Innlent

Ker vill niðurfellingu sekta

Þingfest var í Héraðsdómi Reyjavíkur í gær kæra eignarhaldsfélagsins Kers, sem á Olíufélagið Essó, á hendur ríkinu og samkeppnisyfirvöldum til að fá ógiltan fyrri úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá því í janúar um samráð olíufélaganna. Varakrafa Kers felur í sér niðurfellingu eða lækkun 495 milljóna króna sektar samkeppnisyfirvalda. Olís og Skeljungur, sem einnig hlutu sektir, undirbúa eigin stefnur á hendur ríkinu. Þá var einnig þingfest í gær skaðabótamál Neytendasamtakanna á hendur Keri vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×