Hættulegt birgðahald í heimahúsum 8. júlí 2005 00:01 "Þetta er ekki einungis stórhættulegt heldur brýtur þetta í bága við lög og er snarbannað," segir Björn Karlsson, brunamálastjóri hjá Brunamálastofnun. Hundruðir ef ekki þúsundir bíleigenda hömstruðu dísilolíu sem mest þeir máttu fyrir síðustu mánaðarmót og notuðu til þess ýmis konar ílát sem nú eru geymd við heimahús, í bílskúrum og iðnaðarhúsnæðum víða um landið. Söluaðilar víða um landið höfðu sömu sögu að segja. Fyrirséð hafi verið að olían hækkaði um helming og menn notað öll tiltæk ráð til að hamstra. Gunnlaugur Axelsson, hjá Esso á Egilsstöðum, sagði hamstur hafa verið mjög áberandi. "Mjög margir fylltu bíla sína og einhver ílát að auki og talsvert var um að menn kæmu margar ferðir með tunnur og öll önnur ílát sem dugðu til." Bjarni Kristinsson, eigandi Bjarnabúðar á Selfossi, tók í sama streng og sagðist hafa heyrt ýmsar útgáfur af því hvernig menn geymdu olíuna á vafasömum stöðum. "Það hömstruðu flestir dísilbílaeigendur enda ósköp skiljanlegt þegar hægt að spara sér miklar upphæðir." Dæmi voru um að tunnur og plastílát seldust upp í byggingavöruverslunum á landsbyggðinni daginn fyrir olíubreytinguna enda hækkaði lítraverð á dísilolíu um helming á einni nóttu og því eftir miklu að slægjast. Einn viðmælandi sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði nágranna sinn hafa fyllt tóma rotþró af olíu og geymdi hana fast upp við íbúðarhús sitt. Bensínafgreiðslumaður fyrir norðan afgreiddi annan sem keypti nóg magn í tunnur til að endast honum næstu árin. Gestur Guðjónsson, yfirmaður öryggismála hjá Olíudreifingu, sagði að sala dísilolíu vikuna fyrir mánaðarmót hefði verið margföld á við venjulega og ljóst að fjölmargir landsmenn hömstruðu þá vikuna. "Við vorum búnir að vara við þessu fyrir löngu síðan. Eftirlit með þessu var lítið sem ekkert og það er ekki hlutverk olíufélaganna að banna viðskiptavinum sínum kaup á olíu. Í raun gæti viðskiptavinur heimtað að við dældum sundlaug hans fulla af olíu og við urðum að hlýða. Þetta er enn eitt klúður ríkisins við upptöku þessa olíugjalds þegar aðrar þjóðir Evrópu eru að leggja þetta af." Brunamálastjóri sagði hættuna mikla af því að geyma olíu inni í byggingum. "Hún er ekki eins eldfim og bensínið en guð hjálpi þeim sem koma að slíkum birgðum í brennandi húsi." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
"Þetta er ekki einungis stórhættulegt heldur brýtur þetta í bága við lög og er snarbannað," segir Björn Karlsson, brunamálastjóri hjá Brunamálastofnun. Hundruðir ef ekki þúsundir bíleigenda hömstruðu dísilolíu sem mest þeir máttu fyrir síðustu mánaðarmót og notuðu til þess ýmis konar ílát sem nú eru geymd við heimahús, í bílskúrum og iðnaðarhúsnæðum víða um landið. Söluaðilar víða um landið höfðu sömu sögu að segja. Fyrirséð hafi verið að olían hækkaði um helming og menn notað öll tiltæk ráð til að hamstra. Gunnlaugur Axelsson, hjá Esso á Egilsstöðum, sagði hamstur hafa verið mjög áberandi. "Mjög margir fylltu bíla sína og einhver ílát að auki og talsvert var um að menn kæmu margar ferðir með tunnur og öll önnur ílát sem dugðu til." Bjarni Kristinsson, eigandi Bjarnabúðar á Selfossi, tók í sama streng og sagðist hafa heyrt ýmsar útgáfur af því hvernig menn geymdu olíuna á vafasömum stöðum. "Það hömstruðu flestir dísilbílaeigendur enda ósköp skiljanlegt þegar hægt að spara sér miklar upphæðir." Dæmi voru um að tunnur og plastílát seldust upp í byggingavöruverslunum á landsbyggðinni daginn fyrir olíubreytinguna enda hækkaði lítraverð á dísilolíu um helming á einni nóttu og því eftir miklu að slægjast. Einn viðmælandi sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði nágranna sinn hafa fyllt tóma rotþró af olíu og geymdi hana fast upp við íbúðarhús sitt. Bensínafgreiðslumaður fyrir norðan afgreiddi annan sem keypti nóg magn í tunnur til að endast honum næstu árin. Gestur Guðjónsson, yfirmaður öryggismála hjá Olíudreifingu, sagði að sala dísilolíu vikuna fyrir mánaðarmót hefði verið margföld á við venjulega og ljóst að fjölmargir landsmenn hömstruðu þá vikuna. "Við vorum búnir að vara við þessu fyrir löngu síðan. Eftirlit með þessu var lítið sem ekkert og það er ekki hlutverk olíufélaganna að banna viðskiptavinum sínum kaup á olíu. Í raun gæti viðskiptavinur heimtað að við dældum sundlaug hans fulla af olíu og við urðum að hlýða. Þetta er enn eitt klúður ríkisins við upptöku þessa olíugjalds þegar aðrar þjóðir Evrópu eru að leggja þetta af." Brunamálastjóri sagði hættuna mikla af því að geyma olíu inni í byggingum. "Hún er ekki eins eldfim og bensínið en guð hjálpi þeim sem koma að slíkum birgðum í brennandi húsi."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira