Á hvaða tímum lifum við? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2005 00:01 Jafnrétti er alltaf í brennidepli og verður alltaf í brennidepli þangað til það næst. Framfarir hafa orðið hraðar á ýmsum sviðum hvað varðar menntun og vinnumarkaðinn en í fjölmiðlum og skemmtanaiðnaðum virðist því miður vera um afturför að ræða. Staðalímyndir í auglýsingum til dæmis eru gjörsamlega óþolandi. Nissan Micra auglýsingin fer sérstaklega í taugarnar á mér. Þar sést ung, grönn og fönguleg kona keyra í átt að stæði á "konubílnum" Nissan Micru. Í sömu andrá er stór, ruddalegur, feitur og fýldur karl að keyra í átt að sama stæði á stórum jeppa. Hver eru skilaboðin í þessari auglýsingu ég bara spyr? Af hverju í ósköpunum er karlinn ekki í Micrunni og konan á jeppanum? Af hverju þarf karlinn í jeppanum að vera svona fúll og stór og af hverju er konan svona sæt og fín? Og af hverju þarf að markaðssetja suma bíla sem konubíla og suma bíla sem karlabíla? Snúast bílakaup ekki um að kaupa besta bílinn með bestu gæðin? Ég þekki allavega engan sem kaupir bíl eftir kyni. Konur hafa farið mikinn um staðalímyndir sem sýndar eru af þeim í sjónvarpi en karlar ættu ekki síður að vera óánægðir með þær staðalímyndir sem þeir þurfa að þola í auglýsingum. Svo ekki sé minnst á blessuðu sjónvarpsþættina sem fjalla allir um heimska, feita karlmenn sem geta ekki gert neitt rétt. Á meðan er konan náttúrulega alltaf röflandi enda gerum við konur ekkert annað í lífinu - ekki satt? Svo ekki sé minnst á að konan er yfirleitt heimavinnandi þó hún sé vel menntuð. Frábær skilaboð. Klapp, klapp. Lítum aðeins á Nissa súkkulaðiauglýsingarnar. Í einni af þeim situr maður inni á skrifstofu hjá yfirmanni sínum að borða Nissa. Út af súkkulaðinu býður yfirmaðurinn honum gull og græna skóga; kauphækkun, nýjan bíl og nýjan einkaritara. Og viti menn. Auðvitað er það dýrindis falleg kona sem gengur í "slow motion" inn á skrifstofuna á meðan hún losar teygjuna úr hárinu og sveiflar því til og frá eins og í verstu klámmynd. Ég vil bara ekki trúa að Íslendingar séu svo heimskir að kaupa súkkulaði út af þessari heimskulegu auglýsingu. Svo ekki sé minnst á auglýsinguna í brúðkaupinu þar sem brúðguminn lofar að sinna húsverkunum og brúðurin er alltof upptekin að borða Nissa súkkulaði. Eru skilaboðin sú að karlmaðurinn myndi aldrei sinna húsverkunum ef konan væri ekki að borða súkkulaði? Á hvaða tíma lifum við eiginlega!? Ég veit ekki betur en að á vel flestum nútímaheimilum sé heimilisstörfunum skipt jafnt á milli konunnar og karlsins. Það er náttúrulega algjör fásinna að gera svona auglýsingar nú til dags. Við búum ekki í torfbæjum lengur. Svona mætti lengi telja. Karlmenn eru allir feitir, heimskir, fúlir lúðar sem gera ekkert rétt á meðan konur eru kúgaðar, röflandi, flottar, sætar og sinna öllum "kvennastörfunum" á heimilinu sem og í vinnunni. Er einhver furða að jafnréttisbaráttan gangi ekki hraðar þegar þetta er fyrir framan andlitin á okkur á hverjum einasta degi? Sem betur fer eru staðalímyndir ekki gegnumgangandi í auglýsingabransanum og margar auglýsingar sýna venjulegt fólk í daglegu lífi, laust við gamaldags viðmið og hlutverk. En það er ekki nóg að það séu margar auglýsingar þannig. Þær eiga allar að vera þannig. Alveg eins og það eiga ekki bara sumar konur að vera með jafnhá laun og karlkyns starfsfélagar þeirra heldur allar. Til að það megi gerast verður hugarfarið í þjóðfélaginu að breytast því þótt sumum finnist auglýsingar ekki skipta neinu máli þá prenta þær samt ímyndir inn í huga fólks sem veit ekki betur. Margt smátt gerir eitt stórt. Lilja Katrín Gunnarsdóttir - lilja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Jafnrétti er alltaf í brennidepli og verður alltaf í brennidepli þangað til það næst. Framfarir hafa orðið hraðar á ýmsum sviðum hvað varðar menntun og vinnumarkaðinn en í fjölmiðlum og skemmtanaiðnaðum virðist því miður vera um afturför að ræða. Staðalímyndir í auglýsingum til dæmis eru gjörsamlega óþolandi. Nissan Micra auglýsingin fer sérstaklega í taugarnar á mér. Þar sést ung, grönn og fönguleg kona keyra í átt að stæði á "konubílnum" Nissan Micru. Í sömu andrá er stór, ruddalegur, feitur og fýldur karl að keyra í átt að sama stæði á stórum jeppa. Hver eru skilaboðin í þessari auglýsingu ég bara spyr? Af hverju í ósköpunum er karlinn ekki í Micrunni og konan á jeppanum? Af hverju þarf karlinn í jeppanum að vera svona fúll og stór og af hverju er konan svona sæt og fín? Og af hverju þarf að markaðssetja suma bíla sem konubíla og suma bíla sem karlabíla? Snúast bílakaup ekki um að kaupa besta bílinn með bestu gæðin? Ég þekki allavega engan sem kaupir bíl eftir kyni. Konur hafa farið mikinn um staðalímyndir sem sýndar eru af þeim í sjónvarpi en karlar ættu ekki síður að vera óánægðir með þær staðalímyndir sem þeir þurfa að þola í auglýsingum. Svo ekki sé minnst á blessuðu sjónvarpsþættina sem fjalla allir um heimska, feita karlmenn sem geta ekki gert neitt rétt. Á meðan er konan náttúrulega alltaf röflandi enda gerum við konur ekkert annað í lífinu - ekki satt? Svo ekki sé minnst á að konan er yfirleitt heimavinnandi þó hún sé vel menntuð. Frábær skilaboð. Klapp, klapp. Lítum aðeins á Nissa súkkulaðiauglýsingarnar. Í einni af þeim situr maður inni á skrifstofu hjá yfirmanni sínum að borða Nissa. Út af súkkulaðinu býður yfirmaðurinn honum gull og græna skóga; kauphækkun, nýjan bíl og nýjan einkaritara. Og viti menn. Auðvitað er það dýrindis falleg kona sem gengur í "slow motion" inn á skrifstofuna á meðan hún losar teygjuna úr hárinu og sveiflar því til og frá eins og í verstu klámmynd. Ég vil bara ekki trúa að Íslendingar séu svo heimskir að kaupa súkkulaði út af þessari heimskulegu auglýsingu. Svo ekki sé minnst á auglýsinguna í brúðkaupinu þar sem brúðguminn lofar að sinna húsverkunum og brúðurin er alltof upptekin að borða Nissa súkkulaði. Eru skilaboðin sú að karlmaðurinn myndi aldrei sinna húsverkunum ef konan væri ekki að borða súkkulaði? Á hvaða tíma lifum við eiginlega!? Ég veit ekki betur en að á vel flestum nútímaheimilum sé heimilisstörfunum skipt jafnt á milli konunnar og karlsins. Það er náttúrulega algjör fásinna að gera svona auglýsingar nú til dags. Við búum ekki í torfbæjum lengur. Svona mætti lengi telja. Karlmenn eru allir feitir, heimskir, fúlir lúðar sem gera ekkert rétt á meðan konur eru kúgaðar, röflandi, flottar, sætar og sinna öllum "kvennastörfunum" á heimilinu sem og í vinnunni. Er einhver furða að jafnréttisbaráttan gangi ekki hraðar þegar þetta er fyrir framan andlitin á okkur á hverjum einasta degi? Sem betur fer eru staðalímyndir ekki gegnumgangandi í auglýsingabransanum og margar auglýsingar sýna venjulegt fólk í daglegu lífi, laust við gamaldags viðmið og hlutverk. En það er ekki nóg að það séu margar auglýsingar þannig. Þær eiga allar að vera þannig. Alveg eins og það eiga ekki bara sumar konur að vera með jafnhá laun og karlkyns starfsfélagar þeirra heldur allar. Til að það megi gerast verður hugarfarið í þjóðfélaginu að breytast því þótt sumum finnist auglýsingar ekki skipta neinu máli þá prenta þær samt ímyndir inn í huga fólks sem veit ekki betur. Margt smátt gerir eitt stórt. Lilja Katrín Gunnarsdóttir - lilja@frettabladid.is
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun