Er enski boltinn jaðarsport? 28. júní 2005 00:01 Síminn á eitt öflugasta dreifikerfi landsins fyrir sjónvarpsútsendingar sem heitir breiðbandið. Og nú hefur Síminn fest kaup á enska boltanum, einu vinsælasta sjónvarpsefninu á markaðnum. Allajafna ætti það ekki að valda neinum vandkvæðum en breiðbandið er fjarri því gallalaust. Óski einhver þess að tengjast breiðbandinu heima hjá sér er það háð því að breiðbandskapallinn sé tengdur viðkomandi húsi. Og sé það ekki tilfellið, verður viðkomandi aðili hreinlega að bíða þar til það er gert. Það er ekki hægt að panta kapalinn heim. Það er langur vegur frá því að allir eigi þess kost að tengjast breiðbandinu, hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. En sem betur fer fyrir áhugamenn um enska boltann ætlar Síminn að dreifa efninu um ADSL-merki sem næst í gegnum flest símatengi landsins. Það þarf bara að panta það og er dreifingin á ADSL-merkinu mun betri en í tilfelli breiðbandsins. Þar með mætti halda því fram að vandinn sé leystur. Síminn ætlar að bjóða upp á fleiri leiki en nokkru sinni áður hefur þekkst, um 350 leiki á einu tímabili. Frábært fyrir alla áhugamenn um enska boltann. En ég set stór spurningamerki um sjónvarp um ADSL eins og það heitir. Það er eitt að dreifa sjónvarpsútsendingum með slíkum hætti sem annars væri hægt að nálgast annars staðar eða þá efni sem teldist ekki sérstaklega vinsælt. Enski boltinn hefur verið jafn lengi á Íslandi og íslenskt sjónvarp. Hann er hluti af íslensku þjóðlífi enda gífurlega margir sem fylgjast með. En nú er hann kominn í jaðarinn. Það er ekki vitlaust að hafa enska boltann á stað þar sem hann traðkar ekki á öðru dagskrárefni. Þar, eins og öllu öðru íþróttaefni, líður honum best. En það verður þá að hafa boltann aðgengilegan fyrir alla. Það er mín skoðun að með núverandi fyrirkomulagi sé það ekki tilfellið. Til þess að geta tekið á móti sjónvarpi um ADSL þarf sérstakan beini sem getur breytt merkinu sem kemur með símasnúrunni þannig að sjónvarpið geti tekið á móti því. Þeir sem eru nú þegar með internettengingu heima hjá sér þurfa því að skipta um beini og þeir sem eiga ekki tölvu þurfa nú að fá móttökubúnað fyrir internetið heim til sín. Þess utan þarf sérstakan myndlykil til að flakka á milli rása. Semsagt enn ein fjarstýringin á sófaborðið. Og eins og gefur að skilja þá fylgir enski boltinn aðeins ADSL-merki frá Símanum. Sem þýðir að viðskiptavinir annarra internetþjónustuaðila þurfa að færa viðskipti sín til Símans. Miðað við samkeppnina á markaðnum eru það ósköp venjulegir viðskiptahættir. En mér finnst mjög sorglegt að áhugamenn um enska boltann þurfa nú að krukka í internetviðskiptum sínum bara til að fá boltann heim í stofu. Margir eru skuldbundnir öðrum fyrirtækjum og þurfa nú að greiða "lausnargjald" til að fría sig undan þeim kvöðum. Það skal þó tekið fram að það er nóg að breyta hluta áskriftarinnar til að geta tekið við enska boltanum. Hægt er að breyta ASDL-línunni sem kemur inn á heimilið þannig að hún tengist Símanum en sjálf internetáskriftin getur áfram verið hjá þeim aðila sem var fyrir. Engu að síður þarf nýjan beini frá Símanum. Það er hætt við því að margir hristi hausinn yfir þessari hringavitleysu og er það engin furða. Eflaust er það tímanna tákn að enski boltinn skuli vera kominn á "netið" en á meðan að Síminn getur ekki boðið upp á betri móttökumöguleika bið ég frekar um Bjarna Fel á gömlu góðu Rúv á laugardagseftirmiðdögum. Það skal tekið fram að grein þessi er fyrst og fremst skrifuð af áhugamanni um enska boltann. Greinarhöfundur er starfsmaður 365 prentmiðla sem er í eigu Og Vodafone, helsta samkeppnisaðila Símans. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - eirikurst@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Síminn á eitt öflugasta dreifikerfi landsins fyrir sjónvarpsútsendingar sem heitir breiðbandið. Og nú hefur Síminn fest kaup á enska boltanum, einu vinsælasta sjónvarpsefninu á markaðnum. Allajafna ætti það ekki að valda neinum vandkvæðum en breiðbandið er fjarri því gallalaust. Óski einhver þess að tengjast breiðbandinu heima hjá sér er það háð því að breiðbandskapallinn sé tengdur viðkomandi húsi. Og sé það ekki tilfellið, verður viðkomandi aðili hreinlega að bíða þar til það er gert. Það er ekki hægt að panta kapalinn heim. Það er langur vegur frá því að allir eigi þess kost að tengjast breiðbandinu, hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. En sem betur fer fyrir áhugamenn um enska boltann ætlar Síminn að dreifa efninu um ADSL-merki sem næst í gegnum flest símatengi landsins. Það þarf bara að panta það og er dreifingin á ADSL-merkinu mun betri en í tilfelli breiðbandsins. Þar með mætti halda því fram að vandinn sé leystur. Síminn ætlar að bjóða upp á fleiri leiki en nokkru sinni áður hefur þekkst, um 350 leiki á einu tímabili. Frábært fyrir alla áhugamenn um enska boltann. En ég set stór spurningamerki um sjónvarp um ADSL eins og það heitir. Það er eitt að dreifa sjónvarpsútsendingum með slíkum hætti sem annars væri hægt að nálgast annars staðar eða þá efni sem teldist ekki sérstaklega vinsælt. Enski boltinn hefur verið jafn lengi á Íslandi og íslenskt sjónvarp. Hann er hluti af íslensku þjóðlífi enda gífurlega margir sem fylgjast með. En nú er hann kominn í jaðarinn. Það er ekki vitlaust að hafa enska boltann á stað þar sem hann traðkar ekki á öðru dagskrárefni. Þar, eins og öllu öðru íþróttaefni, líður honum best. En það verður þá að hafa boltann aðgengilegan fyrir alla. Það er mín skoðun að með núverandi fyrirkomulagi sé það ekki tilfellið. Til þess að geta tekið á móti sjónvarpi um ADSL þarf sérstakan beini sem getur breytt merkinu sem kemur með símasnúrunni þannig að sjónvarpið geti tekið á móti því. Þeir sem eru nú þegar með internettengingu heima hjá sér þurfa því að skipta um beini og þeir sem eiga ekki tölvu þurfa nú að fá móttökubúnað fyrir internetið heim til sín. Þess utan þarf sérstakan myndlykil til að flakka á milli rása. Semsagt enn ein fjarstýringin á sófaborðið. Og eins og gefur að skilja þá fylgir enski boltinn aðeins ADSL-merki frá Símanum. Sem þýðir að viðskiptavinir annarra internetþjónustuaðila þurfa að færa viðskipti sín til Símans. Miðað við samkeppnina á markaðnum eru það ósköp venjulegir viðskiptahættir. En mér finnst mjög sorglegt að áhugamenn um enska boltann þurfa nú að krukka í internetviðskiptum sínum bara til að fá boltann heim í stofu. Margir eru skuldbundnir öðrum fyrirtækjum og þurfa nú að greiða "lausnargjald" til að fría sig undan þeim kvöðum. Það skal þó tekið fram að það er nóg að breyta hluta áskriftarinnar til að geta tekið við enska boltanum. Hægt er að breyta ASDL-línunni sem kemur inn á heimilið þannig að hún tengist Símanum en sjálf internetáskriftin getur áfram verið hjá þeim aðila sem var fyrir. Engu að síður þarf nýjan beini frá Símanum. Það er hætt við því að margir hristi hausinn yfir þessari hringavitleysu og er það engin furða. Eflaust er það tímanna tákn að enski boltinn skuli vera kominn á "netið" en á meðan að Síminn getur ekki boðið upp á betri móttökumöguleika bið ég frekar um Bjarna Fel á gömlu góðu Rúv á laugardagseftirmiðdögum. Það skal tekið fram að grein þessi er fyrst og fremst skrifuð af áhugamanni um enska boltann. Greinarhöfundur er starfsmaður 365 prentmiðla sem er í eigu Og Vodafone, helsta samkeppnisaðila Símans. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - eirikurst@frettabladid.is
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun