Mannslát og grunur um nauðganir 2. júlí 2005 00:01 Grunur leikur á að unglingsstúlku hafi verið nauðgað í Ólafsvík í nótt eftir að hafa verið byrlað ólyfjan. Karlmaður er í haldi lögreglunnar á Höfn í Hornafirði grunaður um aðra nauðgun. Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í Ketillaugarfjalli við Höfn í dag. Ekki er vitað hvað varð honum að aldurtila. Maðurinn, sem var á sextugsaldri, var heimamaður en hann fannst síðdegis. Hann hafði fallið fram af brún en ekki er vitað hvort það varð honum að bana eða hvort hann hafi fengið aðsvif og þess vegna fallið. Tilkynnt var um nauðgunina á Höfn í morgun. Í kjölfarið handtók lögreglan karlmann sem grunaður er um verknaðinn og er hann nú haldi lögreglunnar. Þá kom upp fíkinefnamál í bænum í nótt við reglubundið eftirlit lögreglu. Mikill erill hefur verið hjá lögreglunni á Höfn vegna Humarhátíðar sem þar stendur nú yfir en fyrir utan það sem nefnt var að framan hefur allt gengið vel fyrir sig. Grunur leikur á að fimmtán ára stúlku hafi verið nauðgað í Ólafsvík í nótt eftir að henni var byrluð ólyfjan. Hún var fyrst flutt á heilsugæslustöðina en síðan á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi. Að sögn lögreglu eru litlar vísbendingar sem hægt er að fara eftir. Þá leikur grunur á að eitthvað hafi verið sett út í drykk tveggja annarra stúlkna. Færeyskir dagar standa yfir í Ólafsvík og talið að um 5000 manns hafi komið þar saman. Vonskuveður setti strik í reikninginn og aðstoðuðu björgunarsveitir og lögregla fólk við að taka saman búnað sinn. Fólkinu var útvegað skjól í íþróttahúsin bæjarins og þegar það var orðið fullt var skólinn opnaður. Ferðamenn hafa yfirgefið bæinn í stórum stíl. Þá eru um 300 manns samankomnir að Skógum þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á klósettum og slíku að sögn verkefnisstjóra Landsbjargar. Á Kaldármelum eru tæplega 2000 manns en þar hafa hlutirnir að mestu gengið vel fyrir sig. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Grunur leikur á að unglingsstúlku hafi verið nauðgað í Ólafsvík í nótt eftir að hafa verið byrlað ólyfjan. Karlmaður er í haldi lögreglunnar á Höfn í Hornafirði grunaður um aðra nauðgun. Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í Ketillaugarfjalli við Höfn í dag. Ekki er vitað hvað varð honum að aldurtila. Maðurinn, sem var á sextugsaldri, var heimamaður en hann fannst síðdegis. Hann hafði fallið fram af brún en ekki er vitað hvort það varð honum að bana eða hvort hann hafi fengið aðsvif og þess vegna fallið. Tilkynnt var um nauðgunina á Höfn í morgun. Í kjölfarið handtók lögreglan karlmann sem grunaður er um verknaðinn og er hann nú haldi lögreglunnar. Þá kom upp fíkinefnamál í bænum í nótt við reglubundið eftirlit lögreglu. Mikill erill hefur verið hjá lögreglunni á Höfn vegna Humarhátíðar sem þar stendur nú yfir en fyrir utan það sem nefnt var að framan hefur allt gengið vel fyrir sig. Grunur leikur á að fimmtán ára stúlku hafi verið nauðgað í Ólafsvík í nótt eftir að henni var byrluð ólyfjan. Hún var fyrst flutt á heilsugæslustöðina en síðan á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi. Að sögn lögreglu eru litlar vísbendingar sem hægt er að fara eftir. Þá leikur grunur á að eitthvað hafi verið sett út í drykk tveggja annarra stúlkna. Færeyskir dagar standa yfir í Ólafsvík og talið að um 5000 manns hafi komið þar saman. Vonskuveður setti strik í reikninginn og aðstoðuðu björgunarsveitir og lögregla fólk við að taka saman búnað sinn. Fólkinu var útvegað skjól í íþróttahúsin bæjarins og þegar það var orðið fullt var skólinn opnaður. Ferðamenn hafa yfirgefið bæinn í stórum stíl. Þá eru um 300 manns samankomnir að Skógum þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á klósettum og slíku að sögn verkefnisstjóra Landsbjargar. Á Kaldármelum eru tæplega 2000 manns en þar hafa hlutirnir að mestu gengið vel fyrir sig.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira