Efast um hæfi saksóknara 1. júlí 2005 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs gagnrýnir harðlega tæplega þriggja ára rannsókn lögreglu á meintum brotum tengdum fyrirtæki hans í bréfi sem hann ritaði Ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Hann fer fram á að kannað verði hvort Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar embættisins, væri vanhæfur til frekari meðferðar á Baugsmálinu. Jón Ásgeir segir rannsókn lögreglu hafa hafist á "mjög óvæginn hátt" með húsleitar- og handtökukröfu og telur að afla hefði mátt gagna með mildilegri hætti. "Allt var þetta að mínu mati byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings og bar bersýnilega keim af hefndaraðgerð, annars vegar af persónulegum ástæðum og hins vegar af óánægju með lok viðskipta við Baug," segir hann og telur að lögregla hafi rasað um ráð fram í upphafi. "Allar síðari aðgerðir miðast augljóslega við að réttlæta upphafleg viðbrögð," bætir hann við og telur varhugavert hvernig blandað er í málinu saman rannsóknar- og ákæruvaldi. "Sami einstaklingur tekur ákvarðanir um rannsóknaraðgerðir og um hvort tilefni sé til ákæru. Með þessu fyrirkomulagi heyrir sjálfstætt mat ákæruvalds sögunni til." Í bréfinu rekur Jón Ásgeir upphaf málsins til kæru Jóns Geralds Sullenbergers á ágústlok 2002. "Grundvöllur upphaflegra ásakana Jóns Geralds er löngu brostinn," segir hann og undrast hvernig rannsóknin hefur dregist meðan ný sakarefni koma fram eftir því sem önnur eru hrakin. Að sama skapi gagnrýnir Jón Ásgeir hvernig fregnir af rannsókn lögreglu á Baugi hafi borist í fjölmiðla. "Svo virðirst sem einhver eða einhverjir innan embættis ríkislögreglustjórans sjái sér hag í því að leka markvisst fréttum af rannsókn málsins," segir hann og tekur dæmi um hvernig fregnir hafi borist af fyrirhuguðum yfirheyrslum, húsleitum og handtökum hafi verið á vitorði fjölmiðla áður en til þeirra hafi komið. "Blaðamenn hrindu í Magnús Guðmundsson, bankastjóra Kaupthing Bank í Luxemborg, og spurðu frétta af húsleitinni áður en lögreglan var komin í húsnæði Kaupthing." Jón H. Snorrason kvaðst ekki myndu tjá sig um gagnrýni Jóns Ásgeirs á rannsókn lögreglu að sinni. Jón Gerald Sullenberger í Kastljósinu: Sakar Jón Ásgeir um brot á trúnaðarsamningi Jón Gerald Sullenberger sagðist í Kastljósi Sjónvarpins í gærkvöldi ætla að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fyrir brot á trúnaðarsamkomulagi sem hann hafi rofið með því að opinbera bréfaskriftir sínar til embættis Ríkislögreglustjóra. "Í þessum bréfum sem hann síðan dreifir um fjölmiðlana er hann náttúrlega að fara ofan í þessi mál og ofan í okkar samskipti," sagði hann og vísaði til samkomulags fyrir dómi í Bandaríkjunum þegar gengið var frá kröfum hans. "Þá var ákveðið að þetta mál yrði ekki rætt meira." Í sama viðtali ásakaði Jón Gerald Jónatan Þórmundsson lagaprófessor sem hefði fengið háar fjárhæðir greiddar fyrir álitsgerð sem væri sakborningum í Baugsmálinu í hag, en um hana er fjallað á síðu 10 í blaðinu. "Ég tel mig vita um margt sem vantar í þessa álitsgerð," sagði hann. Þá hafnaði Jón Gerald því alfarið að heift í garð Jóns Ásgeirs eða vonbrigði með viðskiptaslit hafi ráðið gjörðum hans þegar hann lagði fram kæru sína á haustdögum 2002. "Það er alrangt, vegna þess að ég átti kröfur á þá sem þeir voru ekki að uppfylla, bæði viðskiptakröfur og reikninga. Það er mjög eðlilegt þegar þú selur fyrirtækjum vörur að þú viljir fá greitt fyrir þær. Þess vegna fór ég í mál." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs gagnrýnir harðlega tæplega þriggja ára rannsókn lögreglu á meintum brotum tengdum fyrirtæki hans í bréfi sem hann ritaði Ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Hann fer fram á að kannað verði hvort Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar embættisins, væri vanhæfur til frekari meðferðar á Baugsmálinu. Jón Ásgeir segir rannsókn lögreglu hafa hafist á "mjög óvæginn hátt" með húsleitar- og handtökukröfu og telur að afla hefði mátt gagna með mildilegri hætti. "Allt var þetta að mínu mati byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings og bar bersýnilega keim af hefndaraðgerð, annars vegar af persónulegum ástæðum og hins vegar af óánægju með lok viðskipta við Baug," segir hann og telur að lögregla hafi rasað um ráð fram í upphafi. "Allar síðari aðgerðir miðast augljóslega við að réttlæta upphafleg viðbrögð," bætir hann við og telur varhugavert hvernig blandað er í málinu saman rannsóknar- og ákæruvaldi. "Sami einstaklingur tekur ákvarðanir um rannsóknaraðgerðir og um hvort tilefni sé til ákæru. Með þessu fyrirkomulagi heyrir sjálfstætt mat ákæruvalds sögunni til." Í bréfinu rekur Jón Ásgeir upphaf málsins til kæru Jóns Geralds Sullenbergers á ágústlok 2002. "Grundvöllur upphaflegra ásakana Jóns Geralds er löngu brostinn," segir hann og undrast hvernig rannsóknin hefur dregist meðan ný sakarefni koma fram eftir því sem önnur eru hrakin. Að sama skapi gagnrýnir Jón Ásgeir hvernig fregnir af rannsókn lögreglu á Baugi hafi borist í fjölmiðla. "Svo virðirst sem einhver eða einhverjir innan embættis ríkislögreglustjórans sjái sér hag í því að leka markvisst fréttum af rannsókn málsins," segir hann og tekur dæmi um hvernig fregnir hafi borist af fyrirhuguðum yfirheyrslum, húsleitum og handtökum hafi verið á vitorði fjölmiðla áður en til þeirra hafi komið. "Blaðamenn hrindu í Magnús Guðmundsson, bankastjóra Kaupthing Bank í Luxemborg, og spurðu frétta af húsleitinni áður en lögreglan var komin í húsnæði Kaupthing." Jón H. Snorrason kvaðst ekki myndu tjá sig um gagnrýni Jóns Ásgeirs á rannsókn lögreglu að sinni. Jón Gerald Sullenberger í Kastljósinu: Sakar Jón Ásgeir um brot á trúnaðarsamningi Jón Gerald Sullenberger sagðist í Kastljósi Sjónvarpins í gærkvöldi ætla að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fyrir brot á trúnaðarsamkomulagi sem hann hafi rofið með því að opinbera bréfaskriftir sínar til embættis Ríkislögreglustjóra. "Í þessum bréfum sem hann síðan dreifir um fjölmiðlana er hann náttúrlega að fara ofan í þessi mál og ofan í okkar samskipti," sagði hann og vísaði til samkomulags fyrir dómi í Bandaríkjunum þegar gengið var frá kröfum hans. "Þá var ákveðið að þetta mál yrði ekki rætt meira." Í sama viðtali ásakaði Jón Gerald Jónatan Þórmundsson lagaprófessor sem hefði fengið háar fjárhæðir greiddar fyrir álitsgerð sem væri sakborningum í Baugsmálinu í hag, en um hana er fjallað á síðu 10 í blaðinu. "Ég tel mig vita um margt sem vantar í þessa álitsgerð," sagði hann. Þá hafnaði Jón Gerald því alfarið að heift í garð Jóns Ásgeirs eða vonbrigði með viðskiptaslit hafi ráðið gjörðum hans þegar hann lagði fram kæru sína á haustdögum 2002. "Það er alrangt, vegna þess að ég átti kröfur á þá sem þeir voru ekki að uppfylla, bæði viðskiptakröfur og reikninga. Það er mjög eðlilegt þegar þú selur fyrirtækjum vörur að þú viljir fá greitt fyrir þær. Þess vegna fór ég í mál."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira