinni. Þegar fjallað er um hlutfall kynjanna á þingi, í ráðherraembættum, í nefndum og stjórnum á vegum ríkisins virðast þeir margir sem sjá þar ekkert athugavert. Það er lifað við lögmál Darwins og þeir hæfustu lifa af. Að minnsta kosti er oft talað um að það hafi bara verið þeir hæfustu sem fengu stöðurnar. Þegar konur falla í prófkjörum, eða er raðað neðarlega á lista, þá hefur það ekkert að gera með kynferði þeirra. Það er bara óheppni eða eitthvað slíkt, sem veldur því að ár eftir ár er hlutfall kvenna minna en karla í slíkum stöðum. Þær eru ekki nógu hæfar, eða hafa ekki unnið nógu mikið fyrir utanríkisþjónustuna til að verða sendiherrar fyrir hönd ríkisins. Eitthvað annað en Guðmundur Árni Stefánsson og Markús Örn Antonsson. Þær eru ekki nógu mikið inn í fiskveiðum og landbúnaði til að komast í þær þingnefndir. Hvað þá fjárlaganefnd eða iðnaðarnefnd. Svo sýna þær þessum málum svo lítin áhuga. Þetta er það sem konur fá að heyra. Það er alhæft um konurnar, að þær séu ekki nógu mikið þetta eða hitt til að komast áfram. Aðallega fær maður að heyra hvað konur séu ekki nógu mikið eins og karlar. En það er samt aldrei kynferði þeirra að kenna. Þær þurfa bara að læra aðferðir og tungutak karlanna. Þá kemur þetta allt saman, því "góðir hlutir gerast hægt." Hlutir þróast og í jafnréttismálum hefur mikið breyst frá 1915 þegar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt, eða 1920 þegar konur fengu jafnan kosningarétt og karlar. En þegar verið er að fagna því að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kjörgengi og kosningarétt, virðist það sannreynt að góðu hlutirnir gerast hægt. Það þarf enn að ræða hlutfall kynjanna á framboðslistum, því það er okkur ekki orðið eðlilegt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Það þarf að ræða hlutfall kynjanna í þingnefndum, því annars lenda þær allar í félagsmála- og heilbrigðisnefnd, í mjúku málunum. Og það þarf að ræða hlutfall kynjanna í hópi ráðherra, því annars er konum ýtt til hliðar. Það er ekki merki um að jafnréttishugsjónin sé að ná yfirhöndinni þegar í hugum fólks þarf enn að fylla ímyndaða kynjakvóta, því okkur finnst það ekki sjálfsagt að hlutfall kynjanna sé jafnt. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Um 2000 manns mættu á Þingvelli á sunnudag til að fagna þeim tímamótum að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi kvenna til Alþingis. Reyndar var þetta líka 90 ára afmæli íslenska fánans, en minna bar á þeim hátíðarhöldum. Við þessi tímamót er ekki úr vegi að líta aðeins til baka og skoða hverning konum hefur vegnað á þingi, allt frá því að Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan til að vera kosin á þing fyrir hönd Kvennalistans árið 1922. Sumir, en ekki margir, þingmenn skrifuðu pistla á heimasíðu sína við þessi tímamót. Einn þeirra var Kristinn H. Gunnarsson sem fór í nokkra naflaskoðun og sagði að í jafnréttismálum hafi sigið á ógæfuhliðina innan flokksins. "Nú er aðeins ein kona í ráðherrastöðu fyrir flokkinn en fjórir karlar. Þetta endurspeglar að hugur fylgir ekki máli þegar kemur að því að framfylgja góðri jafnréttisstefnu flokksins," skrifaði hann á heimasíðu sinni. Þegar fjallað er um hlutfall kynjanna á þingi, í ráðherraembættum, í nefndum og stjórnum á vegum ríkisins virðast þeir margir sem sjá þar ekkert athugavert. Það er lifað við lögmál Darwins og þeir hæfustu lifa af. Að minnsta kosti er oft talað um að það hafi bara verið þeir hæfustu sem fengu stöðurnar. Þegar konur falla í prófkjörum, eða er raðað neðarlega á lista, þá hefur það ekkert að gera með kynferði þeirra. Það er bara óheppni eða eitthvað slíkt, sem veldur því að ár eftir ár er hlutfall kvenna minna en karla í slíkum stöðum. Þær eru ekki nógu hæfar, eða hafa ekki unnið nógu mikið fyrir utanríkisþjónustuna til að verða sendiherrar fyrir hönd ríkisins. Eitthvað annað en Guðmundur Árni Stefánsson og Markús Örn Antonsson. Þær eru ekki nógu mikið inn í fiskveiðum og landbúnaði til að komast í þær þingnefndir. Hvað þá fjárlaganefnd eða iðnaðarnefnd. Svo sýna þær þessum málum svo lítin áhuga. Þetta er það sem konur fá að heyra. Það er alhæft um konurnar, að þær séu ekki nógu mikið þetta eða hitt til að komast áfram. Aðallega fær maður að heyra hvað konur séu ekki nógu mikið eins og karlar. En það er samt aldrei kynferði þeirra að kenna. Þær þurfa bara að læra aðferðir og tungutak karlanna. Þá kemur þetta allt saman, því "góðir hlutir gerast hægt." Hlutir þróast og í jafnréttismálum hefur mikið breyst frá 1915 þegar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt, eða 1920 þegar konur fengu jafnan kosningarétt og karlar. En þegar verið er að fagna því að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kjörgengi og kosningarétt, virðist það sannreynt að góðu hlutirnir gerast hægt. Það þarf enn að ræða hlutfall kynjanna á framboðslistum, því það er okkur ekki orðið eðlilegt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Það þarf að ræða hlutfall kynjanna í þingnefndum, því annars lenda þær allar í félagsmála- og heilbrigðisnefnd, í mjúku málunum. Og það þarf að ræða hlutfall kynjanna í hópi ráðherra, því annars er konum ýtt til hliðar. Það er ekki merki um að jafnréttishugsjónin sé að ná yfirhöndinni þegar í hugum fólks þarf enn að fylla ímyndaða kynjakvóta, því okkur finnst það ekki sjálfsagt að hlutfall kynjanna sé jafnt. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun