Peningaþvætti ekki í ákæruliðunum 3. júlí 2005 00:01 Peningaþvætti kemur ekki fyrir í ákæruliðunum í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjórinn fékk fyrir rúmum fjórtán mánuðum aðgang að gögnum Kaupþings í Lúxemborg um reikninga fyrirtækja Baugs á þeim forsendum að sterkur grunur léki á peningaþvætti. Í Lúxemborg ríkir bankaleynd og aðgangur að reikningum er aðeins veittur lögreglu ef grunur leikur á peningaþvætti eða innherjaviðskiptum. Samkævmt öruggum heimildum fréttastofu koma hvorki peningaþvætti né innherjaviðskipti fyrir í ákæruliðunum fjörutíu í Baugsmálinu. Að öðru leyti hafa engar upplýsingar fengist um innihald ákæruliðanna að öðru leyti en því að þar séu mjög alvarlegar ásakanir um fjárdrátt. Ákærurnar verða ekki þingfestar fyrr en 17. ágúst og verða því ekki gerðar opinberar fyrr en þá. Ekki er óvarlegt að ætla að ferlið sem þá taki við gæti tekið eitt og hálft til tvö ár og fyrst þá verði málið til lykta leitt. Í gær sagðist Jón Gerald Sullenberger ætla í meiðyrðamál við Jónatan Þórmundsson lagaprófessor. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir hann ekki hafa nokkrar forsendur til þess, enda hafi það komið fram í fréttum Ríkissjónvarpssins í gær að Jón Gerald hafi viðurkennt í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa haft í hótunum við Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra fyrirtækisins. Það sé því alls ekki of langt gengið hjá Jónatani að komast að þeirri niðurstöðu að Jón Gerald hafi farið fram með málið af hefndarhug. „Ég held að það væri þá nær fyrir Jónatan Þórmundsson að íhuga einhvers konar málsókn á hendur Jóni Gerald, en það mun hann auðvitað ekki gera því þetta er auðvitað ekki svaravert,“ segir Hreinn. Hreinn telur það einkennilega tilviljun að Jón Gerald, sem búsettur er í Bandaríkjunum, hafi verið staðsettur á Íslandi þegar ákærur voru gefnar út. Honum finnst það allt að því broslegt að hann hafi verið hér á þeim tímapunkti, gefi viðtöl og hóti að fara í mál við allt og alla.m Aðspurður hvort hann telji að Jón Gerald hafi vitað hvenær ákæran yrði birt segist Hreinn ekki hafa hugmynd um það en tímasetning heimsóknar Jóns sé óneitanlega athyglisverð. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að kaup Baugs á Somerfield-verslanakeðjunni væru komin í uppnám vegna ákærunnar á eigendur Baugs. Sunday Times greindi frá því að Jón Ásgeir hefði boðist til að draga sig út úr tilboðinu, enda gæti fjármögnun kaupanna reynst erfið því hæpið væri að bankar myndu lána til kaupanna á meðan slíkt óvissuástand ríkti um Baug. Hreinn segir þetta vissulega munu hafa mikil áhrif fyrir félagið erlendis og það sé verkefni sem verið sé að takast á við um þessar mundir. Í dagblaðinu Daily Telegraph í dag var því haldið fram að einn ákæruliðanna gegn Jóni Ásgeiri sneri að kaupum Baugs á verslunum 10-11. Jón Ásgeir hafi hagnast persónulega á kaupunum með því að kaupa verslanakeðjuna fyrst sjálfur, en selja hana síðan Baugi. Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Peningaþvætti kemur ekki fyrir í ákæruliðunum í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjórinn fékk fyrir rúmum fjórtán mánuðum aðgang að gögnum Kaupþings í Lúxemborg um reikninga fyrirtækja Baugs á þeim forsendum að sterkur grunur léki á peningaþvætti. Í Lúxemborg ríkir bankaleynd og aðgangur að reikningum er aðeins veittur lögreglu ef grunur leikur á peningaþvætti eða innherjaviðskiptum. Samkævmt öruggum heimildum fréttastofu koma hvorki peningaþvætti né innherjaviðskipti fyrir í ákæruliðunum fjörutíu í Baugsmálinu. Að öðru leyti hafa engar upplýsingar fengist um innihald ákæruliðanna að öðru leyti en því að þar séu mjög alvarlegar ásakanir um fjárdrátt. Ákærurnar verða ekki þingfestar fyrr en 17. ágúst og verða því ekki gerðar opinberar fyrr en þá. Ekki er óvarlegt að ætla að ferlið sem þá taki við gæti tekið eitt og hálft til tvö ár og fyrst þá verði málið til lykta leitt. Í gær sagðist Jón Gerald Sullenberger ætla í meiðyrðamál við Jónatan Þórmundsson lagaprófessor. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir hann ekki hafa nokkrar forsendur til þess, enda hafi það komið fram í fréttum Ríkissjónvarpssins í gær að Jón Gerald hafi viðurkennt í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa haft í hótunum við Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra fyrirtækisins. Það sé því alls ekki of langt gengið hjá Jónatani að komast að þeirri niðurstöðu að Jón Gerald hafi farið fram með málið af hefndarhug. „Ég held að það væri þá nær fyrir Jónatan Þórmundsson að íhuga einhvers konar málsókn á hendur Jóni Gerald, en það mun hann auðvitað ekki gera því þetta er auðvitað ekki svaravert,“ segir Hreinn. Hreinn telur það einkennilega tilviljun að Jón Gerald, sem búsettur er í Bandaríkjunum, hafi verið staðsettur á Íslandi þegar ákærur voru gefnar út. Honum finnst það allt að því broslegt að hann hafi verið hér á þeim tímapunkti, gefi viðtöl og hóti að fara í mál við allt og alla.m Aðspurður hvort hann telji að Jón Gerald hafi vitað hvenær ákæran yrði birt segist Hreinn ekki hafa hugmynd um það en tímasetning heimsóknar Jóns sé óneitanlega athyglisverð. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að kaup Baugs á Somerfield-verslanakeðjunni væru komin í uppnám vegna ákærunnar á eigendur Baugs. Sunday Times greindi frá því að Jón Ásgeir hefði boðist til að draga sig út úr tilboðinu, enda gæti fjármögnun kaupanna reynst erfið því hæpið væri að bankar myndu lána til kaupanna á meðan slíkt óvissuástand ríkti um Baug. Hreinn segir þetta vissulega munu hafa mikil áhrif fyrir félagið erlendis og það sé verkefni sem verið sé að takast á við um þessar mundir. Í dagblaðinu Daily Telegraph í dag var því haldið fram að einn ákæruliðanna gegn Jóni Ásgeiri sneri að kaupum Baugs á verslunum 10-11. Jón Ásgeir hafi hagnast persónulega á kaupunum með því að kaupa verslanakeðjuna fyrst sjálfur, en selja hana síðan Baugi.
Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira