Hættulegt birgðahald í heimahúsum 8. júlí 2005 00:01 "Þetta er ekki einungis stórhættulegt heldur brýtur þetta í bága við lög og er snarbannað," segir Björn Karlsson, brunamálastjóri hjá Brunamálastofnun. Hundruðir ef ekki þúsundir bíleigenda hömstruðu dísilolíu sem mest þeir máttu fyrir síðustu mánaðarmót og notuðu til þess ýmis konar ílát sem nú eru geymd við heimahús, í bílskúrum og iðnaðarhúsnæðum víða um landið. Söluaðilar víða um landið höfðu sömu sögu að segja. Fyrirséð hafi verið að olían hækkaði um helming og menn notað öll tiltæk ráð til að hamstra. Gunnlaugur Axelsson, hjá Esso á Egilsstöðum, sagði hamstur hafa verið mjög áberandi. "Mjög margir fylltu bíla sína og einhver ílát að auki og talsvert var um að menn kæmu margar ferðir með tunnur og öll önnur ílát sem dugðu til." Bjarni Kristinsson, eigandi Bjarnabúðar á Selfossi, tók í sama streng og sagðist hafa heyrt ýmsar útgáfur af því hvernig menn geymdu olíuna á vafasömum stöðum. "Það hömstruðu flestir dísilbílaeigendur enda ósköp skiljanlegt þegar hægt að spara sér miklar upphæðir." Dæmi voru um að tunnur og plastílát seldust upp í byggingavöruverslunum á landsbyggðinni daginn fyrir olíubreytinguna enda hækkaði lítraverð á dísilolíu um helming á einni nóttu og því eftir miklu að slægjast. Einn viðmælandi sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði nágranna sinn hafa fyllt tóma rotþró af olíu og geymdi hana fast upp við íbúðarhús sitt. Bensínafgreiðslumaður fyrir norðan afgreiddi annan sem keypti nóg magn í tunnur til að endast honum næstu árin. Gestur Guðjónsson, yfirmaður öryggismála hjá Olíudreifingu, sagði að sala dísilolíu vikuna fyrir mánaðarmót hefði verið margföld á við venjulega og ljóst að fjölmargir landsmenn hömstruðu þá vikuna. "Við vorum búnir að vara við þessu fyrir löngu síðan. Eftirlit með þessu var lítið sem ekkert og það er ekki hlutverk olíufélaganna að banna viðskiptavinum sínum kaup á olíu. Í raun gæti viðskiptavinur heimtað að við dældum sundlaug hans fulla af olíu og við urðum að hlýða. Þetta er enn eitt klúður ríkisins við upptöku þessa olíugjalds þegar aðrar þjóðir Evrópu eru að leggja þetta af." Brunamálastjóri sagði hættuna mikla af því að geyma olíu inni í byggingum. "Hún er ekki eins eldfim og bensínið en guð hjálpi þeim sem koma að slíkum birgðum í brennandi húsi." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
"Þetta er ekki einungis stórhættulegt heldur brýtur þetta í bága við lög og er snarbannað," segir Björn Karlsson, brunamálastjóri hjá Brunamálastofnun. Hundruðir ef ekki þúsundir bíleigenda hömstruðu dísilolíu sem mest þeir máttu fyrir síðustu mánaðarmót og notuðu til þess ýmis konar ílát sem nú eru geymd við heimahús, í bílskúrum og iðnaðarhúsnæðum víða um landið. Söluaðilar víða um landið höfðu sömu sögu að segja. Fyrirséð hafi verið að olían hækkaði um helming og menn notað öll tiltæk ráð til að hamstra. Gunnlaugur Axelsson, hjá Esso á Egilsstöðum, sagði hamstur hafa verið mjög áberandi. "Mjög margir fylltu bíla sína og einhver ílát að auki og talsvert var um að menn kæmu margar ferðir með tunnur og öll önnur ílát sem dugðu til." Bjarni Kristinsson, eigandi Bjarnabúðar á Selfossi, tók í sama streng og sagðist hafa heyrt ýmsar útgáfur af því hvernig menn geymdu olíuna á vafasömum stöðum. "Það hömstruðu flestir dísilbílaeigendur enda ósköp skiljanlegt þegar hægt að spara sér miklar upphæðir." Dæmi voru um að tunnur og plastílát seldust upp í byggingavöruverslunum á landsbyggðinni daginn fyrir olíubreytinguna enda hækkaði lítraverð á dísilolíu um helming á einni nóttu og því eftir miklu að slægjast. Einn viðmælandi sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði nágranna sinn hafa fyllt tóma rotþró af olíu og geymdi hana fast upp við íbúðarhús sitt. Bensínafgreiðslumaður fyrir norðan afgreiddi annan sem keypti nóg magn í tunnur til að endast honum næstu árin. Gestur Guðjónsson, yfirmaður öryggismála hjá Olíudreifingu, sagði að sala dísilolíu vikuna fyrir mánaðarmót hefði verið margföld á við venjulega og ljóst að fjölmargir landsmenn hömstruðu þá vikuna. "Við vorum búnir að vara við þessu fyrir löngu síðan. Eftirlit með þessu var lítið sem ekkert og það er ekki hlutverk olíufélaganna að banna viðskiptavinum sínum kaup á olíu. Í raun gæti viðskiptavinur heimtað að við dældum sundlaug hans fulla af olíu og við urðum að hlýða. Þetta er enn eitt klúður ríkisins við upptöku þessa olíugjalds þegar aðrar þjóðir Evrópu eru að leggja þetta af." Brunamálastjóri sagði hættuna mikla af því að geyma olíu inni í byggingum. "Hún er ekki eins eldfim og bensínið en guð hjálpi þeim sem koma að slíkum birgðum í brennandi húsi."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira