Heilsugæslan neydd á brott 21. júní 2005 00:01 Hafinn er undirbúningur að flutningi Heilsugæslunnar í Reykjavík úr húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg, að sögn Guðmundar Einarssonar forstjóra. Þarfalýsing fyrir nýtt húsnæði er á vinnuborðinu, en það er flókið verk og umfangsmikið. Samkvæmt nýlegum samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu, verður gamla Heilsuverndarstöðin seld á almennum markaði. Þar með þurfti að hefja leit að nýju húsnæði fyrir Heilsugæsluna. "Þetta húsnæði hentar okkur í sjálfu sér alls ekki illa," segir Guðmundur. "En það er sameign ríkis og borgar og þetta er niðurstaða þeirra, sem gengur yfir okkur eins og aðrar ákvarðanir sem teknar eru." Guðmundur sagði að ekki gæti heitið að menn væru farnir að leita að nýju húsnæði. Mikil starfsemi væri í Heilsuverndarstöðinni og réttan undirbúning þyrfti áður en það væri hægt. "Vinna þarf nýja þarfalýsingu fyrir starfsemina og rökstyðja hana. Við vinnum þetta verk vandlega og gefum okkar tíma í það, enda veit ég ekki til að það liggi sérstaklega á því." Jafnframt þessu er unnið að því að finna miðstöð heimahjúkrunar við Grensásveg nýtt húsnæði, að sögn Guðmundar. Það kemur til af því að hún er í leiguhúsnæði sem nú hefur verið selt. Nýi eigandinn hefur þörf fyrir húsnæðið til eigin nota. "Kaup á nýju húsnæði fer eftir reglum ríkisins," sagði Guðmundur. "Miðstöðin hefur verið þarna frá upphafi. Við höfum gert þarfalýsingu fyrir starfsemi hennar. Þegar það hefur fengið nauðsynlega umfjöllun í heilbrigðisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu verður það væntanlega auglýst undir þeim skilgreiningum um gerð og staðarval sem í lýsingunni eru. Það er ekki ákveðinn tími á því hvenær við þurfum að losa húsnæðið, en við viljum ekki tefja fyrir öðrum notum af því meir en óhjákvæmilegt er, þannig að við vinnum þetta eins hratt og við getum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hafinn er undirbúningur að flutningi Heilsugæslunnar í Reykjavík úr húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg, að sögn Guðmundar Einarssonar forstjóra. Þarfalýsing fyrir nýtt húsnæði er á vinnuborðinu, en það er flókið verk og umfangsmikið. Samkvæmt nýlegum samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu, verður gamla Heilsuverndarstöðin seld á almennum markaði. Þar með þurfti að hefja leit að nýju húsnæði fyrir Heilsugæsluna. "Þetta húsnæði hentar okkur í sjálfu sér alls ekki illa," segir Guðmundur. "En það er sameign ríkis og borgar og þetta er niðurstaða þeirra, sem gengur yfir okkur eins og aðrar ákvarðanir sem teknar eru." Guðmundur sagði að ekki gæti heitið að menn væru farnir að leita að nýju húsnæði. Mikil starfsemi væri í Heilsuverndarstöðinni og réttan undirbúning þyrfti áður en það væri hægt. "Vinna þarf nýja þarfalýsingu fyrir starfsemina og rökstyðja hana. Við vinnum þetta verk vandlega og gefum okkar tíma í það, enda veit ég ekki til að það liggi sérstaklega á því." Jafnframt þessu er unnið að því að finna miðstöð heimahjúkrunar við Grensásveg nýtt húsnæði, að sögn Guðmundar. Það kemur til af því að hún er í leiguhúsnæði sem nú hefur verið selt. Nýi eigandinn hefur þörf fyrir húsnæðið til eigin nota. "Kaup á nýju húsnæði fer eftir reglum ríkisins," sagði Guðmundur. "Miðstöðin hefur verið þarna frá upphafi. Við höfum gert þarfalýsingu fyrir starfsemi hennar. Þegar það hefur fengið nauðsynlega umfjöllun í heilbrigðisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu verður það væntanlega auglýst undir þeim skilgreiningum um gerð og staðarval sem í lýsingunni eru. Það er ekki ákveðinn tími á því hvenær við þurfum að losa húsnæðið, en við viljum ekki tefja fyrir öðrum notum af því meir en óhjákvæmilegt er, þannig að við vinnum þetta eins hratt og við getum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira