Samfélagslegt gildi almannapersóna Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. júlí 2005 00:01 Mikið hefur verið rætt, ritað og deilt um hlutverk fjölmiðla undanfarið. Það varla að rekja upphaf þessa fjaðrafoks hér en djöfulgangurinn hefur aðallega snúist um fréttaflutning tímaritsins Hér&Nú og dagblaðsins DV um nafngreinda einstaklinga og þá hvort viðkomandi geti flokkast sem svokallaðar opinberar persónur og verði því að búa við skert einkalíf. Persónuvernd hefur blandað sér í málið og hefur meira að segja endurskilgreint opinberu persónuna sem mun væntanlega hér eftir vera "almannapersóna". Persónuvernd gengst við því að almannapersónur "verði að sæta umfjöllun umfram aðra borgara," af hinum ýmsu ástæðum. Persónuvernd heldur því þó einnig vandlega til haga að þetta þýði ekki að "almannapersónur" eigi ekki rétt á einkalífi. Fréttamenn hafi þó "verulegt svigrúm til þess að vinna með persónuupplýsingar í þágu fréttamennsku þegar umfjöllunarefnið hefur samfélagslegt eða þjóðfélagslegt gildi." Þarna vandast málið nokkuð þar sem það getur verið býsna fljótandi í hugum fólks hvað hafi "þjóðfélagslegt gildi" og hvað ekki. Handrukkarinn Annþór Kristján Karlsson lítur, til dæmis, væntanlega ekki á sig sem "almannapersónu" og sér líklega ekkert þjóðfélagslegt gildi í opinskárri umfjöllun DV um kauða. Ritstjórn DV er hins vegar á öndverðum meiði og telur afrekaskrá Annþórs eiga full erindi við almenning. Persónuvernd viðurkennir einnig í áliti sínu að það verði að taka ritstjórnarlega ákvörðun um nálgunarleiðir og birtingu hvers máls fyrir sig. Þetta er allt gott og blessað en hnífurinn mun auðvitað áfram standa nákvæmlega þarna í kúnni og það munu alltaf blossa upp deilur um tiltekin mál. Persónuvernd getur ályktað eins og henni sýnist en það getur ekki flokkast undir hennar hlutverk, né nokkurrar annarrar stofnunnar, að skera úr um hver sé almannapersóna hverju sinni og hvaða mál hafi þjóðfélagslegt gildi. Þetta eru spurningar sem allar ritstjórnir standa frammi fyrir mörgum sinnum á dag og blaðamaður, frétta- og ritstjóri þurfa að taka siðferðilegar ákvarðanir um birtingu efnis í tíma og ótíma. Áherslur fjölmiðla eru sem betur fer mismunandi og það mun sem betur fer aldrei ríkja sátt um þá alla. Það sem gerir margar ákvarðanir umdeildar er sú gamla blekking um að fjölmiðlar séu eitthver "fjórða vald" og um þá gildi svipuð lögmál og aðrar opinberar valdastofnanir. Þessi falsmynd byggir á hroka ákveðinna blaðamanna og fjölmiðla. Þeirra sem telja sig yfir aðra hafna í skjóli einhvers óskilgreinds valds og svo auðvitað ofmati almennings sem kýs að kaupa þessa vitleysu. Þessi ranghugmynd lifir sennilega bestu lífi á þeim fjölmiðlum sem eru stofnanir í sjálfum sér; RÚV og Morgunblaðinu. Þeir sem fá út úr því að benda fingrum og bannfæra aðra fjölmiðla fyrir að ganga lengra en stofnanirnar ættu að staldra aðeins við og íhuga hvort þeir vildu virkilega hafast við í dauðhreinsuðu fjölmiðlaumhverfi þar sem þessir tveir pólar væru upphaf og endir allrar umræðu? Það er ekki, og getur aldrei orðið, raunverulegt hlutverk fjölmiðla að hlífa lesendum eða viðfangsefnum sínum og það verður alltaf einhverjum, einhvers staðar misboðið. Það gæti samt aðeins mildað vandlætinguna ef fólk gerði sér grein fyrir því að fjölmiðlafólk hefur engin völd; það vinnur bara við að segja fréttir en þá vinnu má svo auðvitað leysa misvel af hendi. thorarinn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt, ritað og deilt um hlutverk fjölmiðla undanfarið. Það varla að rekja upphaf þessa fjaðrafoks hér en djöfulgangurinn hefur aðallega snúist um fréttaflutning tímaritsins Hér&Nú og dagblaðsins DV um nafngreinda einstaklinga og þá hvort viðkomandi geti flokkast sem svokallaðar opinberar persónur og verði því að búa við skert einkalíf. Persónuvernd hefur blandað sér í málið og hefur meira að segja endurskilgreint opinberu persónuna sem mun væntanlega hér eftir vera "almannapersóna". Persónuvernd gengst við því að almannapersónur "verði að sæta umfjöllun umfram aðra borgara," af hinum ýmsu ástæðum. Persónuvernd heldur því þó einnig vandlega til haga að þetta þýði ekki að "almannapersónur" eigi ekki rétt á einkalífi. Fréttamenn hafi þó "verulegt svigrúm til þess að vinna með persónuupplýsingar í þágu fréttamennsku þegar umfjöllunarefnið hefur samfélagslegt eða þjóðfélagslegt gildi." Þarna vandast málið nokkuð þar sem það getur verið býsna fljótandi í hugum fólks hvað hafi "þjóðfélagslegt gildi" og hvað ekki. Handrukkarinn Annþór Kristján Karlsson lítur, til dæmis, væntanlega ekki á sig sem "almannapersónu" og sér líklega ekkert þjóðfélagslegt gildi í opinskárri umfjöllun DV um kauða. Ritstjórn DV er hins vegar á öndverðum meiði og telur afrekaskrá Annþórs eiga full erindi við almenning. Persónuvernd viðurkennir einnig í áliti sínu að það verði að taka ritstjórnarlega ákvörðun um nálgunarleiðir og birtingu hvers máls fyrir sig. Þetta er allt gott og blessað en hnífurinn mun auðvitað áfram standa nákvæmlega þarna í kúnni og það munu alltaf blossa upp deilur um tiltekin mál. Persónuvernd getur ályktað eins og henni sýnist en það getur ekki flokkast undir hennar hlutverk, né nokkurrar annarrar stofnunnar, að skera úr um hver sé almannapersóna hverju sinni og hvaða mál hafi þjóðfélagslegt gildi. Þetta eru spurningar sem allar ritstjórnir standa frammi fyrir mörgum sinnum á dag og blaðamaður, frétta- og ritstjóri þurfa að taka siðferðilegar ákvarðanir um birtingu efnis í tíma og ótíma. Áherslur fjölmiðla eru sem betur fer mismunandi og það mun sem betur fer aldrei ríkja sátt um þá alla. Það sem gerir margar ákvarðanir umdeildar er sú gamla blekking um að fjölmiðlar séu eitthver "fjórða vald" og um þá gildi svipuð lögmál og aðrar opinberar valdastofnanir. Þessi falsmynd byggir á hroka ákveðinna blaðamanna og fjölmiðla. Þeirra sem telja sig yfir aðra hafna í skjóli einhvers óskilgreinds valds og svo auðvitað ofmati almennings sem kýs að kaupa þessa vitleysu. Þessi ranghugmynd lifir sennilega bestu lífi á þeim fjölmiðlum sem eru stofnanir í sjálfum sér; RÚV og Morgunblaðinu. Þeir sem fá út úr því að benda fingrum og bannfæra aðra fjölmiðla fyrir að ganga lengra en stofnanirnar ættu að staldra aðeins við og íhuga hvort þeir vildu virkilega hafast við í dauðhreinsuðu fjölmiðlaumhverfi þar sem þessir tveir pólar væru upphaf og endir allrar umræðu? Það er ekki, og getur aldrei orðið, raunverulegt hlutverk fjölmiðla að hlífa lesendum eða viðfangsefnum sínum og það verður alltaf einhverjum, einhvers staðar misboðið. Það gæti samt aðeins mildað vandlætinguna ef fólk gerði sér grein fyrir því að fjölmiðlafólk hefur engin völd; það vinnur bara við að segja fréttir en þá vinnu má svo auðvitað leysa misvel af hendi. thorarinn@frettabladid.is
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun