Sala Símans Björgvin Guðmundsson skrifar 28. júlí 2005 00:01 "Fyrst og fremst styrkir þetta stöðu ríkissjóðs til lengri tíma litið og gerir hann öflugri til þess að takast á við þau viðfangsefni sem blasa við á sviði velferðar- og samfélagsmála," sagði Halldór Ásgrímsson eftir að ljóst var að 66,7 milljarðar rynnu í ríkissjóðs við sölu Símans. Fyrr á árinu voru 6,3 milljarðar teknir útúr fyrirtækinu í formi arðs og lagt inn á reikning ríkisins. Það er því ljóst að tekjur ríkisins, sem hægt er að rekja til símasölunnar, eru 73 milljarðar króna. Geir Haarde hefur rétt fyrir sér þegar hann segir verðmæti Símans sé hvorki meira né minna en það sem menn eru tilbúnir til að greiða fyrir fyrirtækið. Því má segja að 66,7 milljarðar er rétt verð - enginn var tilbúinn til að greiða meira. Ljóst er að fyrirtækið er dýrt sé miðað við sambærileg fyrirtæki í Evrópu. Hins vegar má telja víst að kaupendurnir eru ekki tilbúnir til að kasta peningunum út um gluggann. Því hafa þeir fundið út, með útreikningum og upplýsingum úr rekstri fyrirtækisins, að ávöxtunin verði ásættanleg. Hins vegar reynir mikið á ríkisstjórnina eftir að hún fær alla þessa peninga í hendurnar. Geir og Halldór segja að engar skyndiákvarðanir verði teknar varðandi ráðstöfun fjárins. Skynsamlegast væri að nota peningana til að greiða niður erlendar skuldir og búa í haginn fyrir frekari skattalækkanir. Með því að lækka greiðslubyrði ríkissjóðs af erlendum skuldum væri hægt að spara milljarða á ári. Það er fljótt að telja í ríkiskassann um ókomin ár og nýtist öllum landsmönnum en ekki fámennum þrýstihópum. Ef pólitískur vilji er fyrir því að ráðast í tiltekin verkefni á sviði samgangna, velferðarmála og annarra samfélagsmála, eins og forsætisráðherra nefnir, er betra að ráðstafa fé af fjárlögum í slík verkefni. Umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna í byrjun sumars sýnir hversu snúið getur verið að selja ríkisfyrirtæki án þess að nokkur geti gert ferlið tortryggilegt. Eftir að söluferli Símans var kynnt 4. apríl síðastliðinn hefur fátt farið úrskeiðis þótt sumir hafi komið með gagnlegar ábendingar. Eins og Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, greindi frá í Markaðnum í maí hefur mikil áhersla verið lögð á að ferlið sé faglegt, gagnsætt og trúverðugt. Það hefur gengið eftir og ræður í því samhengi miklu að hæstbjóðandi kaupir Símann. Við slíkar aðstæður er lítið svigrúm fyrir geðþóttaákvarðanir þegar tilboð eru metin. Breska fjármálafyrirtækið Morgan Stanley hefur verið einkavæðingarnefnd til ráðgjafar og hefur nefndin í stórum atriðum farið að ráðgjöf bankans. Þó var ekki hlustað á þær ábendingar að selja Símann í heilu lagi án skilyrða. Farin var sú leið að takmarka eignarhlut hvers aðila eða tengdra aðila við 45 prósent. Það er pólitísk ákvörðun til að mæta þeim sjónarmiðum að Síminn eigi ekki að vera á einni hendi. Hins vegar hefur það flækt söluferlið og ef til vill fælt erlenda fjárfesta frá. Allir sem standa upp frá einkavæðingarborðinu í þetta sinn virðast sáttir. Bjóðendur telja að ferlið hafi verið sanngjarnt og seljendur eru ánægðir með verðið sem þeir fengu fyrir fyrirtækið. Til þess að skattgreiðendur geti orðið sáttir er nauðsynlegt að andvirði Símans verði varið á skynsaman hátt. Of snemmt er að segja til um hvort af því verði. Björgvin Guðmundsson - bjorgvin@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
"Fyrst og fremst styrkir þetta stöðu ríkissjóðs til lengri tíma litið og gerir hann öflugri til þess að takast á við þau viðfangsefni sem blasa við á sviði velferðar- og samfélagsmála," sagði Halldór Ásgrímsson eftir að ljóst var að 66,7 milljarðar rynnu í ríkissjóðs við sölu Símans. Fyrr á árinu voru 6,3 milljarðar teknir útúr fyrirtækinu í formi arðs og lagt inn á reikning ríkisins. Það er því ljóst að tekjur ríkisins, sem hægt er að rekja til símasölunnar, eru 73 milljarðar króna. Geir Haarde hefur rétt fyrir sér þegar hann segir verðmæti Símans sé hvorki meira né minna en það sem menn eru tilbúnir til að greiða fyrir fyrirtækið. Því má segja að 66,7 milljarðar er rétt verð - enginn var tilbúinn til að greiða meira. Ljóst er að fyrirtækið er dýrt sé miðað við sambærileg fyrirtæki í Evrópu. Hins vegar má telja víst að kaupendurnir eru ekki tilbúnir til að kasta peningunum út um gluggann. Því hafa þeir fundið út, með útreikningum og upplýsingum úr rekstri fyrirtækisins, að ávöxtunin verði ásættanleg. Hins vegar reynir mikið á ríkisstjórnina eftir að hún fær alla þessa peninga í hendurnar. Geir og Halldór segja að engar skyndiákvarðanir verði teknar varðandi ráðstöfun fjárins. Skynsamlegast væri að nota peningana til að greiða niður erlendar skuldir og búa í haginn fyrir frekari skattalækkanir. Með því að lækka greiðslubyrði ríkissjóðs af erlendum skuldum væri hægt að spara milljarða á ári. Það er fljótt að telja í ríkiskassann um ókomin ár og nýtist öllum landsmönnum en ekki fámennum þrýstihópum. Ef pólitískur vilji er fyrir því að ráðast í tiltekin verkefni á sviði samgangna, velferðarmála og annarra samfélagsmála, eins og forsætisráðherra nefnir, er betra að ráðstafa fé af fjárlögum í slík verkefni. Umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna í byrjun sumars sýnir hversu snúið getur verið að selja ríkisfyrirtæki án þess að nokkur geti gert ferlið tortryggilegt. Eftir að söluferli Símans var kynnt 4. apríl síðastliðinn hefur fátt farið úrskeiðis þótt sumir hafi komið með gagnlegar ábendingar. Eins og Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, greindi frá í Markaðnum í maí hefur mikil áhersla verið lögð á að ferlið sé faglegt, gagnsætt og trúverðugt. Það hefur gengið eftir og ræður í því samhengi miklu að hæstbjóðandi kaupir Símann. Við slíkar aðstæður er lítið svigrúm fyrir geðþóttaákvarðanir þegar tilboð eru metin. Breska fjármálafyrirtækið Morgan Stanley hefur verið einkavæðingarnefnd til ráðgjafar og hefur nefndin í stórum atriðum farið að ráðgjöf bankans. Þó var ekki hlustað á þær ábendingar að selja Símann í heilu lagi án skilyrða. Farin var sú leið að takmarka eignarhlut hvers aðila eða tengdra aðila við 45 prósent. Það er pólitísk ákvörðun til að mæta þeim sjónarmiðum að Síminn eigi ekki að vera á einni hendi. Hins vegar hefur það flækt söluferlið og ef til vill fælt erlenda fjárfesta frá. Allir sem standa upp frá einkavæðingarborðinu í þetta sinn virðast sáttir. Bjóðendur telja að ferlið hafi verið sanngjarnt og seljendur eru ánægðir með verðið sem þeir fengu fyrir fyrirtækið. Til þess að skattgreiðendur geti orðið sáttir er nauðsynlegt að andvirði Símans verði varið á skynsaman hátt. Of snemmt er að segja til um hvort af því verði. Björgvin Guðmundsson - bjorgvin@frettabladid.is
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun