Er R-listinn Samfylkingar 19. júlí 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson varpaði sprengju inn í stjórnmálaumræðuna þegar hann ljáði orðs á því að Samfylkingin byði einn flokka fram Reykjavíkurlista, ásamt óháðum frambjóðendum, ef ekki semdist um áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Vinstrihreyfingarinnar - græns Framboðs og Samfylkingar um kosningabandalag í borgarstjórnarkosningum. "Ég er bjartsýnn á að það náist samstaða um Reykjavíkurlista eins og staðan er núna. Ef það fer svo að aðrir flokkar en Samfylkingin ákveða að taka ekki þátt í því þá tel ég að Samfylkingin ætti samt sem áður að bjóða fram með óháðum og þeim sem vilja undir merkjum Reykjavíkurlistans. Ég tel að undir öllum kringumstæðum eigi Samfylkingin að bjóða fram sem Reykjavíkurlisti, þó að annar eða báðir samstarfsflokkana vilji ekki vera með í slíkum lista."Heimskuleg yfirlýsing Svona mælti Össur í viðtali við Fréttablaðið sem birtist síðasta sunnudag. Viðbrögð fólks úr hinum flokkunum voru hörð þegar þau hafa birst. Þannig fór Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri-grænna í borginni, ekki í grafgötur með álit sitt á orðum Össurar þegar viðhorf hans voru könnuð í Fréttablaðinu á mánudag. "Mér finnst yfirlýsing Össurar í raun vera heimskuleg, það er í mínum huga ljóst að það verður ekkert sem heitir R-listi nema að honum standi flokkarnir sem stóðu að honum síðast." Þó Framsóknarmenn hafi ekki gert mikið af því að svara orðum Össurar opinberlega (Alfreð Þorsteinsson hefur til að merkja ekkert viljað tjá sig efnislega um þau þrátt fyrir að verða seint þekktur fyrir spara orð sín þegar sá gállinn er á honum), þrátt fyrir þetta má lesa nokkra gremju úr röðum Framsóknarmanna á vefnum Hrifla.is þó þar sé ekki minnst einu orði á Össur og hugmynd hans. Þar er hins vegar vefkönnun þar sem spurt er hversu marga borgarfulltrúa Samfylkingin fengi færi hún ein fram, valmöguleikarnir eru tveir, annars vegar einn borgarfulltrúi, hins vegar enginn. Falsaðar vörumerkingar Ögmundur Jónasson var heldur ekki hrifinn af orðum Össurar eins og lesa mátti á vef hans síðasta sunnudag. "Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Össur Skarphéðinsson alþingismann Samfylkingarinnar sem nú fer mikinn í fjölmiðlum. Hann vill að Samfylkingin bjóði fram undir heiti R-listans hvort sem aðrir flokkar verði með eður ei! Óháðir mega vera með segir Össur. Vissulega er það sjónarmið að Samfylkingin bjóði fram ein og sér, en þá á hún að gera það undir réttum formerkjum. Annað eru falsaðar vörumerkingar og viðfangsefni fyrir "Jóhannes neytanda" að skoða. Það sem verra er að Samfylkingarmenn sem tala á þennan veg sýna samstarfsmönnum sínum, hvort sem er í borgarstjórn eða annars staðar ekki mikla virðingu með svona tali. ... Formúla Össurar Skarphéðinssonar eins og hún birtist í fjölmiðlum þessa dagana gengur út á að halda merkimiðunum óbreyttum, jafnvel þótt innihaldið verði allt annað en það er nú. Væri þetta réttlátt gagnvart kjósendum? Í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum við farið mjúkum höndum um Samfylkinguna um nokkurt skeið. En svo má brýna deigt járn að bíti." Það má því vera ljóst af þessu að eldi og brennisteini myndi rigna yfir Samfylkinguna gerði hún tilraun til að markaðssetja sig sem Reykjavíkurlista án samstarfs við hvort tveggja Framsóknarflokkinn og Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. (Reyndar hefur verið bent á að ekki sé hægt að nota nafn Reykjavíkurlistans nema með samþykki allra þeirra sem að honum standa í dag.) Reynslan af Nýjum vettvangi Svo má auðvitað geta þess að R-listi eins flokks og fylgifiska hefur verið reyndur áður, þó undir öðru nafni hafi verið. Nýr vettvangur varð til eftir að vinstrimenn í Reykjavík náðu ekki saman um sameiginlegt framboð fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Þá kviknaði hugmyndin í viðræðum manna úr Alþýðuflokknum og Borgaraflokknum, tveimur flokkum sem gerðu sér ekki ýkja miklar vonir um að ná miklum árangri í borgarstjórnarkosningum færu þeir fram einir. Þeim mistókst að fá aðra flokka til liðs við framboðið en Alþýðuflokkur ásamt fólki úr Alþýðubandalaginu og víðar buðu fram Nýjan vettvang. Árangurinn varð ekki í samræmi við væntingar. Framboðið náði einungis tveimur einstaklingum inn í borgarstjórn (Ólínu Þorvarðardóttir sem var óháð en gekk síðar til liðs við Alþýðuflokkinn og Kristínu Ólafsdóttur sem kom úr Alþýðubandalaginu). Sjálfstæðisflokkurinn vann hins vegar sinn stærsta sigur í sögunni og fékk tíu af fimmtán borgarfulltrúum í síðustu borgarstjórnarkosningunum undir forystu Davíðs Oddssonar. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson varpaði sprengju inn í stjórnmálaumræðuna þegar hann ljáði orðs á því að Samfylkingin byði einn flokka fram Reykjavíkurlista, ásamt óháðum frambjóðendum, ef ekki semdist um áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Vinstrihreyfingarinnar - græns Framboðs og Samfylkingar um kosningabandalag í borgarstjórnarkosningum. "Ég er bjartsýnn á að það náist samstaða um Reykjavíkurlista eins og staðan er núna. Ef það fer svo að aðrir flokkar en Samfylkingin ákveða að taka ekki þátt í því þá tel ég að Samfylkingin ætti samt sem áður að bjóða fram með óháðum og þeim sem vilja undir merkjum Reykjavíkurlistans. Ég tel að undir öllum kringumstæðum eigi Samfylkingin að bjóða fram sem Reykjavíkurlisti, þó að annar eða báðir samstarfsflokkana vilji ekki vera með í slíkum lista."Heimskuleg yfirlýsing Svona mælti Össur í viðtali við Fréttablaðið sem birtist síðasta sunnudag. Viðbrögð fólks úr hinum flokkunum voru hörð þegar þau hafa birst. Þannig fór Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri-grænna í borginni, ekki í grafgötur með álit sitt á orðum Össurar þegar viðhorf hans voru könnuð í Fréttablaðinu á mánudag. "Mér finnst yfirlýsing Össurar í raun vera heimskuleg, það er í mínum huga ljóst að það verður ekkert sem heitir R-listi nema að honum standi flokkarnir sem stóðu að honum síðast." Þó Framsóknarmenn hafi ekki gert mikið af því að svara orðum Össurar opinberlega (Alfreð Þorsteinsson hefur til að merkja ekkert viljað tjá sig efnislega um þau þrátt fyrir að verða seint þekktur fyrir spara orð sín þegar sá gállinn er á honum), þrátt fyrir þetta má lesa nokkra gremju úr röðum Framsóknarmanna á vefnum Hrifla.is þó þar sé ekki minnst einu orði á Össur og hugmynd hans. Þar er hins vegar vefkönnun þar sem spurt er hversu marga borgarfulltrúa Samfylkingin fengi færi hún ein fram, valmöguleikarnir eru tveir, annars vegar einn borgarfulltrúi, hins vegar enginn. Falsaðar vörumerkingar Ögmundur Jónasson var heldur ekki hrifinn af orðum Össurar eins og lesa mátti á vef hans síðasta sunnudag. "Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Össur Skarphéðinsson alþingismann Samfylkingarinnar sem nú fer mikinn í fjölmiðlum. Hann vill að Samfylkingin bjóði fram undir heiti R-listans hvort sem aðrir flokkar verði með eður ei! Óháðir mega vera með segir Össur. Vissulega er það sjónarmið að Samfylkingin bjóði fram ein og sér, en þá á hún að gera það undir réttum formerkjum. Annað eru falsaðar vörumerkingar og viðfangsefni fyrir "Jóhannes neytanda" að skoða. Það sem verra er að Samfylkingarmenn sem tala á þennan veg sýna samstarfsmönnum sínum, hvort sem er í borgarstjórn eða annars staðar ekki mikla virðingu með svona tali. ... Formúla Össurar Skarphéðinssonar eins og hún birtist í fjölmiðlum þessa dagana gengur út á að halda merkimiðunum óbreyttum, jafnvel þótt innihaldið verði allt annað en það er nú. Væri þetta réttlátt gagnvart kjósendum? Í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum við farið mjúkum höndum um Samfylkinguna um nokkurt skeið. En svo má brýna deigt járn að bíti." Það má því vera ljóst af þessu að eldi og brennisteini myndi rigna yfir Samfylkinguna gerði hún tilraun til að markaðssetja sig sem Reykjavíkurlista án samstarfs við hvort tveggja Framsóknarflokkinn og Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. (Reyndar hefur verið bent á að ekki sé hægt að nota nafn Reykjavíkurlistans nema með samþykki allra þeirra sem að honum standa í dag.) Reynslan af Nýjum vettvangi Svo má auðvitað geta þess að R-listi eins flokks og fylgifiska hefur verið reyndur áður, þó undir öðru nafni hafi verið. Nýr vettvangur varð til eftir að vinstrimenn í Reykjavík náðu ekki saman um sameiginlegt framboð fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Þá kviknaði hugmyndin í viðræðum manna úr Alþýðuflokknum og Borgaraflokknum, tveimur flokkum sem gerðu sér ekki ýkja miklar vonir um að ná miklum árangri í borgarstjórnarkosningum færu þeir fram einir. Þeim mistókst að fá aðra flokka til liðs við framboðið en Alþýðuflokkur ásamt fólki úr Alþýðubandalaginu og víðar buðu fram Nýjan vettvang. Árangurinn varð ekki í samræmi við væntingar. Framboðið náði einungis tveimur einstaklingum inn í borgarstjórn (Ólínu Þorvarðardóttir sem var óháð en gekk síðar til liðs við Alþýðuflokkinn og Kristínu Ólafsdóttur sem kom úr Alþýðubandalaginu). Sjálfstæðisflokkurinn vann hins vegar sinn stærsta sigur í sögunni og fékk tíu af fimmtán borgarfulltrúum í síðustu borgarstjórnarkosningunum undir forystu Davíðs Oddssonar. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar