Grunur um morð á Íslendingi 12. júlí 2005 00:01 Grunur leikur á um að Íslendingur um fertugt hafi verið myrtur í Jóhannesarborg í Suður-Afríku að því er haft er eftir lögreglu þar. Hann er sagður hafa búið þar í 10 ár, en til hans hafði ekki spurst í fimm vikur. Lík mannsins, sem enn hafa ekki verið borin kennsl á, fannst í Boksburg í nágrenni borgarinnar síðasta sunnudag falið í ruslatunnu og hulið steypu þannig að aðeins sá í fæturna. 28 ára gamall maður og 43 ára gömul kona hafa verið handtekin í tengslum við rannsókn málsins, að því er fjölmiðlar ytra greina frá. Tunnan fannst í bakgarði leigusala mannsins. Maðurinn bað leigusalann að geyma tunnuna og þóttist vera að gera tilraunir með ólíkar steyputegundir. Á fréttavefnum News24.com er haft eftir lögreglu að maðurinn hafi líklega verið rændur og svo myrtur, en hann mun hafa haft nokkuð fé handbært eftir að hafa selt íbúð í Jóhannesarborg. Parið, sem komist hafi í kynni við manninn einhverju áður, hafi boðist til að skutla honum á alþjóðaflugvöllinn í Jóhannesarborg, en vinir hans undruðust ekki um hann þessar fimm vikur, því þeir töldu að hann hafi farið að heimsækja ættingja á Íslandi. Utanríkisráðuneytið hefur, að sögn Alberts Jónssonar sendiherra, beðið aðalræðismann landsins í Jóhannesarborg að afla fregna um líkfundinn hjá lögreglu ytra. Þá sendi alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra í gær fyrirspurn til lögregluyfirvalda í Suður-Afríku vegna málsins. "Ef um Íslending er að ræða sem ráðinn hefur verið bani er eðlilegt að við köllum eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum, en fáum ekki okkar fregnir bara í blöðunum," segir Þórir Oddsson, vararíkislögreglustjóri og yfirmaður alþjóðadeildar. Hann segir oft samstarf milli embættisins og utanríkisráðuneytisins við aðstæður sem þessar og taldi ekki ólíklegt að ættingjar fertugra Íslendinga í Suður-Afríku gæfu sig fram eftir fréttaflutning af málinu. Parið sem er í haldi suðurafríkönsku lögreglunnar verður leitt fyrir dómara í Boksburg í dag, en í dag stendur einnig til að kryfja líkið til að grafast fyrir um dánarorsök Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Grunur leikur á um að Íslendingur um fertugt hafi verið myrtur í Jóhannesarborg í Suður-Afríku að því er haft er eftir lögreglu þar. Hann er sagður hafa búið þar í 10 ár, en til hans hafði ekki spurst í fimm vikur. Lík mannsins, sem enn hafa ekki verið borin kennsl á, fannst í Boksburg í nágrenni borgarinnar síðasta sunnudag falið í ruslatunnu og hulið steypu þannig að aðeins sá í fæturna. 28 ára gamall maður og 43 ára gömul kona hafa verið handtekin í tengslum við rannsókn málsins, að því er fjölmiðlar ytra greina frá. Tunnan fannst í bakgarði leigusala mannsins. Maðurinn bað leigusalann að geyma tunnuna og þóttist vera að gera tilraunir með ólíkar steyputegundir. Á fréttavefnum News24.com er haft eftir lögreglu að maðurinn hafi líklega verið rændur og svo myrtur, en hann mun hafa haft nokkuð fé handbært eftir að hafa selt íbúð í Jóhannesarborg. Parið, sem komist hafi í kynni við manninn einhverju áður, hafi boðist til að skutla honum á alþjóðaflugvöllinn í Jóhannesarborg, en vinir hans undruðust ekki um hann þessar fimm vikur, því þeir töldu að hann hafi farið að heimsækja ættingja á Íslandi. Utanríkisráðuneytið hefur, að sögn Alberts Jónssonar sendiherra, beðið aðalræðismann landsins í Jóhannesarborg að afla fregna um líkfundinn hjá lögreglu ytra. Þá sendi alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra í gær fyrirspurn til lögregluyfirvalda í Suður-Afríku vegna málsins. "Ef um Íslending er að ræða sem ráðinn hefur verið bani er eðlilegt að við köllum eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum, en fáum ekki okkar fregnir bara í blöðunum," segir Þórir Oddsson, vararíkislögreglustjóri og yfirmaður alþjóðadeildar. Hann segir oft samstarf milli embættisins og utanríkisráðuneytisins við aðstæður sem þessar og taldi ekki ólíklegt að ættingjar fertugra Íslendinga í Suður-Afríku gæfu sig fram eftir fréttaflutning af málinu. Parið sem er í haldi suðurafríkönsku lögreglunnar verður leitt fyrir dómara í Boksburg í dag, en í dag stendur einnig til að kryfja líkið til að grafast fyrir um dánarorsök
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira