Ökum miðað við aðstæður 7. júlí 2005 00:01 Nú er Vegagerðin að átta sig á því að óeðlilegt sé að sami hámarkshraði gildi á öllum stofnvegum landsins. Því er hún að setja upp ný merki á ýmsum stöðum sem kalla á að dregið sé úr hraða, svo sem við blindhæðir, krappar beygjur, brekkur eða aðrar varhugaverðar akstursaðstæður. Þau merki eiga að sýna leiðbeinandi hámarkshraða. Það er besta mál. Að sama skapi mætti líka hækka leiðbeinandi hámarkshraða á vissum vegaköflum landsins sem eru það góðir að reglur um 90 kílómetra hámarkshraða bjóða uppá það eitt að verða brotnar? Akstur verður nefnilega alltaf að fara eftir aðstæðum. Maður sem er einn á ferð um Mýrdalssand á beinum og sléttum vegi á góðum degi skapar ólíkt minni hættu í umferðinni þótt hann aki á 110 kílómetra hraða en sá sem brunar niður Ártúnsbrekkuna á 90, aftan í rassinum á næsta bíl sem er aftan í rassinum á næsta bíl. Vegfarandinn á sandinum má hinsvegar eiga von á að verða sektaður um háar fjárhæðir af því hann er að brjóta lög. Það er margt að varast þegar haldið er út á þjóðvegina. Hraðakstur er vítaverður en þeir sem aka undir eðlilegum hraða á greiðfærum vegum við góð skilyrði skapa einnig hættu. Þeir halda bílaröðunum fyrir aftan sig og verða lestarstjórar. Ökumenn sem í aftari vögnunum sitja fyllast óþolinmæði og stressi og neyta færis að spana framúr sem þeir freista síðan stundum að gera við of þröngar aðstæður. Þá er munar oft mjóu - og jafnvel engu. Til að allt gangi óhappalaust er mikilvægt að allir vegfarendur haldi sem jöfnustum hraða og hafi gott bil á milli bíla. Álagið er vissulega mikið á akvegi landsins á þessum árstíma. Umferðarþunginn er verulegur í miðri viku og enn meiri um helgar, ekki síst í nágrenni höfuðborgarinnar. Þar má oft líkja vegunum við straumþungt fljót, þó með þeirri undantekningu að rennslið er í báðar áttir í einum og sama farveginum. Þjóðin er á faraldsfæti að keppast við að njóta þess besta sem landið hefur uppá að bjóða svo og erlendir ferðamenn sem í stórum stíl nota sumarfríið sitt til að heimsækja eldfjallaeyjuna norður við heimskautsbaug. Þar á ofan bætist að mest allir vöruflutningar út um land eru lagðir á vegina í stað þess að nota skip til að flytja þungavarning meðfram ströndum og inná hafnir landsins eins og hentugt sýnist þó í eyríki eins og okkar. Allt þetta og fleira til gerir það að verkum að ferðalög um landið krefjast varúðar. Vegarollurnar eru sér kapítuli. Þeim þarf nauðsynlega að bægja frá með einhverjum ráðum og þar geta bændur lagt sitt af mörkum með því að venja fé sitt fjarri vegum eða hafa það í áheldi. Það er efni í annan pistil. Gunnþóra Gunnarsdóttir - gun@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnþóra Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er Vegagerðin að átta sig á því að óeðlilegt sé að sami hámarkshraði gildi á öllum stofnvegum landsins. Því er hún að setja upp ný merki á ýmsum stöðum sem kalla á að dregið sé úr hraða, svo sem við blindhæðir, krappar beygjur, brekkur eða aðrar varhugaverðar akstursaðstæður. Þau merki eiga að sýna leiðbeinandi hámarkshraða. Það er besta mál. Að sama skapi mætti líka hækka leiðbeinandi hámarkshraða á vissum vegaköflum landsins sem eru það góðir að reglur um 90 kílómetra hámarkshraða bjóða uppá það eitt að verða brotnar? Akstur verður nefnilega alltaf að fara eftir aðstæðum. Maður sem er einn á ferð um Mýrdalssand á beinum og sléttum vegi á góðum degi skapar ólíkt minni hættu í umferðinni þótt hann aki á 110 kílómetra hraða en sá sem brunar niður Ártúnsbrekkuna á 90, aftan í rassinum á næsta bíl sem er aftan í rassinum á næsta bíl. Vegfarandinn á sandinum má hinsvegar eiga von á að verða sektaður um háar fjárhæðir af því hann er að brjóta lög. Það er margt að varast þegar haldið er út á þjóðvegina. Hraðakstur er vítaverður en þeir sem aka undir eðlilegum hraða á greiðfærum vegum við góð skilyrði skapa einnig hættu. Þeir halda bílaröðunum fyrir aftan sig og verða lestarstjórar. Ökumenn sem í aftari vögnunum sitja fyllast óþolinmæði og stressi og neyta færis að spana framúr sem þeir freista síðan stundum að gera við of þröngar aðstæður. Þá er munar oft mjóu - og jafnvel engu. Til að allt gangi óhappalaust er mikilvægt að allir vegfarendur haldi sem jöfnustum hraða og hafi gott bil á milli bíla. Álagið er vissulega mikið á akvegi landsins á þessum árstíma. Umferðarþunginn er verulegur í miðri viku og enn meiri um helgar, ekki síst í nágrenni höfuðborgarinnar. Þar má oft líkja vegunum við straumþungt fljót, þó með þeirri undantekningu að rennslið er í báðar áttir í einum og sama farveginum. Þjóðin er á faraldsfæti að keppast við að njóta þess besta sem landið hefur uppá að bjóða svo og erlendir ferðamenn sem í stórum stíl nota sumarfríið sitt til að heimsækja eldfjallaeyjuna norður við heimskautsbaug. Þar á ofan bætist að mest allir vöruflutningar út um land eru lagðir á vegina í stað þess að nota skip til að flytja þungavarning meðfram ströndum og inná hafnir landsins eins og hentugt sýnist þó í eyríki eins og okkar. Allt þetta og fleira til gerir það að verkum að ferðalög um landið krefjast varúðar. Vegarollurnar eru sér kapítuli. Þeim þarf nauðsynlega að bægja frá með einhverjum ráðum og þar geta bændur lagt sitt af mörkum með því að venja fé sitt fjarri vegum eða hafa það í áheldi. Það er efni í annan pistil. Gunnþóra Gunnarsdóttir - gun@frettabladid.is
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar