Innlent

40-50 teknir fyrir hraðakstur

MYND/Vísir
Á milli fjörutíu og fimmtíu ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Akureyri í gær og í nótt. Sá sem mældist á mestum hraða var á rúmlega hundrað og fjörutíu kílómetra hraða á þjóðvegi þar sem hámarkshraðinn er níutíu. Að sögn lögreglunnar fyrir norðan er rólegt í bænum sjálfum en stöðug umferð var langt fram á kvöld í gær á þjóðvegum í nágrenni Akureyrar. Þá stöðvaði lögreglan í Ólafsvík tíu manns fyrir hraðakstur í gær og tvo fyrir ölvunarakstur. Um það bil fimm þúsund manns eru nú í Ólafsvík þar sem færeyskir dagar standa yfir og að sögn lögreglunnar hefur verið töluvert um ölvun á svæðinu en þó hafa engin stór óhöpp orðið.  Í Reykjavík og nágrenni var hins vegar mjög rólegt í nótt, enda stuðboltarnir væntanlega flestir farnir út á land.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×