Hver verður næsti útvarpsstjóri? Guðmundur Magnússon skrifar 24. júlí 2005 00:01 Hugsanlegt er að nýr útvarpsstjóri verði skipaður í vikunni. Þótt margir hæfir einstaklingar hafi sótt um stöðuna telja flestir að valið standi á milli Elínar Hirst fréttastjóra Sjónvarpsins og Páls Magnússonar fyrrverandi sjónvarpsstjóra Stöðvar tvö. Sagt er að veðmálin á milli þeirra, sem fylgjast með af mestum ákafa, séu Páli hagstæðari. Það þýðir þó ekki að úrslitin séu ráðin. Það kom ýmsum á óvart þegar listinn yfir umsækjendur var birtur á fimmtudaginn að á hann vantaði nöfn tveggja persóna sem oft hafa verið nefnd í sambandi við útvarpsstjórastöðuna. Þetta eru þau Inga Jóna Þórðardóttir og Þorsteinn Pálsson. Getgátur höfðu verið uppi um það að Þorsteinn hefði fórnað sendiherraembættinu til að verða útvarpsstjóri. Og mönnum datt Inga Jóna í hug af því að hún hafði sýnt útvarpsstjóraembættinu áhuga þegar hún var formaður útvarpsráðs fyrir áratug. Þetta segir okkur að taka ekki nema mátulega mark á bæjarslúðrinu. Áður en ráðið var í starf fréttastjóra Útvarpsins fyrr á þessu ári voru allir umsækjendur teknir í löng viðtöl og látnir gangast undir hæfnispróf. Ráðningarferlið benti til þess að yfirmenn stofnunarinnar ætluðu að láta fagleg sjónarmið ráða ferðinni. Það urðu því mikil vonbrigði þegar í ljós kom að þetta voru einber leiktjöld; niðurstaðan var fengin fyrirfram. Ekki þarf að rekja þá sögu því hún er svo alkunn. Ekki er búist við því að þetta verði endurtekið núna. Frekar telja menn að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji eyða óvissunni sem fyrst og muni jafnvel skipa í embættið þegar í þessari viku. Þorgerður Katrín er í nokkrum vanda. Margir, ekki síst nánir fylgismenn hennar og trúnaðarmenn, ætlast til þess að hún velji konu í embætti útvarpsstjóra. Þeir benda á að þetta geti ekki verið vandamál, því margar hæfar konur séu meðal umsækjenda. Og þeirra á meðal sé Elín Hirst, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði hafi löngum verið mjög velviljaðir, enda sé hún í góðu sambandi við margra áhrifamenn í flokknum. Á móti þessu er talið vega að mikill þrýstingur sé á hana að ráða Pál Magnússon í embættið. Trúa menn því að hann njóti ekki síður velvilja æðstu ráðamanna Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Davíðs Oddssonar, en Elín. Ef þetta er rétt er spurningin, hvort Þorgerður Katrín treysti sér til að ganga gegn þessum þungavigtarmönnum. Og svo er ekki útilokað að Þorgerður Katrín sé sjálf þeirrar skoðunar að Páll hafi einfaldlega meiri styrk og reynslu en Elín og láti það ráða vali sínu. Eiga þá aðrir umsækjendur enga möguleika? Hvað með Bjarna Guðmundsson framkvæmdastjóra Sjónvarpsins eða Sigrúnu Stefánsdóttur sem á að baki mikla reynslu í fjölmiðlun og stjórnsýslu? Sigrúnu má líklega strax útiloka af pólitískum ástæðum. Bjarni er aftur á móti sagður sjálfstæðismaður og þykir hafa staðið sig vel í starfi. En það vinnur á móti honum að fremur er litið á hann sem fjármála- eða rekstrarmann en fjölmiðlamann. Niðurstaðan er sú að engir aðrir umsækjendur en Elín og Páll komi til greina. gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hugsanlegt er að nýr útvarpsstjóri verði skipaður í vikunni. Þótt margir hæfir einstaklingar hafi sótt um stöðuna telja flestir að valið standi á milli Elínar Hirst fréttastjóra Sjónvarpsins og Páls Magnússonar fyrrverandi sjónvarpsstjóra Stöðvar tvö. Sagt er að veðmálin á milli þeirra, sem fylgjast með af mestum ákafa, séu Páli hagstæðari. Það þýðir þó ekki að úrslitin séu ráðin. Það kom ýmsum á óvart þegar listinn yfir umsækjendur var birtur á fimmtudaginn að á hann vantaði nöfn tveggja persóna sem oft hafa verið nefnd í sambandi við útvarpsstjórastöðuna. Þetta eru þau Inga Jóna Þórðardóttir og Þorsteinn Pálsson. Getgátur höfðu verið uppi um það að Þorsteinn hefði fórnað sendiherraembættinu til að verða útvarpsstjóri. Og mönnum datt Inga Jóna í hug af því að hún hafði sýnt útvarpsstjóraembættinu áhuga þegar hún var formaður útvarpsráðs fyrir áratug. Þetta segir okkur að taka ekki nema mátulega mark á bæjarslúðrinu. Áður en ráðið var í starf fréttastjóra Útvarpsins fyrr á þessu ári voru allir umsækjendur teknir í löng viðtöl og látnir gangast undir hæfnispróf. Ráðningarferlið benti til þess að yfirmenn stofnunarinnar ætluðu að láta fagleg sjónarmið ráða ferðinni. Það urðu því mikil vonbrigði þegar í ljós kom að þetta voru einber leiktjöld; niðurstaðan var fengin fyrirfram. Ekki þarf að rekja þá sögu því hún er svo alkunn. Ekki er búist við því að þetta verði endurtekið núna. Frekar telja menn að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji eyða óvissunni sem fyrst og muni jafnvel skipa í embættið þegar í þessari viku. Þorgerður Katrín er í nokkrum vanda. Margir, ekki síst nánir fylgismenn hennar og trúnaðarmenn, ætlast til þess að hún velji konu í embætti útvarpsstjóra. Þeir benda á að þetta geti ekki verið vandamál, því margar hæfar konur séu meðal umsækjenda. Og þeirra á meðal sé Elín Hirst, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði hafi löngum verið mjög velviljaðir, enda sé hún í góðu sambandi við margra áhrifamenn í flokknum. Á móti þessu er talið vega að mikill þrýstingur sé á hana að ráða Pál Magnússon í embættið. Trúa menn því að hann njóti ekki síður velvilja æðstu ráðamanna Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Davíðs Oddssonar, en Elín. Ef þetta er rétt er spurningin, hvort Þorgerður Katrín treysti sér til að ganga gegn þessum þungavigtarmönnum. Og svo er ekki útilokað að Þorgerður Katrín sé sjálf þeirrar skoðunar að Páll hafi einfaldlega meiri styrk og reynslu en Elín og láti það ráða vali sínu. Eiga þá aðrir umsækjendur enga möguleika? Hvað með Bjarna Guðmundsson framkvæmdastjóra Sjónvarpsins eða Sigrúnu Stefánsdóttur sem á að baki mikla reynslu í fjölmiðlun og stjórnsýslu? Sigrúnu má líklega strax útiloka af pólitískum ástæðum. Bjarni er aftur á móti sagður sjálfstæðismaður og þykir hafa staðið sig vel í starfi. En það vinnur á móti honum að fremur er litið á hann sem fjármála- eða rekstrarmann en fjölmiðlamann. Niðurstaðan er sú að engir aðrir umsækjendur en Elín og Páll komi til greina. gm@frettabladid.is
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun